Grunnskólar

Öll börn eru skólaskyld á því ári sem þau ná 6 ára aldri og hafa forgang í sína hverfisskóla. Foreldrar geta einnig sótt um skólavist í öðrum hverfisskóla eða í sjálfstætt starfandi skóla fyrir barn sitt.  Innritun fer fram í Þjónustugátt.

Í Kópavogi eru reknir níu grunnskólar og tveir sjálfstætt starfandi skólar. Leiðarljós skólastarfs í Kópavogi er að veita nemendum alhliða menntun og stuðla að þroska þeirra í samstarfi við heimilin.

Ýmsar upplýsingar

Leiðbeinandi vinnuferli vegna brottvikningar úr skóla

1. Væg agaviðbrögð og brottvikning úr kennslustundum það sem eftir lifir dags eða úr
einstökum kennslustundum telst ekki stjórnvaldsaðgerð og virkjar ekki stjórnsýslulög.
Sjá 14. gr., 1. málsgr.

2. Brottvikning um stundarsakir og ótímabundið eru stjórnvaldsaðgerðir samkvæmt
14. gr. reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsin í grunnskólum. ( sjá
einnig úrskurð menntamálaráðuneytisins frá 16. 06. 1997 og álit umboðsmanns
alþingis í máli nr. 761/1993). Ef grípa þarf til brottvikningar um stundarsakir og
ótímabundið, þarf framkvæmdin að vera með eftirfarandi hætti:

a. Skrifleg tilkynning til foreldra og nemanda um að brottvikning í fleiri en einn
     skóladag komi til greina Hámark ein kennsluvika. Foreldrar eiga rétt á að kynna
     sér gögn sem liggja til grundvallar þeirri ákvörðun og koma á framfæri skriflegum
     athugasemdum og andmælum (andmælaréttur).

b. Brottvikning ákveðin þrátt fyrir andmæli: Skrifleg tilkynning um brottvikningu til
     foreldra/forráðamanna og skólanefndar/grunnskóladeildar. Skólastjóri hefur eina
     kennsluviku til að vinna að lausn málsins.

c. Ef fyrirsjáanlegt er að skólastjóra takist ekki að leysa málið á einni kennsluviku,
    vísar hann því formlega til skólanefndar/grunnskóladeildar. Skólanefnd/ beitir sér
    fyrir lausn málsins í samráði við sérfræðiþjónustu.

d. Ef nemanda hefur verið vikið ótímabundið úr skóla ber skólanefnd ábyrgð á því
     að nemanda sé tryggð skólavist, eigi síðar en innan þriggja vikna.

Ofangreint verkferli er leiðbeinandi fyrir skólastjórnendur við grunnskóla Kópavogs. Í
hverju tilviki þarf að fara vandlega eftir grunnskólalögum, stjórnsýslulögum og
reglugerð um ábyrgð nemenda í grunnskólum

 

Grunnskóladeild Kópavogi, október 2011

Röskun vegna veðurs

Þegar Veðurstofa Ísland varar við slæmu veðri, þá er viðvörunarkerfi notað og mikilvægt að taka það alvarlega. Sérstaklega ef varað er við miklum stormi/vindi, úrhelli, snjókomu, frostregni og/eða ofsakulda. Þegar viðvaranir eru gefnar út gefa almannavarnir út leiðbeiningar eftir aðstæðum og viðvörunum Veðurstofu Íslands.
Sjá nánar um Óveður 

Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar byggist á alþjóðlegum staðli sem kallast CAP (Common Alerting Protocol) og er stafrænt snið fyrir miðlun neyðartilkynninga og viðvaranna um náttúruvá. Útgefin skeyti eru á stöðluðu formi sem samræmir alla miðlun viðvaranna yfir mismunandi samskiptaleiðir og miðla. Hvert CAP skeyti inniheldur upplýsingar um þá náttúruvá sem varað er við, landshlutann sem viðvörunin nær til, gildistíma og mat á því hversu mikil áhrif umrædd vá getur haft á samfélagið.

Sjá nánar viðvaranir í litum í samræmi við hættustig veðurs.

Tilmæli til foreldra/forráðamanna barna í skólum, frístunda – og íþróttastarfi.
Sjá nánar um Röskun á skólastarfi

Í textaspá eru hugleiðingar vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Sjá nánari upplýsingar í Textaspá

Athugið:
Starfsfólk í leikskólum skal ætíð taka mið af litakóðakerfi Veðurstofu, um veðurfar, hvort ástæða sé til að börn yngri en 6 ára séu sótt fyrr en dvalartími hvern dag segir til um. Sama gildir um börn í grunnskólum, frístund og börnum sem sækja íþróttaæfingar.
Vakin er athygli á að þetta á við um börn yngri en 12 ára.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar gefur
deildarstjóri grunnskóladeildar
 í síma 441 0000 

Síðast uppfært 15. júní 2022