Frístund í grunnskólum

Frístund í grunnskólum starfar við alla grunnskóla bæjarins og stendur til boða fyrir öll börn í 1. - 4. bekk. 

Frístund er valkostur þar sem börn dvelja við leik og skapandi starf eftir að skóla lýkur í umsjá starfsfólks.

 • Opnunartími

  Opnunartími er frá því að skóladegi lýkur og til kl. 17:00.  Boðið er upp á dagaval og hægt er að velja mismunandi langan dvalartíma.

  Frístund er opin alla daga sem grunnskólar starfa og einnig allan daginn á þremur af fimm skipulagsdögum skólanna sem eru á skólatíma. Frístundir fá tvo skipulagsdaga á skólaárinu, einn á hvorri önn, í þeim tilgangi að skipuleggja faglegt starf með börnunum og sinna þjálfun og fræðslu frístundaleiðbeinenda.

  Opið er alla virka daga í kringum jól og páska en lokað á Þorláksmessu, aðfangadag og gamlársdag

  Frístund er ekki opin í vetrarfríum skólanna og lokað er á skólasetningardegi.

 • Hvar er sótt um þjónustuna?

  Umsókn um frístund er í gegnum þjónustugáttina.

  Dvalar- og matargjöld eru innheimt fyrirfram í upphafi hvers mánaðar.

 • Gjaldskrá frístundar

  Prenta gjaldskrá

  Umsóknir um frístund fara eingöngu fram í þjónustugátt
  Frestur til þess að sækja um , breyta eða segja upp áskrift og sækja um afslátt er til 20. hvers mánaðar. Breytingar taka gildi frá og með næstu mánaðarmótum á eftir. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.

  Frístund

  Gildir frá janúar 2019

  Dvalarstundir
  Almennt gjald
  Annað barn með systkinaafsl.
  Þriðja barn með systkinaafsl.
  Fjórða barn með systkinaafsl.
  Allt að 20 klst á mán
  7.747 kr.
  5.423 kr.
  1.936kr.
  -
  21-40 klst á mán
  13.560 kr.
  9.492 kr.
  3.390 kr.
  -
  41-60 klst á mán
  18.081 kr.
  12.656 kr.
  4.520 kr.
  -
  61-80 klst á mán
  21.309 kr.
  14.915 kr.
  5.327 kr.
  -
  Matargjald á dag
  144 kr.
  144 kr.
  144 kr.
  144 kr.

  Lægra gjald greiða einstæðir foreldrar, öryrkjar (75% örorka eða meira) og námsmenn (báðir foreldrar í námi)

  Dvalarstundir
  Lægra gjald
  Annað barn með systkinaafsl.
  Þriðja barn með systkinaafsl.
  Fjórða barn með systkinaafsl.
  Allt að 20 klst á mán
  5.423 kr.
  3.795 kr.
  1.355 kr.
  -
  21-40 klst á mán
  9.493 kr.
  6.644 kr.
  2.373 kr.
  -
  41-60 klst á mán
  12.656 kr.
  8.859 kr.
  3.164 kr.
  -
  61-80 klst á mán
  14.916 kr.
  10.441 kr.
  3.728 kr.
  -
  Matargjald á dag
  144 kr.
  144 kr.
  144 kr.
  144 kr.

  Afsláttur í frístund

  Þeir sem greiða lægra gjald, eru einstæðir foreldrar, námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í fullu námi og öryrkjar með metna örorku 75% eða meira. Námsmenn þurfa að framvísa vottorði til staðfestingar um námsárangur eftir hverja önn og kemur þá afsláttur til framkvæmda næsta mánuð/mánuði. Sótt er um framgreindan afslátt á þar til gerðu eyðublaði í þjónustugátt, „Umsókn um lækkun dvalargjalda í frístund grunnskóla“.

  Systkinaafsláttur er 30% af dvalargjaldi fyrir annað barn, en 75% af dvalargjaldi fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn eða fleiri. Systkinaafsláttur er einnig veittur ef yngra systkini er í leikskóla eða Kópavogsbær greiðir framlag vegna dvalar systkinis hjá dagforeldri. Systkinaafsláttur reiknast af dvalargjaldi eldri systkina. Systkinaafsláttur reiknast einnig af lægra gjaldi.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar gefur
deildarstjóri grunnskóladeildar
 í síma 441 0000 

Síðast uppfært 15. nóvember 2018