Okkar Kópavogur

Vorið 2016 hófst lýðræðisverkefnið Okkar Kópavogur sem hefur það að markmiði að virkja íbúa til að taka þátt í málefnum sem varða nærumhverfi þeirra og útdeila fjármagni í smærri framkvæmdir á vegum bæjarins með íbúakosningu.

Verkefni skiptist í þrjá áhersluþætti. Lesa má nánar um þá hér fyrir neðan.

 • Hugmyndir

  Fyrsti hluti verkefnisins byggir á hugmyndainnsetningu að verkefnum í sveitarfélaginu. Hugmyndum er safnað með tvenns konar hætti, annars vegar á íbúafundum og hins vegar hugmyndir sem voru innsendar í gegnum hugmyndakerfi verkefnisins. 

  Hugmyndir íbúa þurfa vera á bæjarlandi og innan þéttbýlis. Hugmyndirnar geta varðað leik- og afþreyingarsvæði íbúa, vistvænar samgöngur, bætta lýðheilsu eða umhverfið almennt. Hver hugmynd verður að falla að stefnu bæjarins og getur ekki verið háð samráði eða samningaviðræðum við aðrar stofnanir eða sveitarfélag.

 • Kosningar

  Annar hluti verkefnisins snýr að forgangsröðun og úthlutun fjármagns. Matshópur fer yfir allar innsendar tillögur, kostnaðarmetur og stillir upp til kosninga fyrir íbúa. Öllum er frjálst að leggja inn hugmyndir að verkefnum en aðeins íbúar, 16 ára og eldri, með skráð lögheimili í Kópavogi geta kosið verkefni áfram, aðeins er hægt að kjósa verkefni í einu hverfi.

  Hægt er að kjósa áfram verkefni fyrir þá upphæð sem hverju hverfi hefur verið úthlutað. Íbúar geta aðeins kosið í einu hverfi af fimm. Ekki er um að ræða íbúakosningu í skilningi 107. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138 frá 2011.

 • Framkvæmdir

  Framkvæmdir verkefna sem íbúar velja áfram í forgangsröðun fara fram á tímabilinu október 2016 til október 2017. Hægt er að fylgjast með stöðu framkvæmda og upplýsingum um þær hér á heimasíðunni.