Þjónustumiðstöð

Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar hefur umsjón með flestum verkefnum sem tengd eru framkvæmdum á bæjarlandi. Meðal verkefna er garðyrkja, gatnaviðhald og snjómokstur.

Innan þjónustumiðstöðvar eru verkefni sem tengjast snjómokstri, garðyrkju, gatnaviðhaldi, vatns- og fráveitu, sorphirðumálum og önnur þess háttar þjónusta við íbúa, fyrirtæki og stofnanir.

Ef íbúar hafa ábendingar um framkvæmdir eða aðrar athugasemdir við ástand bæjarlands er ábendingum svarað í síma 441 0000. Einnig er hægt að senda ábendingar í gegnum ábendingarkerfi bæjarins hér.

Þjónustumiðstöðin er til húsa í Askalind 5. Hún er opin alla virka daga frá klukkan 8.00 til 16.00 nema föstudaga þegar lokað er klukkan 15.00.

Neyðarsími Þjónustumiðstöðvar er 892 - 8215 og veitna 840-2690. Athugið að neyðarsímar sinna eingöngu neyðartilvikum.

 • Helstu verkefni

  • Snjómokstur og hálkueyðing
  • Hreinsun og viðhald gatna og stíga
  • Viðhald á götum
  • Framkvæmdir á göngustígum
  • Framkvæmdir við reiðstíga

  Neyðarsími Þjónustumiðstöðvarinnar er 892 8215. Þessi sími aðeins virkur utan opnunartíma og sinnir aðeins neyðartilvikum.

 • Vatns- og fráveita

  Til veituframkvæmda heyra framkvæmdir við vatnsveitu, fráveitu, hitaveitu, rafveitu og fjarskiptalagnir. Framkvæmdir við vatnsveitu eru alfarið á vegum Kópavogsbæjar. Eru þær almennt unnar samhliða gatnagerð af verktökum undir eftirliti Þjónustumiðstöðvar. Vatnsöflun og stofnlagnir frá Vatnsendakrika eru á ábyrgð Þjónustumiðstöðvar.

  Þjónustumiðstöð sér um allt viðhald á brunnsvæðum, stofnlögnum og dreifilögnum. Heimtaugar í ný hús lagðar samhliða lagningu fjarskiptaheimtaug og hitaveitu og skulu umsóknir um heimtaug berast til Orkuveitu Reykjavíkur.

  Neyðarsími Vatnsveitu Kópavogs er 840 2690 er þessi sími aðeins virkur utan opnunartíma og sinnir aðeins neyðartilvikum.

Síðast uppfært 03. september 2020