Kópavogshreppur var stofnaður árið 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900.
- Íbúar
- Börn og ungmenni
- Íþróttir & útivist
- Velferð
- Þjónusta
- Skipulagsmál
- Byggingarmál
- Samgöngur
- Umhverfi
- Menning
- Íbúaverkefni
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- þjónustugátt
Ferðaþjónustu fatlaðs fólks er ætlað að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsvagna, kleift að stunda atvinnu, nám og njóta tómstunda.
Skila þarf skriflegri umsókn og læknisvottorði sem staðfestir fötlun umsækjanda eða skort á getu hans til að ferðast með almenningsvögnum. Í umsókn þurfa að koma fram ástæður fyrir umsókn, svo og óskir um fjölda ferða.
Gjaldið er innheimt með gíróseðli um hver mánaðarmót.
Gjald fyrir hverja ferð miðast við helming af fargjaldi almenningsvagna.
Framhaldsskólanemar eiga kost á að fá árskort sem miðast við skólakort hjá Strætó.
Sé þörf á fylgdarmanni, er reiknað með strætógjaldi fyrir hann.