Félagsmiðstöðvar unglinga

Í Kópavogi eru starfandi 9 félagsmiðstöðvar fyrir unglinga á aldrinum 13 – 16 ára. 

Félagsmiðstöðvar unglinga er starfræktar innan grunnskóla í Kópavogi.

 • Fyrir hvað standa félagsmiðstöðvar?

  Á frístundadeild menntasviðs eru starfandi níu félagsmiðstöðvar og eru þær allar staðsettar í hverjum grunnskóla í Kópavogi. Starf á vegum félagsmiðstöðva er í eðli sínu forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu.
  Félagsmiðstöðvastarfinu er jafnframt ætlað að styðja við félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun og heilbrigði. Þátttaka í skipulögðu frístundastarfi í umsjá fagfólks í öruggu umhverfi hefur mikið forvarnargildi. Með því að bjóða unglingum upp á jákvæð viðfangsefni í frítímanum með sterkum fyrirmyndum aukast líkur á því að þau kjósi heilbrigðan lífsstíl og forðist áhættuhegðun.
  Í félagsmiðstöðvastarfi er áhersla lögð á forvarnir gegn óæskilegri hegðun en í þeim reglum sem gilda í starfi félagsmiðstöðva er t.d. skýr afstaða tekin gegn allri vímuefnaneyslu og annarri neikvæðri og/eða óæskilegri hegðun. 

 • Hvað bjóða félagsmiðstöðvar uppá?

  Í félagsmiðstöðvunum er boðið upp á uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10 - 16 ára börn og unglinga í frítímanum. Áhersla er lögð á að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings og að bjóða upp á fjölbreytileg viðfangsefni.
  Unnið er í klúbbum, sértæku hópastarfi, opnu starfi og tímabundnum verkefnum. Auk þess standa félagsmiðstöðvarnar fyrir fjölbreyttum sameiginlegum viðburðum svo sem dansleikjum, rafíþróttamótum, íþróttaleikum, söng- og danskeppni, hönnunarsamkeppni og stuttmyndahátíð.

 • Félagsmiðstöðvar - opnunartími

  Dimma Vatnsendaskóla

  Ekkó Kársnesskóla

  Fönix Salaskóla

  Igló Snælandsskóla

  Jemen Lindaskóla

  Kjarninn Kópavogsskóla

  Kúlan Kóraskóla

  Pegasus Álfhólsskóla

  Þeba Smáraskóla

  _____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

  Opnunatími félagsmiðstöðvanna.

  Mánudagar      17:00-22:00.

  Miðvikudagar 17:00-22:00.

  Annan hver föstudagur 19:30-23:00.

  Auk þess eru dagopnanir sem skipulagðar eru eftir viðverutíma forstöðumanns og starfsfólks í hverri félagsmiðstöð.

  Yfir sumartímann er opið mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17:00-22:00, auk dagopnanna. Frekari upplýsingar um hverja félagsmiðstöð má finna á heimasíðu grunnskóla Kópavogs fyrir hvert skólahverfi. 

Síðast uppfært 09. janúar 2024