Aðalskipulag

Aðalskipulag er skipulagsáætlun fyrir sveitarfélög þar sem fram kemur stefna sveitarstjórnar um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar á minnst 12 ára tímabili.

Nýtt Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 var samþykkt í bæjarstjórn 26. nóvember 2013 og staðfest þann 24. febrúar 2014.

Í aðalskipulaginu er lagður grundvöllur fyrir gerð deiliskipulags.

  • Framsetning aðalskipulags

    Aðalskipulagið er sett fram í greinargerð og uppdráttum. Greinargerðin samanstendur af sjö meginköflum. Þar er nánari útlistun á stefnumörkun bæjarfélagsins um landnotkun og sjálfbæra þróun til ársins 2024. Einnig fylgir tillögunni þéttbýlisuppdráttur fyrir heimalandið og sveitarfélagsuppdráttur fyrir upplandið. Í viðaukum greinargerðarinnar eru umhverfisskýrsla, Staðardagskrá 21, yfirlit yfir þær breytingar sem gerðar voru á aðalskipulaginu sem gilti 2000-2012 svo og yfirlit yfir niðurstöður íbúafunda.

Síma og viðtalstími

Skrifstofa skipulagsstjóra
Símatími frá kl. 10 - 11 mánudaga - fimmtudaga í síma 441 0000
Viðtalstími kl. 11 - 12 mánudaga - fimmtudaga á Digranesvegi 1

Síðast uppfært 19. nóvember 2018