Vissir þú af opnu bókhaldi Kópavogsbæjar? Þarna getur þú skoðað hvert og í hvað peningarnir fara.
Gildir frá janúar 2023
Þjónusta Kópavogsbæjar við aldraða miðar að því að einstaklingar geti búið í sjálfstæðri búsetu sem lengst.
Lögð er áhersla á að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu fyrir eldri borgara, bæði inni á heimilum þeirra og utan þeirra. Félagsleg heimaþjónusta felst í aðstoð við heimilisþrif, heimsendum mat, félagslegri samveru og aðstoð við búðarferðir. Auk þess er veitt ráðgjöf til eldri borgara og aðstandenda.
Félagsleg heimaþjónusta hefur það markmið að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur sem ekki geta séð hjálparlaust um heimilishald.
Samkvæmt lögum um málefni aldraðra og lögum um félagslega þjónustu sveitarfélaga eiga þeir rétt á félagslegri heimaþjónustu sem búa í heimahúsum og geta ekki sinnt heimilishaldi eða öðru hjálparlaust. Þjónustan getur verið veitt tímabundið eða til lengri tíma, allt eftir aðstæðum.
Þjónustan getur falið í sér eftirfarandi þjónustuþætti:
Sækja þarf skriflega um félagslega heimaþjónustu og gert er heildstætt mat á þjónustuþörf umsækjenda. Umsókn þurfa að fylgja læknisvottorð og tekjuupplýsingar. Þegar mat liggur fyrir er gengið frá þjónustusamningi þar sem nánar er tiltekið hvaða gjald er tekið fyrir þjónustuna og hvaða verkefni starfsmaður skuli inna af hendi.
Þjónustustjórar veita allar nánari upplýsingar í síma 441 0000.
Símatímar eru alla virka daga kl. 10:00-11:00 en utan þess tíma má skilja eftir skilaboð í þjónustuveri bæjarins. Einnig má hafa samband við þjónustustjóra í tölvupósti:
Sigrún Heiða Hilmarsdóttir (Vesturbær: Kársnes og Lundur)
Halldóra Hauksdóttir (Austurbær: Frá Digranesvegi að Lindum, Smárar )
Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir (Lindir, Salir, Kórar, Hvörf og Þing)
Þeir sem af heilsufarsástæðum geta hvorki annast matseld sjálfir né komist ferða sinna hjálparlaust geta fengið heimsendan mat alla daga vikunnar.
Maturinn er afgreiddur í bökkum og er keyrður heim til viðkomandi um hádegisbil.
Pöntun og-eða afpöntun þarf að berast fyrir kl 15:00 mánudaga - fimmtudags en á föstudögum fyrir kl 11:30
Heimsendur matur er einungis ætlaður heimilismönnum.
Matseðil fyrir heimsendan mat má sjá hér
Frekari upplýsingar um heimsendan mat veita þjónustustjórar félagslegrar heimaþjónustu í síma 441 0000.
Verðskrá á heimsendum mat:
Hægt er að kaupa og borða heitan mat í hádeginu alla virka daga í félagsmiðstöðvum eldri borgara:
• Gjábakka í Fannborg 8, sími 441 9900
• Gullsmára í Gullsmára 13, sími 441 9900
• Boðanum í Boðaþingi 9, sími 441 9900
Tilkynna skal komu í matinn degi áður.
Verðskrá á mat (frá 1. janúar 2023):
• Stök máltíð 67 ára og eldri kr. 1.000
• Kaffi er frítt
• Meðlæti kr. 400
Félagsstarf eldri borgara er mjög öflugt í Kópavogi og fer fram í þremur félagsmiðstöðum.
Opnunartími þeirra er frá 1. sept - 31. maí 8:30 - 16:30 en frá 1. júní - 31. ágúst er opnunartíminn 8:00 - 16:00
Í Gjábakka er hárgreiðslustofa og er síminn þar 441 9914 eða 863 2439.
Ýmis fjölbreytt og skipulögð dagskrá er í boði yfir vetrarmánuðina.
Í Kópavogi eru reknar þrjár félagsmiðstöðar fyrir eldri borgara þar sem fram fer fjölbreytt og fræðandi félagsstarf.
