Sorp og endurvinnsla

Kópavogsbær hirðir sorp á einkalóðum, almennt rusl, pappír og plast. Grenndargámar eru á 12 stöðum í bænum ásamt endurvinnslustöð Sorpu við Dalveg.

Stefna bæjarins er að sorphirða frá íbúum sé með þeim hætti sem best getur talist á höfuðborgarsvæðinu. Öll heimili í Kópavogi eiga að vera með tvær tunnur, annars vegar bláa tunnu fyrir plast og pappír og hins vegar gráa tunnu (orkutunna) fyrir almennt sorp.

 Grenndargáma í Kópavogi og staðsetningu þeirra má sjá hér.

 • Spurt og svarað

  Hver sér um sorphirðu í Kópavogi?

  Íslenska gámafélagið sér um sorphirðu í Kópavogi og má nálgast sorphirðudagatal hér til hliðar. Einnig er alltaf hægt að fara með sorp frá heimilum í grendargáma eða á endurvinnslustöðvar Sorpu og er einn af þeim við Dalveg í Kópavogi.

  Hvar fæ ég nýja sorptunnu?

  Ef endurnýja þarf eða fá nýja tunnu fyrir sorp eða endurvinnanlegan úrgang er hægt að hafa samband við Þjónustumiðstöð í símar 441 9000.

  Hvar eru grendarstöðvar?

  Hægt er að nálgast upplýsingar um allar grenndarstöðvar í Kópavogi hér á vef SORPU.

 • Bláa tunnan

  Það sem má fara í bláu tunnurnar er: Sléttur pappi og karton, til dæmis utan af skyndiréttum og kexi, bylgjupappi til dæmis pappakassar, dagblöð, fernur, eggjabakkar, skrifstofupappír, mjúkt plast, til dæmis plastfilma og hart plast til dæmis hreinsiefnabrúsar og skyrdósir.

  Allir flokkarnir mega fara beint í tunnuna, þeir eru síðan flokkaðir í sundur þegar komið er með þá á flokkunarstöð.

  Hér má sjá leiðbeiningar hvað má og hvað má ekki fara í bláu tunnuna.

 • Endurvinnsla

  Plast: Plastumbúðir eru baggaðar og sendar í gámi til Swerec í Svíþjóð, sem er eitt stærsta og fullkomnasta plastendurvinnslufyrirtæki í Evrópu. Plastið er flokkað þvegið og hakkað og síðan selt til plastfyrirtækja sem framleiða nýjar vörur úr plastinu. Það plast sem ekki er endurvinnanlegt af einhverjum ástæðum fer til orkuvinnslu þar sem orkan úr plastinu er nýtt til hitunar eða raforkuframleiðslu. Þannig er tryggt að allar þær plastumbúðir sem við setjum í tunnuna eru nýttar á einn eða annan hátt til endurvinnslu en enda ekki í urðun hvar þær geta legið í hundruð ár án þess að brotna niður.

  Pappír: Pappír er fluttur utan til endurvinnslu. Þar er hann flokkaður, endurunninn eins og hægt er en afgangur nýttur til hitunar eða raforkuframleiðslu.

 • Gráa tunnan (orkutunna)

  Orkutunnan er gamla gráa tunnan. Í hana má setja allan heimilisúrgang og málma í lausu.

  Engar rafhlöður, spilliefni eða raftæki mega fara í tunnurnar. Þeim skal skilað á næstu endurvinnslustöð.

Síðast uppfært 13. janúar 2020