Námskeið um uppeldi barna með ADHD

Námskeið fyrir foreldra 5-12 ára barna með hamlandi ADHD einkenni.

Tilgangur námskeiðsins er að fræða foreldra um áhrif ADHD á tilveru barna og styðja þá við að tileinka sér uppeldisaðferðir sem henta börnum með ADHD. Foreldrar eru studdir til að skoða núverandi stöðu, gera áætlanir og framfylgja þeim til að taka á eða fyrirbyggja ýmsan vanda sem algengt er að upp komi. Markmiðið er að foreldrar læri hagnýtar og sannreyndar aðferðir sem nýtast þeim til lengri tíma.

Hvert námskeið er tólf klukkustundir sem skiptist í sex skipti, tvær klukkustundir í senn. Í hverjum tíma veita leiðbeinendur fræðslu um ákveðin grundvallaratriði. Rík áhersla er lögð á umræður og virka þátttöku foreldra til að tryggja að námskeiðið nýtist hverjum og einum sem best. Milli tíma þarf að vinna heimaverkefni sem rædd eru í næsta skipti og ráðgjöf er gefin um framhaldið.

Sækja um námskeið um uppeldi barna með ADHD.

Síðast uppfært 15. september 2021