Mötuneyti

Öllum nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar gefst kostur á að vera í áskrift fyrir hádegismat.

Í Álfhólsskóla, Hörðuvallaskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Kóraskóla, Lindaskóla, Salaskóla, Snælandsskóla og Vatnsendaskóla er eldað á staðnum. Skráning og afskráning í mötuneyti fer fram í gegnum Þjónustugátt Völu. 

Í Smáraskóla er aðkeyptur matur frá Skólamat.

Mataráskrift kostar það sama í öllum skólum bæjarins. Matseðla er að finna á heimasíðum skólanna. Lögð er áhersla á hollan mat samkvæmt leiðbeiningum Landlæknisembættisins. 

Leita skal til viðkomandi skóla með fyrirspurnir, ábendingar og kvartanir vegna mötuneyta.

 • Hvernig matur er í boði?

  Lögð er áhersla á hollan mat samkvæmt leiðbeiningum Landlæknisembættisins.

 • Hvernig er sótt um þjónustuna?

  Skráning og afskráning í mötuneyti Álfhólsskóla, Hörðuvallaskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Kóraskóla, Lindaskóla, Salaskóla, Snælandsskóla og Vatnsendaskóla fer fram í gegnum Þjónustugátt Völu.

  Í Smáraskóla er aðkeyptur matur frá Skólamat.

 • Fyrispurnir og/eða ábendingar

  Hægt er að senda fyrirspurnir, ábendingar og kvartanir til skólastjóra viðkomandi skóla.

 • Gjaldskrá mötuneyta

  Prenta gjaldskrá

  Skráning og afskráning í mötuneyti Álfhólsskóla, Hörðuvallaskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Kóraskóla, Lindaskóla, Salaskóla, Snælandsskóla og Vatnsendaskóla fer fram í gegnum Þjónustugátt Völu.

  Í Smáraskóla er aðkeyptur matur frá Skólamat.

  Frestur til þess að sækja um , breyta og  eða segja upp áskrift er til 20. hvers mánaðar. Breytingar taka gildi frá og með næstu mánaðarmótum á eftir.
  Breytingar er ekki veittar afturvirkt.

  Gjöld eru ekki felld niður vegna fjarveru svo sem veikindi hjá nemendum og ekki er veittur neinn afsláttur af mataráskrift.

  Gjaldskrá tekur gildi frá 1. janúar 2024

  Samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs, nóvember 2023

  Mánaðargjald fyrir áskrift 2024
  11.883 kr. á mánuði
Síðast uppfært 11. janúar 2024