Deiliskipulag

Deiliskipulag er gert fyrir einstök svæði. Við gerð deiliskipulags er byggt á stefnu aðalskipulags og hún útfærð fyrir viðkomandi svæði  til að myndist heildstætt yfirbragð mannvirkja og landslags.

Deiliskipulag lögbindur ákvarðanir um lóðir, lóðanotkun, byggingarreiti, byggðarmynstur, nýtingarhlutfall, útlit mannvirkja og form eftir því sem við á. Slíkar  skipulagsforsendur þurfa að liggja fyrir svo hægt sé að gefa út byggingar- og framkvæmdaleyfi.

 • Deiliskipulag Vatnsendahvarfs

  Á fundi skipulagsráðs 6.11.2023 var tillaga að deiliskipulagi nýs íbúðahverfis í Vatnsendahvarfi samþykkt.

  Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að móta hverfi með vistvænum áherslum í samræmi við markmið Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Deiliskipulagssvæðið er um 29 ha og liggur að mörkum fyrirhugaðs Arnarnesvegar, Kórahverfis og Hvörfum í Vatnsenda. Gert er ráð fyrir nýju íbúðahverfi með fjölbreyttu formi íbúða, leikskóla/skóla og útivistarsvæðum ásamt möguleika á verslun og þjónustu. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 500 íbúðum alls í sérbýli (einbýli, raðhús/parhús), klasabyggingum og fjölbýlishúsum á 2-3 hæðum auk kjallara.

  Á fundi skipulagsráðs þann 20. febrúar var samþykkt að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningartíma lauk 8. júní 2023. Á fundum skipulagsráðs þann 19. júní sl. og þann 3. júlí sl. voru lagðar fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma, málinu var vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

  Um samráð, kynningar og skipulagsferli tillögunnar vísast í ítarlega umfjöllun í umsögn skipulagsdeildar dags. 2.11.2023 Vatnsendahvarfs/Vatnsendahæðar . í umsögninni koma fram forsendur, ferill málsins, athugasemdir og ábendingar ásamt fylgiskjölum.

  Alls bárust 10 ábendingar og umsagnir á kynningartíma við tillögu að nýju deiliskipulags og tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Vatnsendahvarf. Brugðist var við umsögn Minjastofnun Íslands með því að gera rannsókn á fornleifum og bætt var við skilmálum um að girða af MV-9 á framkvæmdatíma. Ennfremur var sameiginlegt umhverfismat tillagnanna uppfært eftir ábendingar frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Gerðar eru leiðréttingar/lagfæringar í deiliskipulagsgögnum sem lýst er í neðangr. umsögn skipulagsdeildar.

  Á fundi bæjarstjórnar 14.11.2023 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.

  Deiliskipulag tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.

  Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins, samanber 10. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011.

  Uppdráttur uppfærður 1. nóvember 2023.

  Skýringaruppdráttur uppfærður 1. nóvember 2023.

  Greinargerð deiliskipulags uppfærð 1. nóvember 2023.

  Greinargerð - fylgiskjöl deiliskipulags. Fyrri hluti.

  Greinargerð - fylgiskjöl deiliskipulags. Seinni hluti.

  Umhverfismat uppfært 21. júní 2023.

  Umsögn skipulagsdeildar dags. 2. nóvember 2023

  Yfirlit yfir fylgiskjöl umsagnar 1-23.

  Umsögn, fylgiskjöl 1-10.

  Umsögn, fylgiskjöl 11-17.

  Umsögn, fylgiskjal 18. Fyrri hluti.

  Umsögn, fylgiskjal 18. Seinni hluti.

  Umsögn, fylgiskjöl 19-23.

 • Gjaldskrá

  Almenn gjöld

  Gjaldskrá uppfærð janúar 2024

  Þjónusta
  Upphæð
  Afgreiðslugjald
  14.800 kr.
  Gjald vegna vinnu skipulagsfulltrúa við gerð lýsingar skipulagsáætlunar og/eða yfirlestur og yfirferð á lýsingu sem og önnur umsýsla
  213.000 kr.
  Umsýslugjald
  21.000 kr.

  Aðalskipulag - breyting skv. 1. og 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga

  Þjónusta
  Upphæð
  Afgreiðslugjald
  14.800 kr.
  Gerð breytingar- og kynningaruppdráttar skv. 1. mgr. 36. gr
  353.000 kr.
  Kostnaður vegna óverulegra breytinga skv. 2. mgr. 36 gr.
  221.000 kr.
  Innheimta skal útlagðan kostnað vegna auglýsinga skipulagsáætlana skv. reikningi

  Deiliskipulag - nýtt eða verulegar breytingar skv. 1. mgr. 41. og 43. gr. skipulagslaga 123/2010

  Þjónusta
  Upphæð
  Afgreiðslugjald
  14.800 kr.
  Gerð deiliskipulags- og kynningaruppdrátta
  Skv. reikningi
  Umsýslukostnaður vegna málsmeðferðar
  278.000 kr.
  Innheimta skal útlagðan kostnað vegna auglýsinga skipulagsáætlana skv. reikningi

  Deiliskipulag - óverulegar breytingar skv. 2. og 3. mgr 43. gr. skipulagslaga 123/2010

  Þjónusta
  Upphæð
  Afgreiðslugjald
  14.800 kr.
  Gerð deiliskipulags- og kynningaruppdráttar
  353.000 kr.
  Umsýslukostnaður vegna málsmeðferðar skv. 2. mgr.
  85.000 kr.
  Umsýslukostnaður vegna málsmeðferðar skv. 3 mgr.
  70.000 kr.
  Innheimta skal útlagðan kostnað vegna auglýsinga skipulagsáætlana skv. reikningi

  Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi skv. 44. gr. skipulagslaga 123/2010

  Þjónusta
  Upphæð
  Afgreiðslukostnaður
  14.800 kr.
  Umsýslukostnaður vegna málsmeðferðar
  85.000 kr.

  Framkvæmdarleyfi

  Þjónusta
  Upphæð
  Afgreiðslugjald
  14.800 kr.
  Útgáfa framkvæmdaleyfis skv. 13. gr. skipulagslaga
  92.000 kr.
  Útgáfa framkvæmdaleyfi skv. 14. gr. skipulagslaga
  216.000 kr.
  Innheimta skal útlagðan kostnað vegna auglýsinga framkvæmdaleyfis skv. reikningi.

Síma og viðtalstími

Skrifstofa skipulagsfulltrúa
Símatími frá kl. 10 - 11 mánudaga og miðvikudaga í síma 441 0000
Hægt er að panta viðtalstíma á netfagnið skipulag(hja)kopavogur.is

Síðast uppfært 06. desember 2023