Mötuneyti

Öllum nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar gefst kostur á að vera í áskrift fyrir hádegismat.

Í Álfhólsskóla, Hörðuvallaskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Lindaskóla, Salaskóla, Snælandsskóla og Vatnsendaskóla er eldað á staðnum. Skráning í mötuneyti fer fram í gegnum Þjónustugátt

Í Smáraskóla er aðkeyptur matur frá Skólamat.

Mataráskrift kostar það sama í öllum skólum bæjarins. Matseðla er að finna á heimasíðum skólanna. Lögð er áhersla á hollan mat samkvæmt leiðbeiningum Landlæknisembættisins. 

Leita skal til viðkomandi skóla með fyrirspurnir, ábendingar og kvartanir vegna mötuneyta.

 • Hvernig matur er í boði?

  Lögð er áhersla á hollan mat samkvæmt leiðbeiningum Landlæknisembættisins.

 • Hvernig er sótt um þjónustuna?

  Skráning í mötuneyti ,Álfhólsskóla, Hörðuvallaskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Lindaskóla, Salaskóla, Snælandsskóla og Vatnsendaskóla fer fram í gegnum Íbúagátt.

  Í Smáraskóla er aðkeyptur matur frá Skólamat.

 • Fyrispurnir og/eða ábendingar

  Hægt er að senda fyrirspurnir, ábendingar og kvartanir til skólastjóra viðkomandi skóla.

 • Gjaldskrá mötuneyta

  Prenta gjaldskrá

  Frestur til þess að sækja um , breyta og  eða segja upp áskrift er til 20. hvers mánaðar. Breytingar taka gildi frá og með næstu mánaðarmótum á eftir.

  Gildir frá janúar 2021.

  Mánaðargjald fyrir áskrift 2021
  9.983kr. á mánuði
  Verð á máltíð
  506 kr.
Síðast uppfært 23. ágúst 2021