Áttan

Áttan er úrræði sem veitir foreldrum uppeldisráðgjöf og stuðning við umönnun og uppeldi barna sinna.

Það geta komið upp allskonar áskoranir í foreldrahlutverkinu. Starfsmenn Áttunnar hafa áratuga reynslu af því að veita foreldrum uppeldisráðgjöf.

 • Símaráðgjöf

  Ráðgjafar Áttunnar veita foreldrum símaráðgjöf varðandi hegðunarvanda barns t.a.m. með eftirfarandi þætti:
  • Gefa skýr fyrirmæli
  • Fá barn í samvinnu
  • Gefa barni fyrirvara
  • Skerpa á mörkum
  • Setja upp rútínur
  • Efla gæðastundir

  Hægt er að óska eftir símaviðtali hjá ráðgjafa Áttunnar með því að senda tölvupóst á netfangið attan(hjá)kopavogur.is gefa þarf upp nafn og símanúmer og ráðgjafi mun hafa samband innan tveggja virkra daga.

 • Viðtöl fyrir foreldra

  Foreldrar barna með vægan hegðunarvanda geta sótt um að fá allt að 6 stuðningsviðtöl hjá ráðgjafa Áttunnar á skrifstofu velferðarsviðs. Áhersla er á að kenna aðferðir við að; gefa barni skýr fyrirmæli, fá barn í samvinnu, setja upp sjónrænt skipulag, búa til rútínur og finna leiðir til að fara eftir þeim. Nota fyrirvara og vinna með hrós og hvatningu.

  Hægt er að sækja um viðtöl hjá ráðgjafa í Áttunni með því að fara inn í þjónustugáttina með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.

  Umsókn um viðtöl hjá ráðgjafa í Áttunni

 • Áttan uppeldisráðgjöf

  Unnið er að því að greina vanda fjölskyldunnar, leiðbeina foreldrum með uppeldi og vinna með þeim að settum markmiðum. Ráðgjafar Áttunnar fara ýmist heim til foreldra eða hitta þá á skrifstofu velferðarsviðs Kópavogs, 1-2 sinnum í viku. Oftast fer vinnan fram í um 12-16 vikur.

  Foreldrar læra t.a.m. aðferðir við að:
  • Bæta samskipti foreldra og barna
  • Setja upp rútínur og finna leiðir til að fara eftir þeim
  • Nota skýr fyrirmæli 
  • Nota fyrirvara og markvisst hrós
  • Búa til hvatningakerfi 
  • Setja hegðun barna mörk

  Ráðgjafar barnaverndar og þjónustu- og ráðgjafardeildar fatlaðra sækja um úrræðið í samvinnu við foreldra.

 • Skref fyrir skref

  Áttan veitir seinfærum foreldrum ungbarna stuðning út frá þeirra þörfum og er Skref fyrir skref ein nálgunin. Aðferðin gengur út á að meta þörf foreldra fyrir kennslu og þjálfun og veita foreldrum leiðbeiningar sem eru skýrar, myndrænar og einfaldar. Hvert verkefni er brotið niður í marga litla verkþætti og ráðgjafi notar sýnikennslu, hlutverkaleiki og endurgjöf á frammistöðu við kennslu.
  Ráðgjafar barnaverndar og þjónustu- og ráðgjafardeildar fatlaðra sækja um úrræðið í samvinnu við foreldra.

Síðast uppfært 29. september 2021