Íþróttakarl og kona

Íþróttaráð Kópavogs velur ár hvert íþróttakarl og íþróttakonu ársins. Kjörinu er lýst á íþróttahátíð Kópavogs sem haldin er í janúar. Sú nýbreytni var tekin upp 2016 að íbúar fá að taka þátt í valinu.

 

Íþróttakarl og íþróttakona ársins 2020
Á myndinni eru frá vinstri Jón Finnbogason, formaður íþróttaráðs Kópavogs, Karen Sif Ársælsdóttir, íþróttakona ársins, Arnar Pétursson, íþróttakarl ársins og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

Á 50. fundi íþróttaráðs 14. okt. 1985 var samþykkt reglugerð um kjör íþróttamanns Kópavogs.  Fyrsta kjör samkvæmt reglugerðinni fór fram í desember 1985.

Fyrir þennan tíma eða frá 1974 hafði Rótarýklúbbur Kópavogs veitt viðurkenninguna ,,Íþróttamaður ársins í Kópavogi".  Klúbburinn veitti viðurkenninguna í 15 skipti, 7 körlum og 8 konum.

Á árunum 1985 til 1987 voru afreksíþróttamenn í Kópavogi heiðraðir af Kópavogsbæ og Rótaryklúbbi Kópavogs.  Árið 1988 var sameinast um einn titil og íþróttaráð Kópavogs sá um útnefninguna frá 1988 - 1997.

Íþrótta- og tómstundaráð Kópavogs ÍTK ákvað árið 1998 að veita sæmdarheitin íþróttakarl og íþróttakona ársins.  Frá 2010 hefur íþróttaráð Kópavogsbæjar séð um að veita viðurkenninguna.

Frá því að Rótarýklúbburinn hóf að heiðra íþróttamenn í Kópavogi hafa 15 einstaklingar borið sæmdarheitið ,,Íþróttamaður ársins í Kópavogi" og 13 hafa borið sæmdarheitið ,,Íþróttamaður Kópavogs".  Frá 1998 hafa 17 konur borið sæmdarheitið ,,Íþróttakona Kópavogs" og 17 karlar sæmdarheitið ,,Íþróttakarl Kópavogs". Alls hafa verið veittar 62 viðurkenningar til 32 kvenna og 30 karla.

Síðast uppfært 24. nóvember 2021