Deiliskipulag

Deiliskipulag er gert fyrir einstök svæði eða reiti. Við gerð deiliskipulags er byggt á stefnu aðalskipulags og hún útfærð fyrir viðkomandi svæði eða reiti til að myndist heildstæð mynd.

Í deiliskipulagi eru teknar ákvarðanir um lóðir, lóðanotkun, byggingarreiti, byggðarmynstur, nýtingarhlutfall, útlit mannvirkja og form eftir því sem við á og aðrar skipulagsforsendur sem þurfa að liggja fyrir vegna byggingar- og framkvæmdaleyfa.

 • Vinna við deiliskipulag

  Þegar unnið er deiliskipulag í þegar byggðu hverfi skal lagt mat á varðveislugildi svipmóts byggðar og einstakara byggingar sem fyrir eru, með gerð húsakönnunar. Við deiliskipulagsgerð í þegar byggðu hverfi getur sveitarfélag ákveðið að skilgreina afmarkað svæði sem þróunarsvæði þar sem vinna skal hefðbundið deiliskipulag. Í slíkri áætlun skal tilgreina framkvæmdartíma áætlunarinnar sem verður að vera minnst fimm ár en ekki lengri en fimmtán ár.

 • Gjaldskrá

  Prenta gjaldskrá

  Gjaldskrá vegna breytinga á deiliskipulagi og vegna grenndarkynningar á byggingar- eða framkvæmdarleyfi

  Í samræmi við 3. mgr. 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkt bæjarstjórnar frá 24. nóvember 2015 auglýsist hér með endurskoðuð ákvörðun bæjarstjórnar frá 23. nóvember 2010 um gjaldtöku vegna breytinga á deiliskipulagi og grenndarkynningar á byggingar- eða framkvæmda­leyfi. Er gjaldskráin tvískipt og nema gjöldin þeirri fjárhæð sem nemur kostnaði sveitarfélagsins við skipulagsvinnu, kynningar og umsýslu. Gjaldskráin er bundin byggingarvísitölu. Byggingarvísitala janúar 2018 var 136,5 stig. Gjaldskrá verður næst uppfærð 1. júní 2018.

  A.

  Kynningar og umsýsla
  Verð
  Deiliskipulagsbreyting skv. 43. gr. skipulagslaga
  125.409 kr.
  Grenndarkynning skv. 44. gr. skipulagslaga
  44.365 kr.

  B.

  Skipulagsvinna, kynningar og umsýsla
  Verð
  Deiliskipulagsbreyting skv. 43. gr. skipulagslaga
  236.616 kr.
  Grenndarkynning skv. 44. gr. skipulagslaga
  103.499 kr.

Síma og viðtalstími

Skrifstofa skipulagsfulltrúa
Símatími frá kl. 10 - 11 mánudaga og miðvikudaga í síma 441 0000
Hægt er að panta viðtalstíma hjá ritara skipulagsdeildar  

Síðast uppfært 23. júní 2021