Kópavogsgöngur

Hér er að finna safn gönguleiða í landi Kópavogsbæjar. Stefnt er að því að bæta stöðugt við nýjum gönguleiðum til að auka fjölbreytileika og tækifæri sem flesta að njóta gönguferða í landi Kópavogsbæjar. Þessar leiðir eru ekki stikaðar en hverri gönguleið fylgir tengill á forritið Wikiloc sem gerir það kleift að fylgja hverri leið á snjallsímanum eða hlaða niður GPX skrá og færa yfir á GPS tæki. Á Wikiloc síðu gönguleiðanna er bent á athyglisverða stað og fróðleik. Wikiloc forritið má nálgast í app store eða play store.

Ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna við gönguleiðirnar svo sem vegalengd, áætlaðan göngutíma og hækkun á gönguleið. Þá eru gönguleiðirnar flokkaðar eftir erfiðleikastigi í létt, miðlungs og krefjandi. Mikilvægast er þó að undirbúa sig vel, fylgjast með veðurspám og aðstæðum og muna að það er alltaf hægt að fara leiðina á öðrum tíma ef aðstæður eru erfiðar.

Loks er minnt á góða umgengni við umhverfið og að taka upp rusl ef þið sjáið á leið ykkar. Hægt er að koma ábendingum varðandi gönguleiðirnar eða annað tengt þeim á tölvupóstfangið gonguleidir(hjá)kopavogur.is

Fossvogsdalur

Guðmundarlundur – Elliðavatn hringur

Himnastiginn, Víghóll og Heljarslóð

Kópavogsdalur og Kópavogstún

Langleiðin: Bláfjallahryggur endilangur og Vífilsfell

Selfjall og Sandfell

Stóra-Kóngsfell, Drottning og Eldborg

Umhverfis Linda- og Salahverfi

Vífilsfell