Kópavogshreppur var stofnaður árið 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900.
- Íbúar
- Börn og ungmenni
- Íþróttir & útivist
- Velferð
- Þjónusta
- Skipulagsmál
- Byggingarmál
- Samgöngur
- Umhverfi
- Menning
- Íbúaverkefni
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- þjónustugátt
Á hverju ári efnir lista- og menningarráð Kópavogsbæjar til ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör.
Veitt eru vegleg verðlaun og verðlaunaskáldið fær til varðveislu, í eitt ár, göngustaf Jóns heitins úr Vör sem á er festur skjöldur með nafni þess.
Þriggja manna dómnefnd velur úr ljóðum sem berast samkeppninni.
Öllum skáldum er velkomið að senda ljóð í keppnina. Þau mega ekki hafa birst áður. Ljóðum skal skilað með dulnefni og skal nafn, heimili og sími skáldsins fylgja með í lokuðu umslagi auðkennt með sama dulnefni. Aðeins má senda eitt ljóð, sem þó skal afhendast í fjórriti, í hverju umslagi.
Skilafrestur er til og með 6. desember 2019 og utanáskriftin er:
„Ljóðstafur Jóns úr Vör“
Menningarhúsin í Kópavogi
Digranesvegi 1, 200 Kópavogur
Afhending verðlaunanna fer fram þriðjudagurinn 21. janúar 2020 við hátíðlega afthöfn í Salnum.
Eftirtalin skáld hafa hlotið Ljóðstafinn.
2018
Sindri Freysson: Kínversk stúlka les uppi á jökli
2017
Ásta Fanney Sigurðardóttir: Silkileið nr. 17
2016
Dagur Hjartarson: Haustlægð
2015
Ljóðstafur ekki veittur
2014
Anton Helgi Jónsson: Horfurnar um miðja vikuna
2013
Magnús Sigurðsson: Tungsljós
2012
Hallfríður J. Ragnheiðardóttir: Triptych
2011
Steinunn Helgadóttir: Kaf
2010
Gerður Kristný: Strandir
2009
Anton Helgi Jónsson: Einsöngur án undirleiks
2008
Jónína Leósdóttir: Miðbæjarmynd
2007
Guðrún Hannesdóttir: Offors
2006
Óskar Árni Óskarsson: Í bláu myrkri
2005
Linda Vilhjálmsdóttir: Niður
2004
Hjörtur Marteinsson: Hvorki hér né ...
2003
Ljóðstafur ekki veittur
2002
Hjörtur Pálsson: Nótt frá Svignaskarði