Íbúafjöldi í Kópavogi þann 1. ágúst 2023 var 40.288 íbúar.
- Íbúar
- Börn og ungmenni
- Íþróttir & útivist
- Velferð
- Þjónusta
- Skipulagsmál
- Byggingarmál
- Samgöngur
- Umhverfi
- Menning
- Íbúaverkefni
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- þjónustugátt
- Ábendingar
Virkni og Vellíðan er verkefni sem miðar að heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi.
Þátttakendur í verkefninu Virkni og Vellíðan fá tækifæri á því að stunda hreyfingu í því félagi sem stendur næst heimili þeirra í Kópavogi. Okkar helsta markmið er það að stuðla að bættri líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu bæjarbúa í Kópavogi og stuða jafnframt að farsælli öldrun.
Verkefnið er á vegum Kópavogsbæjar í samstarfi við íþróttafélögin þrjú, Breiðablik, Gerplu og HK.
Fyrirkomulag Virkni og Vellíðan miðast við hópþjálfun undir handleiðslu þjálfara 2-3x í viku í um 45 mínútur í senn. Á æfingum er lögð áhersla á fjölbreytta þjálfun og er það í samræmi við það sem rannsóknir hafa sýnt, að fjölþætt þjálfun sem innheldur styrktar-, þol-, liðleika- og jafnvægisæfingar eru æskilegar eldra fólki. Æfingar fara fram innan íþróttahúsanna þriggja Breiðablik, HK og Gerplu. Þjálfarar útbúa 6-8 vikna æfingaráætlun og aðlaga æfingar út frá líkamlegri getu hvers og eins.
Á miðvikudögum eru öðruvísi æfingar í boði fyrir þá sem vilja æfa 3x í viku. Annan hvern miðvikudag bjóðum við upp á æfingar í fimleikasal Gerplu (Íþróttamiðstöð Versölum) en á þeim æfingum er meiri áhersla lögð á liðkunn og teygjuæfingar. Hina miðvikudagana bjóðum við upp á Zumba eða Quigong. Þær æfingar fara fram í Breiðablik (Fífunni) eða HK (Kórnum). Hægt er að sjá stundaskrá fyrir þessar æfingar inni á facebook síðu verkefnisins.
Virkni og Vellíðan leggur einnig áherslu á heilsulæsi hjá þátttakendum og því er reglulega boðið upp á fræðslu fyrirlestra. Þá fáum við til okkar fræðimenn sem flytja fyrir okkur erindi um ýmis málefni á borð við næringu, svefn, geðheilsu og fleira. Á hverri önn stendur Virkni og Vellíðan einnig fyrir félagslegum viðburðum.
Haustönn hefst um miðjan ágúst og stendur til miðjan desember. Vorönn hefst í upphafi janúar og stendur til miðjan júní.
Hvor önn kostar 17.500 kr, eða 3500 kr mánuði.
Hægt er að senda á netfangið virkniogvellidan(hjá)gmail.com ef frekari upplýsingar vantar.
Hægt er að skrá sig í gegnum eftirfarandi hlekk.