Vatnsveita

Frá árinu 2007 hefur Kópavogsbær verið með í notkun sitt eigið vatnsból í Vatnsendakrikum í Heiðmörk en það sama ár var einnig gerður samningur við Garðabæ um vatnsöflun næstu 40 ár.

Vatnið kemur úr fjórum borholum sem vatni er dælt úr og um stofnlagnir, dreifikerfi og heimæðar til íbúa í Kópavogi og Garðabæ. 

Vatnsveita Kópavogs annast rekstur og viðhald á dreifikerfi neysluvatns í Kópavog. Á meðal hefðbundinna starfa vatnsveitunnar er m.a. lekaleit og lekaviðgerðir, nýlagnir og endurnýjun á heimtaugum og stofnlögnum og vöktun á vatnabúskap dreifikerfisins, miðlunartanka og brunnsvæðis.

 Starfsemi vatnsveitunnar uppfyllir skilyrði matvælareglugerðar og er vatnsveitan með virkt innra eftirlit og starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs. 

Vatnsveita Kópavogs deilir húsnæði með Þjónustumiðstöð Kópavogs og hægt er að hafa samband við hana í síma 441 9000. Neyðarsími Vatnsveitu Kópavogs er 840 2690 og er þessi sími aðeins virkur utan opnunartíma og sinnir aðeins neyðartilvikum. Hægt er að senda tölvupóst á vvk(hjá)kopavogur.is

 

Síðast uppfært 25. mars 2021