Vatnsendi (Kórar og Hvörf)

Vatnsendasvæðið afmarkast af Arnanesvegi í suðri og bæjarmörkum við Reykjavík og Garðabæ.

Hverfi Kópavogs Digranes Fifuhvammur Kársnes Smárinn Vatnsendi

Eins og allsstaðar í Kópavogi eru falleg og skemmtileg svæði í efri byggðum Kópavogs sem gaman er að fara um.

 • Íþróttahúsið Kórinn

  Kórinn

  Íþróttahúsið Kórinn er eitt glæsilegasta fjölnota íþróttahús landsins. Í húsinu eru höfuðstöðvar HK sem er eitt af stærstu íþróttafélögum landins og rekur þar m.a. knattspyrnudeild í glæsilegri knattspyrnuhöll, handknattleiksdeild, borðtennisdeild og fjölmargt annað. Í húsinu hafa verið leiknir landsleikir í knattspyrnu bæði karla og kvenna. Húsið hefur ekki eingöngu verið notað sem íþróttahús því í húsinu hafa tveir af stærstu tónlistarmönnum heimsins troðið upp, þeir Justin Timberlake (2014) og Justin Bieber (2016). Tónleikar Justin Bieber eru fjölmennustu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi, eða um 18.000 manns. 

 • Guðmundarlundur

  Guðmundarlundur
  Guðmundarlundur er staður sem allir ættu að geta farið á og notið útiverunnar. Byrjað var að rækta í Guðmundarlundi í kringum 1960 og í dag er þar myndarlegasti skógur. Í lundinum má finna grill fyrir svanga maga, leiksvæði ásamt því sem verið er að byggja félags- og þjónustuhús fyrir Skógræktarfélag Kópavogs. Börn og fullorðnir geta leikið sér og hvílt sig í þessum frábæra skógi sem er í útjaðri Kórahverfis. Í Guðmundarlundi er að finna garð sem tileinkaður er Hermanni Lundholm sem var fyrsti garðyrkjumaðurinn sem ráðinn var til Kópavogsbæjar.
  Hægt er að leigja aðstöðuna í Guðmundarlundi fyrir samkomur með þú að ýta hér.

  Sjá myndavef

 • Rjúpnahæð/Smalaholt

  Golfvöllur

   Við Rjúpnahæð er einn af flottustu golfvöllum landins, GKG. Svæði golfvallarins liggur í Leirdal og að íbúðarbyggðar á Rjúpnahæð. Fyrir ofan golvöllinn er mikið og þétt skógræktarsvæði með skemmtilegum göngustígum upp í byggðina á Rjúpnahæð. Gert er ráð fyrir því að á svæðinu verði nokkur leiksvæði til að fjölskyldur geti notið sín á því skemmtilega svæði sem Rjúpnahæðin er. Við enda Austurkórs er útsýnisskífa og eru fáar henni líkar á höfuðborgarsvæðinu. Útsýni er yfir allt höfuðborgarsvæðið og á fjallahring þess.

 • Elliðavatn

  Elliðavatn
  Gegnum árin hefur Elliðavatn verið einn af vinsælustu útivistarsvæðum höfuðborgarsvæðisins. Hafa veiðimenn nýtt sér svæðið til stangveiða og hefur vatnið oft gefið góðan fisk. Einnig hafa reiðmenn notið þess að fara á hestum sínum umhverfis vatnið sem er einstök náttúruperla í útjaðri Kópavogs.  

  Sjá myndavef

 • Magnúsarlundur

  Magnúsarlundur
  Magnúsarlundur var vígður af leikskólabörnum árið 2010. Lundurinn er vinsæll meðal þeirra og einnig grunnskólabarna til kennslu og leiks. Útikennslusvæði er á svæðinu og gott aðgengi fyrir gangandi. Áður voru á lundinum tvær sumarhúsalóðir og er lundurinn skýrður eftir öðrum eiganda þeirra sumarhúsa,  Magnúsi Sigmundssyni. Lundurinn er öllum opinn og í gegnum hann liggur góður reiðstígur.

Síðast uppfært 13. janúar 2020