Félagslegar leiguíbúðir
Íbúðirnar eru leigðar eru til fjölskyldna og einstaklinga.
Íbúðirnar eru leigðar eru til fjölskyldna og einstaklinga.
Líta ber á leigu í félagslegu leiguhúsnæði sem tímabundna úrlausn og geta breytingar til að mynda á hjúskaparstöðu, fjölskyldustærð eða fjárhagsstöðu leitt til endurskoðunar á leigurétti. Upplýsinga um þessa þætti er aflað á hverju ári.
Spurt og svarað varðandi breytingar á leiguverði
Ákveðin skilyrði eru fyrir umsókn um félagslega leiguíbúð sem umsækjandi þarf að uppfylla:
Ákveðin gögn verða að fylgja umsókn. Ef umsækjandi skilar ekki umbeðnum gögnum eftir ítrekun þar um er umsókn vísað frá.
Umsókn fer í afgreiðslu þegar öllum umbeðnum gögnum hefur verið skilað. Umsókn er metin eftir stigakerfi sem byggir á félagslegum og fjárhagslegum aðstæðum.
Umsókn þarf ákveðin stigafjölda til að komast á biðlista og er stigafjöldinn mismunandi eftir fjölskyldugerð:
ATH: Umsókn skal endurnýjaðar árlega.
Í upphafi er gerður leigusamningur til 24 mánaða. Endurnýjun er möguleg ef leigutaki hefur staðið í skilum með leigu og sýnt góða umgengni. Við endurnýjun er heimilt að gera leigusamning til 5 ára.
Leigutaka ber að leggja fram leigutryggingu við upphaf leigu. Fjárhæðin er ígildi tveggja mánaða húsaleigu.
Leiguverð í félagslegum leiguíbúðum er tengt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar og breytist í samræmi við hana mánaðarlega. Upplýsingar um þróun vísitölu má finna hjá Hagstofunni.
Allir leigutakar greiða ákveðið fastagjald fyrir íbúð en til viðbótar greiðir hver og einn fermetragjald eftir birtri stærð íbúðar.
Í september 2025 var fastagjaldið kr. 65.470,- og fermetragjaldið kr. 1.630,-. Vísitala neysluverðs í september var 658,6 stig en hún hækkaði frá ágúst úr 656,5.
Hér fyrir neðan eru dæmi um leiguverð fyrir september 2025 í 50 fm, 75 fm og 100 fm íbúð:
|
Vísitala neysluverðs 658,6 |
50 fm íbúð |
75 fm íbúð |
100 fm íbúð |
|
Fastagjald |
65.470 |
65.470 |
65.470 |
|
Fermetragjald |
81.498 |
122.234 |
162.978 |
|
Leiguverð alls |
146.959 |
195.853 |
228.448 |
Húsaleiga er alltaf greidd fyrirfram. Húsnæðisbætur og sérstakar húsnæðisbætur koma til frádráttar leigufjárhæð en þær eru eftirágreiddar.
Leigutaki greiðir fyrir rafmagnsnotkun sína í íbúð. Hiti í íbúð og rekstur sameignar er í húsgjöldum sem innheimt eru mánaðarlega.
Árlega er viðhaft mat á leigurétti leigutaka. Aflað er upplýsinga um tekjur og eignir allra heimilismanna 20 ára og eldri undanfarið ár og kemur til uppsagnar á leigusamningi ef tekjur og eignir eru yfir viðmiðum reglugerðar nr. 183/2020. Heimilt er að veita undanþágu frá tekjuviðmiðum ef börn leigutaka 20 ára og eldri eru í námi og skilað er staðfestingu þess efnis. Uppsagnarfrestur er 6 mánuðir.
Leigusamningi er sagt upp ef leigutaki uppfyllir ekki leigurétt eins hann er skilgreindur í reglum um félagslegar leiguíbúðir Kópavogsbæjar. Uppsagnarfrestur er sex mánuðir.
Kvartanir um umgengni og sambýlishætti leigutaka skulu vera skriflegar og frá nafngreindum aðila.
Leigutaki fær tilkynningu og áminningu ef kvörtun er tekin til greina. Ítrekaðar áminningar geta leitt til riftunar leigusamnings.
Leigusamningi má rifta skv. húsaleigulögum ef leigutaki brýtur gegn samningi:
Framleiga íbúðar.
Alvarleg vanskil á leigugreiðslum.
Umgengni og sambýlishættir alls óviðunandi með ítrekuðum brotum á húsreglum.
Áður en riftun fer fram skal leigutaka gefinn kostur á að koma að athugasemdum á framfæri.
