Hirðing á heimilisúrgang og endurvinnsla

Innleiðing á nýju flokkunarkerfi mun hefjast upp úr miðjum maí 2023 og ljúka í lok júlí ef allt gengur að óskum. Breytingar á flokkun og útdeiling á nýjum tunnum mun verða kynnt betur þegar nær dregur.

                                                              Flokkum í Kópavogi

Breytingar á lögum um meðhöndlum úrgangs sem samþykktar voru á Alþingi í júlí 2021 innifelur að skylt verður að safna við öll heimili lífrænum eldhúsúrgangi, plasti, og pappír og pappa.

Þá verður einnig skylt að safna textíl, málmum og gleri í nærumhverfi íbúa á grenndargámastöðvum sem verða fjölgað og aðgengi og útlit bætt frá því sem nú er.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru samstíga í taka upp nýtt samrænt flokkunarkerfi á heimilisúrgangi þannig að flokkun úrgangs mun verða eins við öll heimili á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrir nánari og ítarlegri upplýsingar er bent á samræmdan upplýsingavef sveitarfélaganna og Sorpu á vefslóðinni www.flokkum.is

                                                               Hagsmunamálið

Innleiðing á nýju flokkunarkerfi mun hefjast upp úr miðjum maí 2023 og ljúka í lok júlí ef allt gengur að óskum. Breytingar á flokkun og útdeiling á nýjum tunnum mun verða kynnt betur þegar nær dregur.

                                                                Svartholið

  • Tvískipta tunnan

    Í tvískiptu tunnuna fara matarleifar í minna hólfið. Matarleifum verður safnað í bréfpoka sem brotna auðveldlega niður og festast ekki í vélbúnaði móttökustöðvar. Íbúar fá úthlutað bréfpokum til að tryggja söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi. Einnig fá íbúar ílát til að safna lífrænum úrgangi inn á heimilum.

    Í stærra hólfið fer allur úrgangur sem ekki er endurvinnanlegur svo sem bleyjur, dömubindi, blautklútar, ryksugupokar, tannburstar o.s.frv.

  • Endurvinnslutunnan (bláa tunnan) verður pappatunna

    Bláa tunnan mun breytast í tunnu fyrir pappa og pappír. Í tunnuna fer hreinn pappi og pappír þar á meðal talið drykkjarfernur (tappi má vera með) brúsar, drykkjarrör, dagblöð, eggjabakkar, pappírsumbúðir og pítsukassar. Góð regla er að rífa stærri pappaumbúðir niður til að spara pláss og styrkja fingur.

  • Orkutunnan (gráa tunnan) verður plasttunna

    Gráa tunnan mun breytast í tunnu fyrir plast og plastumbúðir. Í tunnuna fer mjúkt og hart plast svo sem ýmiskonar plastumbúðir af matvöru, plastfilma, plastpokar, brúsar, plastdósir af unnum mjólkurvörum o.s.frv.

    Athugið að mikilvægt er að skola umbúðir áður en þær eru settar í endurvinnslutunnuna því óhreinar umbúðir eru óhæfar til endurvinnslu.

  • Tæmingar á tunnum

    Íslenska gámafélagið sinnir tæmingu á bæði orku- og endurvinnslutunnum fyrir Kópavogsbæ. Almennt eru tunnurnar tæmdar á 14 daga fresti. Sorphirðudagatal má sjá í tengdum skjölum hér til hliðar á síðunni.

    Samkvæmt gr. 6.12.18 í byggingarreglugerð skal sorptunnum vera komið fyrir í sorpgerði eða sorpskýli. Aðgengi að sorpskýli skal vera án hindrana þannig að tæming geti farið fram án vandkvæða. Á vetrum ber húseigendum að hreinsa snjó frá sorpgeymslum og þeirri leið sem flytja þarf sorpílát um innan lóðar. Ef aðgengi að sorpskýlum eða sorpgeymslum er hindrað, eru tunnurnar ekki tæmdar.

  • Grenndargámar og endurvinnslustöðvar

    Hér getur þú nágast grenndargáma í Kópavogi eru og staðsetningu þeirra . Breytingar verða gerðar á grenndargámastöðvum og þeim fjölgað á komandi misserum. Í grenndargáma verður hægt að losa sig við gler, málma, skilagjaldsskyldar umbúðir, fatnað og annað textílefni, pappa og plast. Athugið að fatnaður og annað textíl efni á ekki að fara í tunnur við heimili.

    Á endurvinnslustöðvar er hægt að losa sig við annan úrgang sem til fellur á heimilinu og sem ekki má setja í tunnur eða á grenndargámastöðvar. Nánari upplýsingar um endurvinnslustöðvar eru á heimasíðu SORPU

  • Djúpgámar

    Færst hefur í vöxt að komið sé fyrir djúpgámum utan við fjölbýli eða stofnanir sem leysa af hólmi hinar hefðbundnu sorpgeymslur eða sorpgerði. Djúpgámar eru niðurgrafnar sorpgeymslur þar sem úrgangi er fleygt inn um toppstykkið sem líkist oftast hefðbundinni rusla- eða flokkunartunnu. Flokkun í djúpgáma er á sama hátt og í hefðbundnar tunnur, eða annarsvegar endurvinnsluefni, pappír og plast, og hinsvegar almennt sorp í orkutunnur. Í djúpgámum eru skynjarar sem segja til um fyllingarhlutfall gámsins og er hann einungis tæmdur þegar hann er fullur eða við að verða fullur – hefðbundin sorphirðudagatöl eiga því ekki við um djúpgáma.

