Covid-19

Upplýsingar um breytingar á þjónustu vegna Covid-19 faraldursins og mikilvægar tilkynningar. Information about changes in services and important notices. 

Á vefnum covid.is eru upplýsingar fyrir almenning um Covid-19 faraldurinn. Vefurinn er á vegum embættis Landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.  Information in English and Polish on Covid.is.

Covid-19

Nearstjórn Kópavogs

Neyðarstjórn Kópavogs fundar reglulega á meðan neyðarstig almannavarna vegna Covid-19 stendur yfir.  Lögð er áhersla á að tryggja þá starfsemi og þjónustu sem þarf að haldast órofin á öllum stigum viðbragðsáætlunar Kópavogsbæjar.

  • Bæjarskrifstofur Kópavogs

    Vegna COVID-19 verður fyrirkomulagi þjónustu Bæjarskrifstofu Kópavogs breytt frá og með 16.mars.

    Húsnæði Bæjarskrifstofu Kópavogs að Digranesvegi 1 og Hamraborg 8 verður lokað fyrir utanaðkomandi og aðgengi að Fannborg 6, þar sem velferðarsvið er til húsa verður einungis opnað beri brýna nauðsyn til. Samgangur innan bygginganna verður takmarkaður og starfsfólk hvatt til fjarfunda. Hluti starfsfólks vinnur heima og á það við um öll svið stjórnsýslunnar: Mennta-, stjórnsýslu-, umverfis- og velferðarsviðs.

    Lögð er áhersla á að tryggja þá starfsemi og þjónustu sem þarf að haldast órofin á öllum stigum viðbragðsáætlunar Kópavogsbæjar.

    Þjónustuver Kópavogs sinnir símsvörun á sama tíma og áður, mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 8.00-16.00, föstudaga 08.00-15.00.

    Símanúmer Kópavogs er: 4410000, netfang þjónustuvers thjonustuver(hjá)kopavogur.is

    Í þjónustugátt er að finna eyðublöð og umsóknir.

    Hér má finna lista yfir netföng starfsmanna.

  • Kópavogur City Hall and Citizen Service Centre

    The houses of  Kópavogur City Hall and Citizen Service Centre are closed due to the disease Covid-19 and the current response phase in Iceland, Emergency phase.

    Citizen Service Centre is open for telephone calls at office hours, monday-thursday 8am-4pm, friday 8-3pm.

    The telephone number is: 441-0000, email: thjonustuver@kopavogur.is

    In the Service portal there are applications and forms.

    Email of employees

  • Leik- og grunnskólar

    Takmörkun á skólahaldi vegna Covid-19 er í gildi frá 16. mars - 12. apríl 2020.
    Grunnskólar:
    Kennsla verður í hópum með ekki fleiri en 20 nemendum og ekki verður um blöndun hópa að ræða innan skóladagsins. Skólar munu halda úti eins miklu skólastarfi og kennslu og kostur er við þessar aðstæður. Grunnskólar upplýsa forráðamenn um kennslu í hverjum árgangi.
    Leikskólar:
    Gert er ráð fyrir því að halda starfsemi leikskóla gangandi á sem öruggastan hátt með þeim hætti að börn verði í sem minnstum hópum og aðskilin sem mest. Vegna þessa raskast skólastarf í leikskólum og opnunartími getur breyst.
    Leikskólar upplýsa forráðamenn um útfærslu á skólastarfi.

    Nánar: Skólastarf í Kópavogi í samkomubanni

  • Frístundaheimili og félagsmiðstöðvar unglinga

    Frístundaheimili:

    Frístundaheimili verða opin í framhaldi af skóladegi yngstu nemenda en starfsemi er skert.

    Félagsmiðstöðvar:

    Félagsmiðstöðvar unglinga eru lokaðar frá 24.mars. Félagsmiðstöðvarnar og ungmennahús eru að vinna í að koma upp stafrænum opnunum á hefðbundnum opnunartíma félagsmiðstöðvanna. Markmið opnanna er fyrst og fremst að mæta félagsþörf unglinganna. Opnanir eru áfram í formi klúbbastarfs eingöngu með rafrænum hætti. Nokkrar félagsmiðstöðvar eru farnar af stað og hafa þau aðallega verið notast við instagram og google hangouts.

