Vissir þú af opnu bókhaldi Kópavogsbæjar? Þarna getur þú skoðað hvert og í hvað peningarnir fara.
Gildir frá janúar 2021
Félagsleg heimaþjónusta hefur það markmið að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur sem ekki geta séð hjálparlaust um heimilishald.
Samkvæmt lögum um málefni aldraðra og lögum um félagslega þjónustu sveitarfélaga eiga þeir rétt á félagslegri heimaþjónustu sem búa í heimahúsum og geta ekki sinnt heimilishaldi eða öðru hjálparlaust. Þjónustan getur verið veitt tímabundið eða til lengri tíma, allt eftir aðstæðum.
Þjónustan getur falið í sér eftirfarandi þjónustuþætti:
Sækja þarf skriflega um félagslega heimaþjónustu og gert er heildstætt mat á þjónustuþörf umsækjenda. Umsókn þurfa að fylgja læknisvottorð og tekjuupplýsingar. Þegar mat liggur fyrir er gengið frá þjónustusamningi þar sem nánar er tiltekið hvaða gjald er tekið fyrir þjónustuna og hvaða verkefni starfsmaður skuli inna af hendi.
Þjónustustjórar veita allar nánari upplýsingar í síma 441 0000.
Símatímar eru alla virka daga kl. 9:30-10:30 en utan þess tíma má skilja eftir skilaboð í þjónustuveri bæjarins. Einnig má hafa samband við þjónustustjóra í tölvupósti:
Katrín María Lehmann (Vesturbær: Kársnes og Lundur)
Halldóra Hauksdóttir (Austurbær: Frá Digranesvegi að Lindum, Smárar )
Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir (Lindir, Salir, Kórar, Hvörf og Þing)
Gildir frá janúar 2021