Félagslegar leiguíbúðir

Kópavogsbær hefur yfir að ráða allmörgum íbúðum í bæjarfélaginu sem leigðar eru til fjölskyldna og einstaklinga.

Líta ber á leigu í félagslegu leiguhúsnæði sem tímabundna úrlausn og geta breytingar til að mynda á hjúskaparstöðu, fjölskyldustærð eða fjárhagsstöðu leitt til endurskoðunar á leigurétti. Upplýsinga um þessa þætti er aflað á hverju ári.

 • Skilyrði fyrir félagslegri leiguíbúð

  Ákveðin skilyrði eru fyrir umsókn um félagslega leiguíbúð sem umsækjandi þarf að uppfylla:

  ● Hafa átt lögheimili og aðsetur í Kópavogi í að minnsta kosti 6 mánuði áður en umsókn berst velferðarsviði.

  ● Má ekki eiga fasteign í neinu því formi sem jafna má til íbúðarhúsnæðis.

  ● Standast ekki greiðslumat til að kaupa íbúð.

 • Umsóknarferlið

  Umsóknir eru afgreiddar samkvæmt stigakerfi og tekur það til tekna, húsnæðisaðstæðna, félagslegra aðstæðna, stöðu umsækjanda og aldurs umsóknar. Umsókn þarf samtals 17 stig eða fleiri til að fara á biðlista. Endurnýja þarf umsókn á hverju ári, að öðrum kosti er hún tekin af biðlista.

Síðast uppfært 07. janúar 2020