  • Sundlaugar og íþróttamannvirki

    Sundlaugar Kópavogs; Salalaug og Kópavogslaug, verða lokaðar frá og með þriðjudeginum 24. mars vegna samkomubanns með hertum takmörkunum.

    Íþróttahús Kópavogs eru lokuð frá 24. mars vegna samkomubanns með hertum takmörkunum.

    Sama á við um íþróttavelli bæjarins, þeir eru lokaðir.

     

  • Menningarhúsin í Kópavogi

    Menningarhúsin í Kópavogi eru lokuð frá og með þriðjudeginum 24.mars. Menningarhúsin eru Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Salurinn, Gerðarsafn og Héraðsskjalasafn Kópavogs. Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga er viðburðum í Menningarhúsunum streymt klukkan 13.00 á Facebook síðu húsanna .

  • Velferðarsvið

    Aðgengi að húsnæði velferðarsviðs við Fannborg 6 hefur verið takmarkað en starfsemin sem slík er opin og órofin. Starfsmenn hafa verið beðnir um að nýta síma og aðrar snjalllausnir við veitingu þjónustu þar sem því verður við komið í stað þess að taka viðtöl í húsinu. Ef taka þarf viðtöl er gætt að tveggja metra reglu samkomubanns almannavarna og taka viðtalsherbergin mið að því.

    Starfsemi allra deilda velferðarsviðs er órofin og einnig flest þau úrræði sem undir þær heyra. Hér er meðal annars átt við barnavernd, félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, þjónustu við fatlaða, aldraða, börn og fjölskyldur í bænum. Heimaþjónusta og annar stuðningur innan sem utan heimilis er áfram veittur.

    Neyðarstjórn Kópavogs hefur tekið ákvörðun um lokun á starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Það var gert með hliðsjón af neyðarstigi almannavarna.

    Eftirfarandi starfsstöðvum velferðarsviðs hefur verið lokað tímabundið frá og með 9. mars 2020 en þjónustu við þá sem brýnastar hafa þarfir er reynt að mæta með öðrum leiðum.

    -          Dagþjálfun aldraðra í Roðasölum

    -          Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða

    -          Dalvegur, hæfingarstöð

    -          Örvi, vinnustaður

    -          Hrauntunga, skammtímadvöl

  • Heimaþjónusta aldraðra og fatlaðra

    Verkefnum innan heimaþjónustunnar er forgangsraðað hverju sinni í ljósi aðstæðna. Netfang heimaþjónustunnar er heimathjonusta(hjá)kopavogur.is

  • Félagstarf aldraðra

    Neyðarstjórn Kópavogs hefur tekið ákvörðun um lokun á starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Það var gert með hliðsjón af neyðarstigi almannavarna.

    Eftirfarandi félagsmiðstöðvum aldraðra hefur verið lokað tímabundið frá og með 9. mars 2020.

    -          Gjábakki

    -          Gullsmári

    -          Boðinn

  • Sorphirða

    Íslenska gámafélagið sem sér um hirða sorp frá heimilum í Kópavogi vill koma fram eftirfarandi tilmælum á framfæri vegna Covid-19 faraldursins:
    Almennt sorp þarf að vera í vel lokuðum pokum og ekki má yfirfylla tunnur.

    Frá heimilum þar sem smitaður einstaklingur dvelur þarf sérstaklega að gæta þess að allt sorp sé í vel lokuðu pokum. Hááhættu sorp svo sem snýtibréf skulu vera í vel lokuðum, órifnum og þéttum pokum og fara í gráu tunnuna fyrir almennt sorp. 

    Umfram sorpi sem ekki kemst í tunnur, þurfa íbúar að skila á endurvinnslustöðvar.

    Íbúar í eru vinsamlegast beðnir um að virða þessi tilmæli til að koma í veg fyrir að sorphirðustarfsfólk smitist síður og til að draga úr líkum á að sorphirða í bæjarfélaginu raskist sökum faraldursins.

  • Fréttir og tilkynningar - mars

  • Fréttir og tilkynningar - febrúar og janúar

Síðast uppfært 25. mars 2020