Sjálfbærniskýrsla

Sjálfbærniskýrsla Kópavogsbæjar er gefin út árlega samhliða ársreikningi samkvæmt viðmiðum Global Reporting Initiative, GRI.

Stefna Kópavogsbæjar er að tryggja þróun sjálfbærni í sveitarfélaginu og lífsgæði íbúa bæjarins til framtíðar með innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, og veitir sjálfbærniskýrslan innsýn í þá innleiðingu og starfsemi bæjarins í víðara samhengi.

GRI eru alþjóðlega viðurkenndir staðlar um miðlun upplýsinga um samfélagslega ábyrgð sem notaðir eru í yfir 100 löndum.

Síðast uppfært 31. október 2023