Húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur

Íbúar í Kópavogi sem eru á leigumarkaði geta sótt um stuðning vegna húsaleigu. Leigjendur á almennum leigumarkaði geta einnig sótt um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Kópavogsbæ.

Leigjendur á almennum leigumarkaði og leigjendur í félagslegum leiguíbúðum geta sótt um húsnæðisbætur hjá Íbúðalánasjóði. 

Ný lög um húsnæðisbætur tóku gildi 1. janúar 2018.

Sækja þarf um almennar bætur til Íbúðalánasjóðs að Borgartúni 21 eða á vef húsnæðisbóta.

Sveitarfélagið mun annast áfram sérstakan húsnæðisstuðning. Sérstakur húsnæðisstuðningur er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem leigja á almennum markaði og eru ekki á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa og þungrar framfærslubyrðar og uppfylla að öðru leyti skilyrði reglna Kópavogsbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning sem samþykktar voru af bæjarstjórn Kópavogs.

Forsenda til sérstaks húsnæðisstuðnings er að umsækjandi hafi fengið samþykkta umsókn um húsnæðisbætur hjá Íbúðalánasjóði.

Hægt er að sækja um um sérstakan húsnæðisstuðning rafrænt í Íbúagátt Kópavogs.

Einnig er hægt að sækja um með því að prenta út umsóknareyðublað af heimasíðu og skila inn í þjónustuver að Digranesvegi 1.

 

    Síðast uppfært 19. nóvember 2018