Árlegir viðburðir

Aðventuhátíð

Upphafi aðventu er fagnað við Menningarhúsin í Kópavogi fyrstu helgina í aðventu með jóladagskrá, jólaþorpi og tendrun jólaljósa

Í Salnum, Gerðarsafni, Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs eru listsmiðjur, jólatónleikar, upplestur og  fleira, gestum að kostnaðarlausu.  Einnig er dagskrá í Gjábakka.

 

Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð í Kópavogi er ætlað að höfða til barna og ungmenna með fræðslu og listsköpun. Hátíðin er haldin á vorin í og við Menningarhúsin í Kópavogi á sama tíma og Reykjavík heldur sína hátíð og önnur nágrannasveitarfélög.

 

17. júní hátíðarhöld

17.  júní hátíðarhöldin fara fram með margvíslegum hætti í Kópavogi. Boðið er upp á skrúðgöngu og fjölbreytta hátíðar- og skemmtidagskrá á Rútstúni. Í Menningarhúsum Kópavogs er einnig dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Að venju eru kvöldtónleikar á Rútstúni þar sem fjöldi tónlistarmanna kemur fram.