Húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur

Íbúar í Kópavogi sem eru á leigumarkaði geta sótt um stuðning vegna húsaleigu. Leigjendur á almennum leigumarkaði geta einnig sótt um sérstakan húsnæðisstuðning.

Leigjendur á almennum leigumarkaði og leigjendur í félagslegum leiguíbúðum geta sótt um húsnæðisbætur hjá Íbúðalánasjóði. 

Ný lög um húsnæðisbætur tóku gildi 1. janúar 2018.

Gert hefur verið samkomulag við Íbúðalánasjóð um að Íbúðalánasjóður annist afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings fyrir hönd Kópavogsbæjar, frá og með 01. janúar 2019.

Ekki þarf að sækja sérstaklega um sérstakan húsnæðisstuðning heldur munu allir umsækjendur, á almennum markaði, sem eru með samþykkta umsókn fara sjálfkrafa í útreikning á sérstökum húsnæðisstuðningi. Skilyrði er þó að umsækjendur samþykki upplýsingagjöf til sveitarfélags, skv. 28.gr. laga nr 75/2016 um húsnæðisbætur.

Sótt er um  húsnæðisbætur á husbot.is.

Íbúðalánasjóður reiknar út upphæð sérstaks húsnæðisstuðnings samkvæmt reglum sveitarfélagsins og greiðir út upphæðina með sama hætti og almennu húsnæðisbæturnar.

Nánari upplýsingar er hægt að fá í þjónustuveri  Kópavogsbæjar og einnig hjá Íbúðalánasjóði.

 

    Síðast uppfært 07. janúar 2020