„Hvar sæki ég um nýja sorptunnu?“
Ef endurnýja þarf eða fá nýja tunnu fyrir úrgang svo sem við nýbyggingar eða gerðar hafa verið breytingar á eldra húsnæði skal senda beiðni þess lútandi á ábendingarvef Kópavogs.
„Tunnan mín er skemmd, eða hún skilaði sér ekki eftir tæmingu, hvað geri ég?“
Sorptunnurnar eru eign Kópavogsbæjar en það er á ábyrgð húseiganda að sjá til þess að umgengni um tunnurnar sé á þann veginn að þau verði ekki fyrir óþarfa hnjaski eða skemmdum. Ef hægt er að rekja tjón á íláti til slæmrar umgengni kann íbúi að þurfa að greiða fyrir endurnýjun þess.
Hafa skal samband við Þjónustumiðstöð í síma 441 9000 til að tilkynna um skemmt sorpílát eða ef það hefur ekki skilað sér til baka eftir að það var tæmt.
„Hvað geri ég við lyf og lyfjaumbúðir?“
Öruggasta leiðin til að losa sig við gömul lyf og lyf sem er ekki lengur þörf fyrir er að skila þeim í apótek til eyðingar. Ekki má henda lyfjum í rusl, vask eða klósett vegna umhverfisáhrifa.
Þeim hluta umbúðanna sem lyfin hafa snert þ.e. innri umbúðir skal einnig skila til apóteka til eyðingar en ytri umbúðir, svo sem pappakarton eða plastkassar skal flokka eins og annað sorp.
Sprautum og sprautunálum skal skilað í apótek í lokuðum ílátum til að koma í veg fyrir að starfsmenn skaði sig á oddhvössum hlutum. Hægt er að fá sérstök nálabox í apótekum.
„Hvar set ég jólapappír?“
Allur jólapappír skal fara í endurvinnslutunnuna en límbönd og gjafaborðar eru ekki tæk til endurvinnslu og fara því orkutunnuna.
„Hvernig er hægt að vita hvort umbúðir eru plast, pappír eða ál?“
Meginreglan er sú, að plast sléttir aftur úr sér eftir að það er krumpað, ál helst hins vegar krumpað. Pappír má auðveldlega rífa. Hins vegar getur verið að um blandaðar umbúðir sé að ræða sem ekki er hægt að aðgreina auðveldlega í plast, pappa eða ál.
Mjólkurfernur og djúsfernur eru endurvinnanlegar þar sem til er sérgreindur endurvinnsluferill fyrir þær. Ekki þarf að rífa plasttappa eða álfilmur frá.
„Hvað á ég að gera við kertaafganga?“
Flestallar endurvinnslustöðvar taka við kertaafgöngum og koma þeim í endurvinnslu.
„Þarf að taka merkimiða af plastumbúðunum áður en þær eru settar í endurvinnslutunnuna?“
Nei, það þarf ekki að taka merkimiðana af plastumbúðunum