Leigutaki sem er í vanskilum er hvattur til að sýna greiðsluvilja og hafa samband við innheimtu Kópavogsbæjar og semja um vanskil.
Umsækjandi um félagslega leiguíbúð getur áfrýjað afgreiðslu umsóknar til velferðar- og mannréttindaráðs.
Það sama á við leigutaka. Hann getur áfrýjað ákvörðun um riftun eða uppsögn leigusamnings til velferðar- og mannréttindaráðs og í kjölfar þeirrar afgreiðslu til Úrskurðarnefndar velferðarmála. Leigutaki getur einnig kært ákvörðun til Kærunefndar húsamála.
Já skv. lögum um húsaleigu nr. 36/1994 getur þú sagt upp leigusamningnum með fyrirvara sem ræðst af tímalengd samningsins og getur verið frá 3 upp í 6 mánuði. Ákvæði leigusamnings þíns kunna að kveða á um lengri tíma en sökum þess hversu langur biðlisti er eftir félagslegum leiguíbúðum er vilji til þess að semja um styttri fyrirvara sé þess óskað.
Frá og með 1. maí mun grunnleiguverð íbúða í eigu bæjarins ákvarðast þannig að fast verð á hverri íbúð verður kr. 47.000 á mánuði og til viðbótar verðleggist hver fermetri íbúðar á kr. 1.170 á mánuði. Miðað er við birt flatarmál íbúða samkvæmt fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands
Þú þarft því að hafa upplýsingar um fermetrastærð íbúðarinnar. Þær má nálgast t.d. hjá Þjóðskrá.
Á heimasíðu Kópavogsbæjar er að finna reiknivél (www.kopavogur.is/reiknivel) þar sem þú setur inn stærð íbúðar og færð út hvert nýtt leiguverð er.
Breytingin er liður í því að samræma leiguverð íbúða. Í dag eru íbúðirnar verðlagðar með mismunandi hætti eftir því hvenær leigusamningur var gerður. Þetta getur þýtt að leigjendur í jafn stórum íbúðum í sama hverfi séu að borga misháa leigu. Breyting er gerð til þess að tryggja að verið sé að leigjendur greiði sömu leigu fyrir sambærilegar eignir
Breyting á húsaleigu tekur gildi frá og með 1. maí 2020. Sérstakur húsnæðisstuðningur greiðist frá og með 1. apríl 2020.
Já þú verður að koma í viðtal og gera nýjan leigusamning um íbúðina sem þú hefur á leigu. Allir leigjendur verða boðaðir til viðtals og kynntur nýr leigusamningur og skilmála hans. Í leigusamningnum verður ákvæði um það hvernig leigan tekur hækkun en hún mun verða bundin við vísitölu neysluverð til verðtryggingar í janúar 2020 og uppfærð mánaðarlega.
Við breytingarnar var horft til þess markmiðs að greiðslubyrði leigu væri að jafnaði undir 25% af skattskyldum tekjum leigjenda og að greiðslubyrði þeirra sem hefði lægstu ráðstöfunartekjur myndi lækka með tilkomu sérstaks húsnæðisstuðnings.
Greiðslubyrði þeirra sem nú eru með lága hlutfallslega greiðslubyrði hækkar að jafnaði nokkuð en greiðslubyrði þeirra sem í dag hafa háa hlutfallslega greiðslubyrði lækkar nokkuð.
Ef breytingarnar eru að koma sérstaklega illa við þig getur þú fengið viðtal til að ræða þínar aðstæður sérstaklega og hvaða úrræði séu í boði. Hafðu samband við Þjónustuver og óskaðu eftir viðtali við félagsráðgjafa á velferðarsviði.
Þeir sem óska eftir að fá minni íbúð eiga að fá sérstakan forgang í minni íbúðir.
Já, þeir sem eru í stórum íbúðum sem nú er orðið dýrara að leigja geta óskað eftir forgangi í flutning í minni íbúð.
Í tilefni þessara breytinga verður að endurskoða alla leigusamninga og gera nýja í því formi sem leigukerfið er rekið í dag. Þetta þýðir að allir leigjendur verða boðaðir til viðtals og beðnir um að undirrita nýjan leigusamning. Í leigusamningnum verður ákvæði um það hvernig leigan tekur hækkun en hún mun verða bundin við vísitölu neysluverð til verðtryggingar í janúar 2020 og uppfærð mánaðarlega.
Já þú getur óskað eftir að fá hann sendan og lesið hann yfir fyrir viðtalið. Hafðu samband við Þjónustuver sem mun tengja þig við starfsmann velferðarsviðs.
