Göngu- og hjólastígar

Stígakerfi bæjarins skiptist í hjólreiðastíga, reiðstíga og göngustíga.

Innan hverfa er lögð áhersla á að stytta leiðir allra íbúa að skólum, leiksvæðum og þjónustu. Einnig eru stígar á milli bæjarhluta og á útivistarsvæðum. Stígakerfið bíður upp á góðar samgöngur fyrir gangandi, hjólandi og reiðmenn. Stígakerfið er tengt við stígakerfi annarra sveitafélaga. 

Helstu leiðir eru innan vetrarþjónustu Þjónustumiðstöðvar og þar af leiðandi hálkuvarðar og snjóhreinsaðar.

Hægt er að nálgast upplýsingar um notkun stíga við Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarveg hér.

Síðast uppfært 13. janúar 2020