Athvarf fyrir geðfatlaða - Dvöl

Í Dvöl koma gestir á eigin forsendum eða með stuðningi annarra til að njóta samveru við gesti og starfsmenn. Áhersla er lögð á að efla sjálfstæði og virkni gesta.

Í Dvöl er boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Dvöl er athvarf en ekki meðferðarstofnun þar sem gestir og aðstandendur geta fengið góðráð hjá starfsmönnum ef þeir óska þess. Ekki þarf tilvísun læknis eða annarra meðferðaraðila til að koma í Dvöl. 

Meginmarkmið starfsins í Dvöl

  • Að rjúfa félagslega einangrun geðfatlaðra á höfuðborgarsvæðinu.
  • Að draga úr fordómum og auka lífsgæði fólks með geðsjúkdóma.
  • Að koma í veg fyrir endurinnlagnir á geðdeildir.
  • Að skapa umhverfi þar sem gagnkvæm virðing og traust ríkir og hver einstaklingur fær að njóta sín.

Heitur matur er í hádeginu gegn vægu gjaldi.

Aðsetur: Reynihvammur 43, sími: 554 1260 eða 554 7274

Opnunartími kl. 9:30-15:30 virka daga en lokað er í júlí.

Forstöðumaður er Þórður Ingþórsson, netfang dvol(hjá)kopavogur.is

Síðast uppfært 07. janúar 2020