    Þar sem til staðar eru fjórir eða fleiri djúpgámar verður hverjum og einum breytt í samræmi við flokkunarreglur við heimili. Þar sem færri en fjórir djúpgámar eru mun Kópavogsbær hafa samband við húsfélag varðandi breytingar á gámum.

  • Spurt og svarað

    „Hvar sæki ég um nýja sorptunnu?“

    Ef endurnýja þarf eða fá nýja tunnu fyrir úrgang svo sem við nýbyggingar eða gerðar hafa verið breytingar á eldra húsnæði skal senda beiðni þess lútandi á ábendingarvef Kópavogs.

    Tunnan mín er skemmd, eða hún skilaði sér ekki eftir tæmingu, hvað geri ég?“

    Sorptunnurnar eru eign Kópavogsbæjar en það er á ábyrgð húseiganda að sjá til þess að umgengni um tunnurnar sé á þann veginn að þau verði ekki fyrir óþarfa hnjaski eða skemmdum. Ef hægt er að rekja tjón á íláti til slæmrar umgengni kann íbúi að þurfa að greiða fyrir endurnýjun þess.

    Hafa skal samband við Þjónustumiðstöð í síma 441 9000 til að tilkynna um skemmt sorpílát eða ef það hefur ekki skilað sér til baka eftir að það var tæmt.

    „Hvað geri ég við lyf og lyfjaumbúðir?“

    Öruggasta leiðin til að losa sig við gömul lyf og lyf sem er ekki lengur þörf fyrir er að skila þeim í apótek til eyðingar. Ekki má henda lyfjum í rusl, vask eða klósett vegna umhverfisáhrifa.

    Þeim hluta umbúðanna sem lyfin hafa snert þ.e. innri umbúðir skal einnig skila til apóteka til eyðingar en ytri umbúðir, svo sem pappakarton eða plastkassar skal flokka eins og annað sorp.

    Sprautum og sprautunálum skal skilað í apótek í lokuðum ílátum til að koma í veg fyrir að starfsmenn skaði sig á oddhvössum hlutum. Hægt er að fá sérstök nálabox í apótekum.

    „Hvar set ég jólapappír?“

    Allur jólapappír skal fara í endurvinnslutunnuna en límbönd og gjafaborðar eru ekki tæk til endurvinnslu og fara því orkutunnuna.

    „Hvernig er hægt að vita hvort umbúðir eru plast, pappír eða ál?“

    Meginreglan er sú, að plast sléttir aftur úr sér eftir að það er krumpað, ál helst hins vegar krumpað. Pappír má auðveldlega rífa. Hins vegar getur verið að um blandaðar umbúðir sé að ræða sem ekki er hægt að aðgreina auðveldlega í plast, pappa eða ál.

    Mjólkurfernur og djúsfernur eru endurvinnanlegar þar sem til er sérgreindur endurvinnsluferill fyrir þær. Ekki þarf að rífa plasttappa eða álfilmur frá.

    „Hvað á ég að gera við kertaafganga?“

    Flestallar endurvinnslustöðvar taka við kertaafgöngum og koma þeim í endurvinnslu.

    „Þarf að taka merkimiða af plastumbúðunum áður en þær eru settar í endurvinnslutunnuna?“

    Nei, það þarf ekki að taka merkimiðana af plastumbúðunum

  • Endurvinnsla

    Efni úr endurvinnslutunnunni er flokkað, baggað og sent til endurvinnslufyrirtækja í Evrópu.

    Plastumbúðir fara til Svíþjóðar þar sem því er flokkað eftir plasttegundum og hakkað og síðan selt til plastfyrirtækja sem framleiða nýjar vörur úr plastinu. Það plast sem ekki er endurvinnanlegt af einhverjum ástæðum fer til orkuvinnslu þar sem orkan úr plastinu er nýtt til raforkuframleiðslu og hitunar. Árið 2019 fóru um 75% af umbúðunum til efnislegrar endurvinnslu en 25% fóru til orku- og hitavinnslu.

    Pappír fer til hráefnisheildsala í Hollandi þar sem hann er flokkaður og endurunninn hjá viðskiptavinum heildsalans. Ekki er teljandi rýrnun á pappírsflokkunum við flokkun og því fer allt hráefnið til endurvinnslu sem árið 2019 var rétt tæplega eitt og hálft tonn.

    Ekkert af því sem fer í endurvinnslutunnurnar í Kópavogi fer því til urðunar. Stærsti hluti hráefnisins er nýttur í efnislega endurvinnslu en sá hluti sem ekki er endurvinnsluhæfur fer í að framleiða hita og rafmagn fyrir frændur okkar í Skandinavíu.

Síðast uppfært 30. mars 2023