Frístundaklúbburinn Hrafninn

Frístundaklúbburinn Hrafninn við Skálaheiði 2 (Digranesið) er frístundaklúbbur fyrir börn með fötlun.

Frístundaklúbburinn Hrafninn er til húsa við Skálaheiði 2 (Digranesið), sími 441 9381 eða 897 0013. Hrafninn er fyrir börn með fötlun í  5. til 10. bekk við grunnskóla Kópavogs og eiga lögheimili í Kópavogi. 

Í frístundaklúbbnum gefst börnunum tækifæri til að dvelja við leik og skapandi störf eftir að skólastarfi lýkur. Starfsemi Hrafnsins fellur undir lög um málefni fatlaðra.

Markmið frístundaklúbbsins er að veita börnum sem þar dvelja öruggt athvarf og bjóða þeim upp á skipulagðar tómstundir við hæfi hvers og eins.  Leiðarljós starfseminnar eru fagleg vinnubrögð, foreldrasamstarf og virðing fyrir einstaklingunum, aðstandendum þeirra og öðru starfsfólki.

  • Opnunartími yfir vetrarmánuði

    Frístundaklúbburinn hefst í lok skóladags og lýkur kl. 17:00 alla virka daga.
    Opið er í vetrarfríum, jóla - og páskaleyfi og á starfsdögum grunnskólanna frá 8:00 til 17:00. 

  • Starfsemin á sumrin

    Yfir sumartímann er boðið upp á 6 vikna námskeið frá kl. 09:00 til 16:00 virka daga auk gæslu frá kl. 08:00 - 09:00 og 16:00 - 17:00. 
    Unglingum í Hrafninum býðst vinna við hæfi við Vinnuskóla Kópavogs.

  • Akstursþjónusta

    Boðið er upp á akstur frá heimaskóla barnanna í frístundaklúbbinn á starfstíma grunnskólanna.

  • Nánari upplýsingar

    Forstöðumaður Frístundaklúbbsins Hrafnsins er Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sími  441 9381 eða 897 0013.

  • Gjaldskrá frístundaklúbbsins Hrafnsins

    Prenta gjaldskrá

    Gjaldskrá tekur gildi 1. janúar 2024

    Gjaldskrá
    Verð kr.
    Gjald fyrir hverja klukkustund
    270 kr.
    Síðdegishressing
    169 kr. á dag
    Dagopnun
    Léttur morgunverður
    171 kr. á dag
    Léttur hádegismatur
    345 kr. á dag
Síðast uppfært 08. janúar 2024