Ef leiga og greiðslubyrði hækkar umtalsvert umfram það sem gildir um aðra leigjendur verður skoðað hvort hægt sé að koma til móts við þínar aðstæður. Mikilvægt er að mæta til viðtals og ræða alla slíka möguleika sem gætu t.d. legið í flutningi í ódýrari íbúð, undanþágu á skerðingarákvæði reglna um sérstakan húsnæðisstuðning, frestun á hækkun leigu o.s.frv.
Þeir leigjendur sem ekki semja um undanþágu og greiða ekki uppsett leiguverð eiga í hættu að vera sagt upp leigusamningi. Uppsagnarfrestur fer eftir ákvæði í leigusamningi og getur verið allt frá 3 mánuðum upp í 12 mánuði , eftir því hvenær leigusamningur var undirritaður.
Með breytingu á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning sem taka gildi 1. apríl 2020 er ákvæði sem kveður á um að ef hlutfall húsnæðiskostnaður er 20% eða lægra hlutfall af skattskyldum tekjum þá er ekki greiddur frekari stuðningur, þegar því hlutfalli er náð greiðist ekki frekari húsnæðisstuðningur, en greitt er upp að þessu marki.
Markmið þessara breytinga er að beina húsnæðisstuðnings til þeirra sem hafa hæstan húsnæðiskostnað miðað við skattskyldar tekjur og er honum ætlað að lækka húsnæðiskostnað tekju- og eignarminni leigjenda.
Með húsnæðiskostnaði er átt við þann hluta leigufjárhæðar sem greiddur er fyrir leiguafnot. Annar kostnaður s.s. hússjóður, hiti og rafmagn telst því ekki með
Sérstakur húsnæðisstuðningur er reiknaður sem hlutfall af þeim almennu húsnæðisbótum sem greiddar eru úr ríkissjóði. Óskertur sérstakur húsnæðisstuðningur er í dag 90% af upphæð almennra húsnæðisbóta og er greiddur af sveitarfélaginu.
Hámark húsnæðisbóta og húsnæðisstuðnings er samanlagt kr. 90.000 á mánuði.
Sérstakur húsnæðisstuðningur getur einnig skerst vegna einnar eða fleiri af neðangreindum ástæðum:
Með húsnæðiskostnaði er átt við þann hluta leigufjárhæðar sem greiddur er fyrir leiguafnot. Annar kostnaður s.s. hússjóður, hiti og rafmagn er ekki meðtalinn.
Þegar sérstakar aðstæður eiga við er unnt að sækja um undanþágu frá reglum til velferðarsviðs Kópavogs.
Sjá betur 4. gr. reglna Kópavogsbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning
4. gr.
Fjárhæð sérstaks húsnæðisstuðnings
Upphæð sérstaks húsnæðisstuðnings leigutaka á mánuði er ákvörðuð hlutfallslega sem 90% af upphæð almennra húsnæðisbóta leigutaka á mánuði.
Sérstakur húsnæðisstuðningur skerðist ef:
Sérstakur húsnæðisstuðningur getur tekið skerðingu vegna eins eða fleiri ofangreindra skilyrða.
Framangreindar fjárhæðir og hlutföll koma til endurskoðunar árlega í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar eða samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar.
Með húsnæðiskostnaði í reglum þessum er átt við þann hluta húsnæðiskostnaðar sem greiddur er fyrir leiguafnot af húsnæði sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur.
Undanþágur frá ofangreindum skilyrðum eru afgreiddar samkvæmt 16. gr. reglna þessara.
Þeir sem ekki hafa sótt um almennar húsnæðisbætur þurfa að gera það. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annast í umboði velferðarsviðs Kópavogs afgreiðslu umsókna um sérstakan húsnæðisstuðning. Umsóknareyðublað er rafrænt inn á island.is.
Skilyrði þess að umsækjandi fái greiddan sérstakan húsnæðisstuðning er að hann fái greiddar húsnæðisbætur á grundvelli laga um húsnæðisbætur nr. 75/2016 og allir íbúar hafi samþykkt upplýsingagjöf til sveitarfélagsins skv. 28. gr. laga nr. 75/2016 um húsnæðisstuðning.
Allar umsóknir um húsnæðisbætur eru metnar með tilliti til þess hvort umsækjandi eigi rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Það þýðir að ef þú átt nú þegar umsókn um almennar húsnæðisbætur og allir íbúar í viðkomandi íbúð hafi samþykkt upplýsingagjöf til sveitarfélagsins og kominn á réttur á sérstökum húsnæðisstuðningi.
Nánari upplýsingar má fá í tölvupósti hjá velferðarsviði eða í síma 441 0000.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin