Grunnskólar

Öll börn eru skólaskyld á því ári sem þau ná 6 ára aldri og hafa forgang í sína hverfisskóla. Foreldrar geta einnig sótt um skólavist í öðrum hverfisskóla eða í sjálfstætt starfandi skóla fyrir barn sitt.  Innritun fer fram í Þjónustugátt.

Í Kópavogi eru reknir níu grunnskólar og tveir sjálfstætt starfandi skólar. Leiðarljós skólastarfs í Kópavogi er að veita nemendum alhliða menntun og stuðla að þroska þeirra í samstarfi við heimilin.

Reglur og verklag

Viðmið um myndbirtingar á heimasíðum grunn- og leikskóla

Myndefni til kynningar á starfi stofnunar getur ýmist verið á opnu eða lokuðu svæði. Þegar hugað er að myndbirtingu á opnu svæði, þ.e. myndir sem eru öllum aðgengilegar, er gerður greinarmunur á því hvort um er að ræða mynd af viðburði (s.s. mynd af hópi skólabarna við leik og störf eða íþróttaliði) eða af tilteknum og jafnvel nafngreindum einstaklingi.

  1. Myndbirtingar á opnum vefmiðlum verða að vera almenns eðlis, þ.e. sýna yfirlitsmyndir úr leik og starfi með áherslu á viðburðinn en ekki einstaka andlitsmynd.
  2. Aldrei ætti að birta myndir af börnum á opnum vef með nöfnum þeirra nema með sérstöku leyfi foreldra/forráðamanna.
  3. Stofnanir skulu hafa myndamöppur fyrir foreldra / forsjáraðila á læstu svæði.
  4. Stofnanir afhenda foreldrum/forsjáraðila aðgangsorð að læstu svæði.
  5. Endurnýja skal notendanafn / lykilorð fyrir læst svæði einu sinni á ári. 
Röskun vegna veðurs

Þegar Veðurstofa Ísland varar við slæmu veðri, þá er viðvörunarkerfi notað og mikilvægt að taka það alvarlega. Sérstaklega ef varað er við miklum stormi/vindi, úrhelli, snjókomu, frostregni og/eða ofsakulda. Þegar viðvaranir eru gefnar út gefa almannavarnir út leiðbeiningar eftir aðstæðum og viðvörunum Veðurstofu Íslands.
Sjá nánar um Óveður 

Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar byggist á alþjóðlegum staðli sem kallast CAP (Common Alerting Protocol) og er stafrænt snið fyrir miðlun neyðartilkynninga og viðvaranna um náttúruvá. Útgefin skeyti eru á stöðluðu formi sem samræmir alla miðlun viðvaranna yfir mismunandi samskiptaleiðir og miðla. Hvert CAP skeyti inniheldur upplýsingar um þá náttúruvá sem varað er við, landshlutann sem viðvörunin nær til, gildistíma og mat á því hversu mikil áhrif umrædd vá getur haft á samfélagið.

Sjá nánar viðvaranir í litum í samræmi við hættustig veðurs.

Tilmæli til foreldra/forráðamanna barna í skólum, frístunda – og íþróttastarfi.
Sjá nánar um Röskun á skólastarfi

Í textaspá eru hugleiðingar vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Sjá nánari upplýsingar í Textaspá

Athugið:
Starfsfólk í leikskólum skal ætíð taka mið af litakóðakerfi Veðurstofu, um veðurfar, hvort ástæða sé til að börn yngri en 6 ára séu sótt fyrr en dvalartími hvern dag segir til um. Sama gildir um börn í grunnskólum, frístund og börnum sem sækja íþróttaæfingar.
Vakin er athygli á að þetta á við um börn yngri en 12 ára.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar gefur
deildarstjóri grunnskóladeildar
 í síma 441 0000 

Síðast uppfært 08. desember 2021