Árlegir viðburðir

Dagskrá Menningarhúsanna haust 2019

Menningarhúsin í Kópavogi standa fyrir fjölskyldustundum á hverjum laugardegi en Gerðarsafn, Salurinn, Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa Kópavogs skiptast á að bjóða  dagskrá sem er jafn fjölbreytt og grunnstarfssemi húsanna sjálfra. Á vorönn verður náttúrulífsbíó, ýmiskonar listsmiðjur, legósmiðja, fjölbreyttir tónleikar, vísindasmiðja, fuglaskoðun og margt fleira spennandi í boði. Fjölskyldustundirnar eru gestum að kostnaðarlausu. Dagskrárbæklingur Menningarhúsanna í Kópavogi  liggur frammi í Menningarhúsunum.  

Aðventuhátíð

Upphafi aðventu er fagnað við Menningarhúsin í Kópavogi fyrstu helgina í aðventu með jóladagskrá, jólaþorpi og tendrun jólaljósa

Í Salnum, Gerðarsafni, Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs eru listsmiðjur, jólatónleikar, upplestur og  fleira, gestum að kostnaðarlausu.  Einnig er dagskrá í Gjábakka.

 Dagskrá aðventuhátíðar 2019

Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð í Kópavogi er ætlað að höfða til barna og ungmenna með fræðslu og listsköpun. Hátíðin er haldin á vorin í og við Menningarhúsin í Kópavogi á sama tíma og Reykjavík heldur sína hátíð og önnur nágrannasveitarfélög.

 

CYCLE - Alþjóðleg listahátíð

CYCLE er tilraunakennd alþjóðleg listahátíð sem fram fer í Salnum, Gerðarsafni  og víðar í Kópavogi á haustin. Um hundrað listamenn, innlendir sem erlendir, taka þátt í hátíðinni eða eru með verk á hátíðinni á sviði tónlistar, gjörningalistar, myndlistar, hljóðlistar og arkitektúrs.

17. júní hátíðarhöld

17.  júní hátíðarhöldin fara fram með margvíslegum hætti í Kópavogi. Boðið er upp á skrúðgöngu og fjölbreytta hátíðar- og skemmtidagskrá á Rútstúni. Í Menningarhúsum Kópavogs er einnig dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Að venju eru kvöldtónleikar á Rútstúni þar sem fjöldi tónlistarmanna kemur fram.