Stuðningsfjölskyldur

Fjölskyldur fatlaðra barna eiga kost á stuðningsfjölskyldu sem hefur það hlutverk að taka barnið í umsjá sína í skamman tíma til að létta álagi af fjölskyldu þess.

Þörf fyrir þjónustu er metin út frá aðstæðum barns og fjölskyldu. Við matið er horft til fötlunar barnsins og umönnunarþarfa sem og félagslegra aðstæðna. 

Að jafnaði eru veittir tveir sólarhringar á mánuði í dvöl hjá stuðningsfjölskyldu. Í sérstökum tilvikum er leyfilegt að veita allt að sjö sólarhringa á mánuði.

  • Skilyrði sem þarf að uppfylla

    • Umsækjandi og barn eigi lögheimili í Kópavogi
    • Umsækjandi hafi forsjá barns sem sótt er um fyrir.
    • Umsækjandi og barn séu metin í þörf fyrir stuðning samkvæmt ákveðnum matsviðmiðum.

    Fatlað fólk með lögheimili utan Kópavogs getur sótt um stuðningsfjölskyldu, en þegar stuðningur hefst er gerð krafa um að lögheimili sé í Kópavogi.

    Heimilt er að veita fólki sem er orðið 18 ára og býr í foreldrahúsum getur áframhaldandi stuðningsfjölskyldu á meðan beðið er eftir annars konar stuðningi.

  • Að gerast stuðningsfjölskylda

    Allar umsóknir og úttektir stuðningsfjölskyldna fara fram hjá Gæða og eftirlitsstofnun, hvort sem um er að ræða barnaverndar – eða í málefni fatlaðra barna. Það sama á við um endurnýjanir umsókna. Umsóknir og endurnýjun umsókna eru unnar eingöngu rafrænt.

    Umsækjendur fara inn á Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála í gegnum mínar síður og með rafrænum skilríkjum.

    Efst í hægra horni eru: umsóknir og þaðan er leitað eftir eyðublaði: Umsókn um leyfi til að vera stuðningsfjölskylda fyrir barn.

    Fylgiskjöl með umsókn eru þau sömu og áður

    Umsókn berst Gæða og eftirlitstofnun og er síðan send velferðarráði hvers sveitarfélags til úttektar.

    Leyfisveiting verður síðan út frá Gæða og eftirlitsstofnun.

Síðast uppfært 29. apríl 2021