Eldri borgarar

Þjónusta Kópavogsbæjar við aldraða miðar að því að einstaklingar geti búið í sjálfstæðri búsetu sem lengst.

Lögð er áhersla á að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu fyrir eldri borgara, bæði inni á heimilum þeirra og utan þeirra. Félagsleg heimaþjónusta felst í aðstoð við heimilisþrif, heimsendum mat, félagslegri samveru og aðstoð við búðarferðir. Auk þess er veitt ráðgjöf til eldri borgara og aðstandenda.

 • Heimsendur matur

  Þeir sem af heilsufarsástæðum geta hvorki annast matseld sjálfir né komist ferða sinna hjálparlaust geta fengið heimsendan mat alla daga vikunnar.

  Maturinn er afgreiddur í bökkum og er keyrður heim til viðkomandi um hádegisbil.

  Panta þarf heimsendingu á föstudögum fyrir kl. 12.00 fyrir næstu sjö daga. Heimsendur matur er einungis ætlaður heimilismönnum.

  Matseðil fyrir heimsendan mat má sjá hér

  Greiðsluseðill er sendur út mánaðarlega og er hægt að greiða hann í öllum bönkum og pósthúsum.

  Frekari upplýsingar um heimsendan mat veita þjónustustjórar félagslegrar heimaþjónustu í síma 441 0000.

  Verðskrá á heimsendum mat:

  • Máltíð kr. 1.010
  • Akstur kr. 350
 • Ferðaþjónusta aldraðra

  Ferðaþjónustu aldraðra er ætlað að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsvagna kleift að komast ferða sinna.

  Almennt verð fyrir aldraða er 500 kr. fyrir hverja ferð og 1.000 kr. fyrir hverja ferð umfram 16 ferðir á mánuði.

  Nýtt símanúmer til að panta bíl  er 519 - 5660. Hægt að hringja og panta bíl milli klukkan 8 og 16 á virkum dögum og milli klukkan 10 og 14 um helgar. Ef pantaður er bíll eftir opnunartíma færist símtalið í GSM síma hjá bílstjóra.

  Nýtt tölvupóstfang: ferd@efstiholl.is

  Ferðaþjónustan ekur á sömu tímum og Strætó:
  Virka daga frá kl. 6:30 til kl. 24:00.
  Laugardaga frá kl. 8:00 til kl. 24:00.
  Sunnudaga frá kl. 11:00 til kl. 24:00.
  Akstur á stórhátíðardögum er eins og á sunnudögum.

  Afpanta þarf bíl með meira en 2ja klukkustunda fyrirvara.

  Gjaldið er innheimt með gíróseðli um hver mánaðarmót.

  Mikilvægar upplýsingar til farþega ferðaþjónustunnar

 • Roðasalir

  Sambýlið Roðasölum

  Forstöðumaður er Ída Atladóttir.

  Á hjúkrunarsambýlinu búa 10 minnisskertir einstaklingar. 

  Markmið þjónustunnar er að:

  • Veita heimilismönnum bestu mögulega þjónustu sem völ er á, með persónulegri umönnun og faglegri umhyggju.
  • Viðhalda andlegri, líkamlegri og félagslegri færni heimilismanna, reisn, sjálfsmynd og sjálfsvirðingu.
  • Veita heimilismönnum öryggi og vellíðan.
  • Stuðla að jákvæðum samskiptum sem einkennast af virðingu, skilningi, hlýju, trausti og hjálpsemi.

  Lögð er áhersla á að hafa hjúkrunarsambýlið sem heimilislegast og sem líkast venjulegu heimili m.a. með því að elda heimilismat og hafa allt yfirbragð notalegt og aðlaðandi. Að auki er lögð áhersla á tómstundastarf og líkamsþjálfun ásamt því að virkja fólk eins og hægt er til þátttöku daglegra verka á heimilinu.

  Til þess að sækja um dvöl á hjúkrunarsambýli þarf viðkomandi að eiga gilt færni- og heilsumat.

  Dagþjálfun 

  Dagþjálfun er ætluð minnissjúkum einstaklingum sem búsettir eru í Kópavogi.

  Dagþjálfunin er til húsa að Roðasölum 1, sími 570 1481 

 • Færni- og heilsumat

  Til þess að komast í varanlega dvöl á dvalar- eða hjúkrunarheimili þarf að hafa gilt færni- og heilsumat.

  Til að sækja um slíkt mat þarf að fylla út umsóknareyðublað og koma því til Færni- og heilsumatsnefndar heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins, Þönglabakka 1, 109 Reykjavík. Eyðublaðið má nálgast hér á vefnum eða í þjónustuveri Kópavogsbæjar.

  Hér má lesa nánari upplýsingar um færni og heilsumat.

  Smella hér til að opna umsókn um færni- og heilsumat. Vinsamlegast athugið að það opnast word skjal þegar smellt er á þessa slóð. 

 • Félagsstarf eldri borgara

  Félagsstarf eldri borgara er mjög öflugt í Kópavogi og fer fram í þremur félagsheimilum. Félagsheimilin eru opin frá kl 9:00 til 17:00 alla virka daga.  Ýmis fjölbreytt  og skipulögð dagsskrá er í boði yfir vetrarmánuðina.

  Í Kópavogi eru rekin þrjú félagsheimili fyrir eldri borgara þar sem fram fer fjölbreytt og fræðandi félagsstarf. 

  1. Boðinn  Boðaþingi 9, sími 512  7400. Farsími 665 2921
  2. Gjábakki  Fannborg 8, sími 554 3400. Farsími 665 2922
  3. Gullsmári  Gullsmára 13, sími 564 5260. Farsími 665 2923

  Félagsheimilin eru opin fólki á öllum aldri óháð félagsaðild, en sú starfsemi sem er niðurgreidd er eingöngu ætluð eldra fólki, búsettu í Kópavogi.

  Forstöðumaður yfir starfi  félagsheimilanna er: Amanda Karima Ólafsdóttir.  
  Sími 696  1624  og netfang: amanda.olafsdottir@kopavogur.is

  Allar félagsmiðstöðvarnar eru með sameiginlega vef þar sem finna má nánari upplýsingar um hvert félagsheimili og þjónustuna sem þar er í boði. 
  Hægt er að smella hér til að komast inn á sameiginlega vefsíðu félagsmiðstöðvanna.