Stuðningsfjölskyldur

Fjölskyldur fatlaðra barna eiga kost á stuðningsfjölskyldu sem hefur það hlutverk að taka barnið í umsjá sína í skamman tíma til að létta álagi af fjölskyldu þess.

Þörf fyrir þjónustu er metin út frá aðstæðum barns og fjölskyldu. Við matið er horft til fötlunar barnsins og umönnunarþarfa, sem og félagslegra aðstæðna fjölskyldunnar.

Að jafnaði eru veittir tveir sólarhringar á mánuði í dvöl hjá stuðningsfjölskyldu. Í sérstökum tilvikum er leyfilegt að veita allt að fimm sólarhringa á mánuði.

Síðast uppfært 07. janúar 2020