Menning í Kópavogi

Kópavogsbær rekur fimm menningarhús og stendur fyrir metnaðarfullri dagskrá allan ársins hring.

Menningarhús Kópavogsbæjar eru: Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Héraðsskjalasafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Salurinn

Húsin sameinast um ýmis konar dagskrá svo sem Fjölskyldustundir á laugardögum, Menningu á miðvikudögum, dagskrá fyrir skólahópa og sumarnámskeið fyrir börn.

Húsin starfa því bæði sem sjálfstæðar ólíkar stofnanir en einnig sem heild í því skyni að efla samfélagið. 

Lista- og menningarráð fer með og mótar menningarstefnu bæjarins. Ráðið fundar reglulega yfir veturinn.

Blómlegt menningarlíf er í Kópavogi og starfa þar kórar og listaskólar.

Opnunartímar menningarhúsanna í Kópavogi.

Síðast uppfært 10. október 2022