Skammtímavistun

Skammtímavistun er ætlað að veita fötluðum börnum og ungmennum tímabundna dvöl til tilbreytingar eða til að létta álagi af aðstandendum.

Þörf fyrir þjónustu er metin út frá aðstæðum einstaklingsins og fjölskyldunnar. Við matið er horft til fötlunar og þörf einstaklingsins fyrir aðstoð, sem og félagslegra aðstæðna fjölskyldunnar.

Skammtímavistun er því ýmist reglubundin eða veitt til ákveðins tíma og er dvalartíminn breytilegur eftir aðstæðum hvers og eins.

Síðast uppfært 07. janúar 2020