Almenningssamgöngur

Strætó bs. hefur umsjón með almenningssamgöngum í Kópavogi, en fyrirtækið er í eigu sveitarfélaganna sjö sem mynda stór-höfuðborgarsvæðið.

Aðalskiptistöð Strætó í Kópavogi er við Hálsatorg í Hamraborg en þangað liggja leiðir allra vagna sem aka um bæinn sem og vagna til og frá nágrannasveitarfélögum. Leiðir númer 1, 2, 4, 24, 28 og 35 aka um bæjarland Kópavogs.

Allar upplýsingar um leiðir og leiðarkerfi má finna á heimasíðu Strætó BS. 

Síðast uppfært 13. janúar 2020