Byggingarfulltrúi

Byggingarfulltrúi veitir byggingarleyfi vegna hvers konar mannvirkjagerðar sem háð er byggingarleyfi.

Umsókn um byggingarleyfi

Umsókn um byggingarleyfi er send byggingarfulltrúa ásamt aðalteikningu og öðrum hönnunargögnum, þ.m.t. tilkynningu um hver verði hönnunarstjóri mannvirkisins. Óheimilt er að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi byggingarfulltrúa.

 • Afgreiðsla byggingarleyfa

  • Umsókn um byggingarleyfi þarf að fylgja tvö eintök af aðaluppdráttum og tilkynning um hönnunarstjóra.
  • Til að hægt sé að ganga frá útgáfu byggingarleyfis þarf að skila eftirtöldum eyðublöðum útfylltum á skrifstofu byggingarfulltrúans í Kópavogi, Fannborg 6, 2. hæð:
   • Umboð eiganda til byggingarstjóra.
   • Uppáskrift byggingarstjóra / Uppáskrift byggingarstjóra sem fyrirtæki.
   • Tilkynning byggingarstjóra um iðnmeistara, uppáskrift iðnmeistara. 
   • Allir aðal- og séruppdrættir þurfa að vera samþykktir og búið að ganga frá greiðslu gjalda.
 • Útgáfa byggingarleyfis

  Eftir að aðal- og séruppdrættir (allir uppdrættir) haf verið samþykktir, gjöld verið greidd, byggingarstjóri og iðnmeistarar undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína er hægt að panta útmælingu húss. Þegar útmælingum er lokið er leyfilegt að hefja framkvæmdir.

  Byggingarstjóraskipti þarf að tilkynna sérstaklega. Meistaraskipti eru tilkynnt af byggingarstjóra á sérstöku eyðublaði.

 • Gjaldskrá vegna byggingarleyfa

  Prenta gjaldskrá

  Apríl 2017
  B. vísitala 130

  Gatnagerðargjald

  Samkvæmt 2. gr. gjaldskrár frá 1. janúar 2008

  Kr./m² húss
  Byggingarkostnaður vísitöluhúss
  203.209
  Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu
  15,0%
  30.481
  Raðhús, parhús, tvíbýlishús og keðjuhús
  10,3%
  20.931
  Fjölbýlishús
  4,9%
  9.957
  Verslunar-, skrifstofu- og iðnaðarhús
  8,5%
  17.273
  Annað húsnæði
  8,5%
  17.273

  Byggingarréttargjald

  Samkvæmt samþykkt bæjarráðs 13. janúar 2015

  Kr./m² húss
  Einbýlishús
  (24.084=120,5)
  25.983 Kr./m² húss
  Raðhús, parhús, tvíbýlishús og keðjuhús
  (26.090=120,5)
  28.147 Kr./m² húss
  Fjölbýli
  (32.111=120,5)
  34.643 Kr./m² húss
  Fjölbýli í vesturbæ
  (40.139=120,5)
  43.303 Kr./m² húss
  Kr./m² lóðar
  Atvinnuhús á hafnarsvæði
  (11.038=120,5)
  11.908 Kr./m² lóðar
  Atvinnuhúsnæði
  (8.028=120,5)
  8.661 Kr./m² lóðar
  Hesthús á Kjóavöllum
  (2.709=120,5)
  2.923 Kr./m² lóðar
  Annað húsnæði
  (8.028=120,5)
  8.661 Kr./m² lóðar

  Byggingarleyfisgjald

  Gjald fyrir öll hús
  119 Kr./m³ húss
  Lágmarks afgreiðslugjald
  11.900 Kr.

  Heimaæðagjald fyrir vatnsveitu

  Kr. m³ húss
  Einbýlishús, raðhús, tvíbýlishús
  (284=120,5)
  306
  Fjölbýlishús
  (265=120,5)
  286
  Atvinnuhúsnæði að 2000 rM
  (185=120,5)
  200
  Atvinnuhúsnæði umfram 2000 rM
  (93=120,5)
  100
  Annað húsnæði
  (284=120,5)
  306

  Heimaæðagjald frárennslis

  Kr. á tengingu
  Einbýlishús, raðhús, tvíbýlishús
  (148.478=120,5)
  160.184
  Fjölbýlishús
  (235.461=120,5)
  252.945
  Atvinnuhúsnæði og annað
  (235.461=120,5)
  254.024

  Mælingagjald

  Mælingagjald
  54.500 Kr. á hús

  Gjald pr. úttekt

  Gjald per úttekt
  11.200 Kr.

  Gjald fyrir fokheldisvottorð og fokheldisúttekt

  Gjald fyrir fokheldisvottorð og fokheldisúttekt
  34.800 Kr. á hús

  Gjald fyrir lokaúttektarvottorð og lokaúttekt

  Gjald fyrir lokaúttektarvottorð og lokaúttekt
  34.800 Kr. á hús

  Lóðarleiga

  Kr./m² lóðar
  Íbúðarhúslóðir
  21,43
  Atvinnuhúsalóðir
  190,00
  Lækjarbotnaland
  21,43