
Íþróttahúsið Kórinn er eitt glæsilegasta fjölnota íþróttahús landsins. Í húsinu eru höfuðstöðvar HK sem er eitt af stærstu íþróttafélögum landins og rekur þar m.a. knattspyrnudeild í glæsilegri knattspyrnuhöll, handknattleiksdeild, borðtennisdeild og fjölmargt annað. Í húsinu hafa verið leiknir landsleikir í knattspyrnu bæði karla og kvenna. Húsið hefur ekki eingöngu verið notað sem íþróttahús því í húsinu hafa tveir af stærstu tónlistarmönnum heimsins troðið upp, þeir Justin Timberlake (2014) og Justin Bieber (2016). Tónleikar Justin Bieber eru fjölmennustu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi, eða um 18.000 manns.