Sérdeildir - sérskólar - skólaakstur

Í Kópavogi eru starfrækt sérúrræði sem taka mið af þörfum nemenda. Foreldrar geta sótt um telji þeir að úrræðin geti mætt þörfum barna þeirra. 

Í stefnu Kópavogsbæjar um stuðning við nemendur er lögð áhersla á að allir fái nám við hæfi og fjölbreyttar leiðir til náms. Ef þarfir nemenda eru þess eðlis að erfitt að mæta þeim í almennu skólaúrræði geta foreldrar sótt um skólavist fyrir barn í sérdeild eða sérskóla.

Sérúrræðin sem starfrækt eru við grunnskóla Kópavogs eru tímabundin lausn fyrir nemendur.  Ávalt er leitast við að viðkomandi nemandi fái kennslu í sínum bekk eins mikið og kostur er.

Reglulega er metið hvort nemandi hafi áframhaldandi þörf fyrir sérúrræðið eða hvort hann verði útskrifaður úr því. Gerð er nánari grein fyrir sérúrræðum í sérstökum starfsreglum. Nemendum, sem stunda nám utan skólahverfis í sérdeildum eða námsveri, stendur til boða skólaakstur. Sjá nánar reglur um akstur fatlaðra.

 

 • Sérdeildir

  Í Kópavogi eru starfsrækar sérdeildir til að mæta mismunandi þörfum nemenda en nemendur þar fá eins mikla kennslu með sínum árgangi og kostur er. Starfsreglur sérdeilda

 • Sérskólar

  Ef þarfir barns eru þess eðlis að erfitt er að mæta þeim í almennum grunnskóla geta foreldrar sótt um skólavist fyrir barn sitt í sérskóla. Sjá nánari upplýsingar um. Um er að ræða 3 skóla, KlettaskólaBrúarskóla og Arnarskóla
  Sjá nánari upplýsingar um skólana á heimasíðum þeirra.

 • Skólaakstur

  Foreldrar grunnskólabarna  sem uppfylla viðmið í reglum um akstursþjónustu fatlaðra að 16 ára aldri geta sótt um akstur til og frá skóla,  í tómstundaúrræði utan skólans,í tal-, sjúkra- og iðjuþjálfun á skólatíma og á námskeið yfir sumarið.

 • Námsver fyrir nemendur í 5.-10. bekk Kópavogsskóla

  Hlutverk námsversins er að veita nemendum með þroskafrávik og/eða annan fjölþættan námsvanda kennslu við hæfi.

  Sjá nánar starfsreglur Námsvers í Kópavogsskóla.

 • Smiðja fyrir nemendur í 8.-10. bekk Snælandsskóla

  Hlutverk smiðjunnar er að veita nemendum með þroskafrávik og/eða annan fjölþættan námsvanda kennslu við hæfi hvers og eins.

  Sjá nánar starfsreglur Smiðju í Snælandsskóla.

 • Sérdeild fyrir nemendur með einhverfu í Álfhólsskóla

  Hlutverk deildarinnar er að veita nemendum sem þar eru kennslu við hæfi hvers og eins.

  Sjá nánar starfsreglur einhverfudeildar í Álfhólsskóla.

Síðast uppfært 07. janúar 2021