Félagsmiðstöðvarnar eru opnar fólki á öllum aldri óháð félagsaðild, en sú starfsemi sem er niðurgreidd er eingöngu ætluð eldra fólki, búsettu í Kópavogi.
Forstöðumaður yfir starfi félagsmiðstöðanna er: Stefán Arnarson.
Netfang: stefan.arnarson(hjá)kopavogur.is eða síma 441 9900
Frekari upplýsingar um félagsstarf eldri borgara í Kópavogi má einnig finna á heimasíðu Félag eldri borgara í Kópavogi (FEBK) sjá síðu hér
Ferðaþjónustu aldraðra er ætlað að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsvagna kleift að komast ferða sinna.
Almennt verð fyrir aldraða er 557 kr. fyrir hverja ferð og 1.115 kr. fyrir hverja ferð umfram 16 ferðir á mánuði.
Nýtt símanúmer til að panta bíl er 515 2720. Hægt að hringja og panta bíl milli klukkan 8 og 16 á virkum dögum og milli klukkan 10 og 14 um helgar. Ef pantaður er bíll eftir opnunartíma færist símtalið í GSM síma hjá bílstjóra.
Netfang : ferd@teitur.is
Ferðaþjónustan ekur á sömu tímum og Strætó:
Virka daga frá kl. 6:30 til kl. 24:00.
Laugardaga frá kl. 8:00 til kl. 24:00.
Sunnudaga frá kl. 11:00 til kl. 24:00.
Akstur á stórhátíðardögum er eins og á sunnudögum.
Afpanta þarf bíl með meira en 2ja klukkustunda fyrirvara.
Gjaldið er innheimt með gíróseðli um hver mánaðarmót.
Öldungaráð Kópavogs skal vera leiðbeinandi , eftir atvikum ráðum og nefndum bæjarins um málefni bæjarbúa sem eru 67 ára og eldri. Öldungaráðið skal afla upplýsinga um málefni bæjarbúa sem eru 67 ára og eldri og miðla þeim eftir þörfum, leggja fram tillögur þar sem úrbóta er þörf og vera í samstarfi við hlutaðeigandi nefndir og ráð í stefnumótun í málaflokknum. Öldungaráð fjallar ekki um málefni einstaklinga. Ráðið er skipað þremur bæjarfulltrúum, kosnir af bæjarstjórn og einn til vara og þrír fulltrúar skulu vera kosnir af Félagi eldri borgara í Kópavogi og einn til vara.
Til þess að komast í varanlega dvöl á dvalar- eða hjúkrunarheimili þarf að hafa gilt færni- og heilsumat.
Til að sækja um slíkt mat þarf að fylla út umsóknareyðublað og koma því til Færni- og heilsumatsnefndar heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins, Þönglabakka 1, 109 Reykjavík. Eyðublaðið má nálgast hér á vefnum eða í þjónustuveri Kópavogsbæjar.
Hér má lesa nánari upplýsingar um færni og heilsumat.
Smella hér til að opna umsókn um færni- og heilsumat. Vinsamlegast athugið að það opnast word skjal þegar smellt er á þessa slóð.
Á hjúkrunarsambýlinu búa 10 einstaklingar og eitt rými er fyrir hvíldarinnlagnir.
Til þess að sækja um dvöl á hjúkrunarsambýli þarf viðkomandi að eiga gilt færni- og heilsumat.
Sími á sambýli er 441 9624
Dagþjálfunin er ætluð öldruðum Kópavogsbúum með heilabilun. Pláss er fyrir 20 einstaklinga.
Sími í dagdeild er 441 9623
Forstöðumaður er Einar Ellert Björnsson, sími 441 9622
Deildarstjóri sambýlis og dagþjálfunar er Magnfríður Halldórsdóttir, sími 441 9621
Gildir frá janúar 2023
Nánari upplýsingar veitir
deildastjóri þjónustu- og ráðgjafadeildar aldraðra
í síma 441 0000
Allar gjaldskrár Kópavogsbæjar eru birtar með fyrirvara um villur.