Hæfing, starfsþjálfun og vernduð vinna

Hæfingu, starfsþjálfun og verndaðri vinnu er ætlað að veita fötluðu fólki þjálfun og stuðning sem miðar að því að auka hæfni þess til starfa og þátttöku í daglegu lífi eða á almennum vinnumarkaði.

 

 • Hæfing

  Með hæfingu er átt við starfs- og félagsþjálfun í þeim tilgangi að draga úr áhrifum fötlunar og auka hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi. Lögð er áhersla á þjálfun sem  viðheldur og eykur starfsþrek, sjálfstæði í vinnubrögðum og félagslega færni.

  Hæfingarstöðvar

  Í Kópavogi eru starfrækt hæfingarstöð og er Líney Óladóttir forstöðumaður.

  • Dalvegur hæfingarstöð, sími 441 9860
 • Starfsþjálfun

  Einstaklingum með fötlun/skerta starfsgetu stendur til boða að koma í tímabundna starfsprófun og starfsþjálfun í Örva. Sótt er um þessa þjónustu í gegnum Vinnumálastofnun. Markmið starfsprófunar og starfsþjálfunar er að meta hæfni einstaklinga til vinnu, auka verkfærni þeirra og veita þeim þjálfun áður en haldið er út á almennan vinnumarkað. Almennt gilda sömu reglur í Örva og á almennum vinnustöðum og reynt er að líkja eftir vinnuaðstæðum og kröfum sem búast má við á almennum vinnumarkaði.

 • Vernduð vinna

  Fatlað fólk getur sótt um vinnu á vernduðum vinnustað, en lög gera einnig ráð fyrir að atvinna með stuðningi standi til boða á almennum vinnumarkaði.

  Vernduðum vinnustöðum er ætlað

  • að veita fötluðu fólki launaða starfsþjálfun svo að það verði hæfara til að starfa á almennum vinnumarkaði
  • að veita fötluðu fólki föst störf

  Vinnan er launuð samkvæmt sérstökum kjarasamningi sem byggir á samkomulagi Alþýðusambands Íslands og Hlutverks – samtaka um vinnu og verkþjálfun.

 • Atvinna með stuðningi

  Atvinna með stuðningi (AMS) felur í sér stuðning við fólk sem hefur skerta starfsgetu vegna fötlunar. Það fær aðstoð við að finna heppilegt starf á almennum vinnumarkaði og stuðning við að sinna því.

  Atvinna með stuðningi er starfrækt hjá Vinnumálastofnun höfuðborgarsvæðisins, Kringlunni 1, 105 Reykjavík. Síminn er 515 4850. Nánari upplýsingar má nálgast hér. 

 • Hvernig sæki ég um starf?

  Vinnumálastofnun tekur á móti öllum umsóknum um verndaða vinnu, hæfingu og dagþjónustu á öllu landinu. Sótt er um á vef Vinnumálastofnunar í gegnum mínar síður atvinnuleitanda hér.

 • Hvernig sæki ég um sumarstarf?

  Í Kópavogi er sumarstarf í Tröð og er fyrir ungmenni á aldrinum frá 17-25 ára. Ítarlegri upplýsingar er að finna á meðfylgjandi slóð https://sumar.kopavogur.is/hrafninn-trod/hrafninn-sumarstarf-7-til-16-ara/trod-sumarstorf-ungmenna-17-til-24-ara/.

Síðast uppfært 28. júlí 2022