Persónuvernd

Kópavogsbær og undirstofnanir leggja ríka áherslu á að vernda persónuupplýsingar einstaklinga, tryggja áreiðanleika þeirra, trúnað og öryggi við vinnslu. 

Þann 15. júlí 2018 tóku gildi ný persónuverndarlög nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Kópavogsbær hefur ráðið til sín Persónuverndarfulltrúa í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Hægt er að hafa samband við persónuverndarfulltrúa bæjarins vegna fyrirspurna eða ábendinga í tengslum við málefni er varða persónuvernd.

Einnig er hægt að senda póst merktan persónuverndarfulltrúa í þjónustuver Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi.

Persónuverndarsamþykkt

 

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar gefur persónuverndarfulltrúi Kópavogsbæjar

Síðast uppfært 10. júní 2022