Félagsleg heimaþjónusta

Félagsleg heimaþjónusta hefur það markmið að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur sem ekki geta séð hjálparlaust um heimilishald.

Samkvæmt lögum um málefni aldraðra og lögum um félagslega þjónustu sveitarfélaga eiga þeir rétt á félagslegri heimaþjónustu sem búa í heimahúsum og geta ekki sinnt heimilishaldi eða öðru hjálparlaust. Þjónustan getur verið veitt tímabundið eða til lengri tíma, allt eftir aðstæðum.

Þjónustan getur falið í sér eftirfarandi þjónustuþætti:

 • Félagslegan stuðning og hvatningu
 • Heimsendan mat
 • Aðstoð við heimilishald
 • Aðstoð við innkaup
 • Ráðgjöf iðjuþjálfa og félagsráðgjafa

Sækja þarf skriflega um félagslega heimaþjónustu og gert er heildstætt mat á þjónustuþörf umsækjenda. Umsókn þurfa að fylgja læknisvottorð og tekjuupplýsingar. Þegar mat liggur fyrir er gengið frá þjónustusamningi þar sem nánar er tiltekið hvaða gjald er tekið fyrir þjónustuna og hvaða verkefni starfsmaður skuli inna af hendi.

Þjónustustjórar veita allar nánari upplýsingar í síma 441 0000.
Símatímar eru alla virka daga kl. 10-11 en utan þess tíma má skilja eftir skilaboð í þjónustuveri bæjarins. Einnig má hafa samband við þjónustustjóra í tölvupósti:

Sigrún Heiða Hilmarsdóttir (Vesturbær: Kársnes og Lundur)

Halldóra Hauksdóttir (Austurbær: Frá Digranesvegi að Lindum, Smárar )

Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir (Lindir, Salir, Kórar, Hvörf og Þing)

  • Gjaldskrá félagsleg heimaþjónusta

   Prenta gjaldskrá

   Gildir frá janúar 2022

   Neðri mörk
   Efri mörk
   Gjaldflokkar
   Kr./klst.
   344.922
   Flokkur 0
   0
   344.923
   428.807
   Flokkur I
   560
   428.807
   Flokkur II
   1.131
   Tekjumörk hjóna og sambýlisfólks
   560.498
   Flokkur 0
   0
   560.499
   696.811
   Flokkur I
   560
   696.811
   Flokkur II
   1.131

   Heimsendur matur

   Máltíð
   Verð kr.
   Stök máltíð
   933
   Akstur
   397
  Síðast uppfært 08. júlí 2022