Álfhóll við Álfhólsveg er jökulsorfinn klapparhóll sem nýtur bæjarverndar sem bústaður álfa.
Dagskrá Menningarhúsanna haust 2019
Menningarhúsin í Kópavogi standa fyrir fjölskyldustundum á hverjum laugardegi en Gerðarsafn, Salurinn, Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa Kópavogs skiptast á að bjóða dagskrá sem er jafn fjölbreytt og grunnstarfssemi húsanna sjálfra. Á vorönn verður náttúrulífsbíó, ýmiskonar listsmiðjur, legósmiðja, fjölbreyttir tónleikar, vísindasmiðja, fuglaskoðun og margt fleira spennandi í boði. Fjölskyldustundirnar eru gestum að kostnaðarlausu. Dagskrárbæklingur Menningarhúsanna í Kópavogi liggur frammi í Menningarhúsunum.