Hverfisáætlun

Hverfisáætlun er vísir að gerð deiliskipulags og framkvæmdaáætlun. 

Frá árinu 2014 hefur verði unnið að hverfisáætlunum fyrir hverfin fimm í Kópavogi - Kársnes, Digranes, Smára, Fífuhvamm og Vatnsenda.

Hverfisáætlun hefur ekki sama lögformlega gildi og hverfisskipulag, en í hverfisáætlun kemur fram staða hverfisins og áætlaðar framtíðar verkefni næstu árin. Þar er vísir að framtíðarþróun og leiðir að betri hverfum fyrir íbúa þess og bæjarbúa alla.

Hverfisáætlunin gerir grein fyrir sögu og uppbyggingu hverfisins ásamt því að lýsa byggðarmynstri, náttúrulegu umhverfi, yfirbragði byggðarinnar og samgöngumannvirkjum.

Hlutverk hverfisáætlana er einnig að setja fram nánari skilgreiningar og ákvæði fyrir hverfin og afmarka einstaka götumyndir sem ástæða þykir að varðveita og vernda sérstaklega.

Einnig eru tölfræðilegar upplýsingar, þjónusta fyrir íbúa og ýmsar aðrar áhugaverðar staðreyndir teknar saman. 

Hverfi Kópavogs Kársnes Smárinn Fífuhvammur Vatnsendi Digranes

 • Um hvað er verkefnið?

  Í verkefninu er áherslan á fólkið/íbúana með sjálfbæra þróun og lýðheilsu að leiðarljósi, þar sem íbúum gefst frekari kostur á að taka þátt í að móta sitt nærumhverfi. Hverfisáætlun er stöðuskýrsla og nokkurskonar tiltektar- og framkvæmdarplan fyrir hvert hverfi.

  Áherslur og leiðarljós hverfisáætlunarinnar um að skapa lýðheilsu- og vistvæn hverfi í góðu samráði við íbúa hverfisins er í samræmi við heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna sem Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að hafa sem yfirmarkmið Kópavogsbæjar. Það er stefna bæjaryfirvalda að auka sjálfbærni og samráð í skipulagsmálum og er hverfisáætlunarvinnan gott dæmi um verkefni sem samræmist heimsmarkmiði nr. 11, um að skapa sjálfbær og aðgengileg samfélög

  Í upphafi þessarar vinnu var útbúinn gátlisti til að leggja mat á gæði byggðar og umhverfi hvers hverfis út frá sjálfbærni og lýðheilsu með áherslu á fólkið, íbúana. 

  Matsþættir gátlistans eru:

  • Samfélagið
  • Athafnir daglegs lífs
  • Efnahagur
  • Manngert umhverfi
  • Náttúrulegt umhverfi
 • Samráð við íbúa

  Áhersla er lögð á samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila í hverju hverfi á meðan hver áætlun er unnin. Mikilvægt er að nýta þá þekkingu sem íbúar hafa á sínu nærumhverfi og fá þá til að taka þátt í verkefninu. Að fá íbúa til að koma skoðun sinni á framfæri, segja frá styrkleikum, veikleikum og tækifærum hvers hverfis. Hvaða svæði íbúar sækja mest, hverju þeir vilja breyta og hvernig þeir sjá framtíðaruppbygging í sínu hverfi. 

  Fundað er með íbúum hvers hverfis þegar vinna hverrar hverfisáætlunar er í vinnslu. Uppsetning funda er með vinnufundarsniði þar sem íbúum gefst tækifæri til að ræða hverfið sitt, staðaranda, framtíðarmöguleika o.fl. 

 • Hvernig eru hverfi Kópavogs?

  Kópavogi er skipt í fimm hverfi; Kársnes, Digranes, Smárinn, Fífuhvammur og Vatnsendi. Hverfisáætlun fyrir hvert hverfi er í vinnslu, hér munu greiningar og hver hverfisáætlun verða birt eftir því sem verkefnið vinnst.

  Kársnes (í vinnslu)

  Digranes (í vinnslu)

  • Greinargerð - Greiningar -Gátlisti

  Smárinn

  Fífuhvammur

  Vatnsendi (vinna ekki hafin)

  • Greinargerð - Greiningar - Gátlisti
 • Hvernig kem ég ábendingum á framfæri?

  Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að senda inn ábendingar er varða hverfi Kópavogs, ábendingar geta m.a.  varðað stígakerfi bæjarins, opin svæði, sorp eða önnur mál sem brenna á íbúum.  Ábendingar er hægt að senda í gegnum ábendingakerfi bæjarins  og einnig er hægt að senda tölvupóst á póstfangið skipulag(hjá)kopavogur.is

Síðast uppfært 26. febrúar 2021