Grunnskólar

Öll börn eru skólaskyld á því ári sem þau ná 6 ára aldri og hafa forgang í sína hverfisskóla. Foreldrar geta einnig sótt um skólavist í öðrum hverfisskóla eða í sjálfstætt starfandi skóla fyrir barn sitt.  Innritun fer fram í Þjónustugátt.

Í Kópavogi eru reknir níu grunnskólar og einn sjálfstætt starfandi skóli. Leiðarljós skólastarfs í Kópavogi er að veita nemendum alhliða menntun og stuðla að þroska þeirra í samstarfi við heimilin.

 • Innritun í grunnskóla

   

  Öll börn eru skólaskyld á því ári sem þau ná 6 ára aldri og hafa forgang að sínum hverfisskóla (sjá nánar skólahverfi). Foreldrar geta einnig sótt um skólavist í öðrum hverfisskóla fyrir barn sitt. Sjá nánar reglur Kópavogsbæjar um innritun hér.

  Upplýsingar um innritun fyrir haustið 2019 má finna hérInnritun í grunnskóla fer fram í gegnum Þjónustugátt.  Jafnfram þurfa foreldrar að sækja sérstaklega um frístund og áskrift að mötuneyti. 

 • Skólahverfin

  Skólahverfin er afmörkuð eftir götum. Sjá hér.

  Skólahverfi Álfhólsskóla afmarkast af Kjarrhólma, Smiðjuvegi, Dalvegi, Digranesvegi, Bröttubrekku og sunnan Nýbýlavegar

  Skólahverfi Hörðuvallaskóla er Kórahverfi

  Skólahverfi Kársnesskóla er Kársnesið, vestan Hafnarfjarðarvegar

  Skólahverfi Kópavogsskóla afmarkast af Hafnarfjarðarvegi, Bröttubrekku, Digranesvegi, Nýbýlavegi og Fífuhvammi

  Skólahverfi Lindaskóla er Lindahverfi

  Skólahverfi Salaskóla er Salahverfi

  Skólahverfi Smáraskóla er Smárahverfi

  Skólahverfi Snælandsskóla er norðan Nýbýlavegar, Hólmarnir tilheyra Álfhólsskóla

  Skólahverfi Vatnsendaskóla er Vatnsendahverfi, þ. e. Þing og Hvörf

 • Yfirlit skóladagatala

   

  Skólaárið 2019-2020

  Skólasetning grunnskóla Kópavogs er 23. ágúst 2019. Vetrarleyfi eru 21. og 22. október 2019 5. og 6. mars 2020

   Sjá yfirlit skóladagatala. Ítarlegri skóladagatöl má finna á heimasíðum skólanna. 

 • Viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn

  Þegar grunur vaknar um skólasóknarvanda, þrátt fyrir tilkynntar fjarvistir, skal skoða tilkynningar um veikindi og leyfi síðustu þriggja skólamánaða eða lengra aftur ef langt er liðið á skólaárið (staðfest langtímaveikindi eru hér frátalin).

 • Verklagsreglur í grunnskólum

  Í stofnunum Kópavogsbæjar er vanræksla, líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi eða annars konar óviðeigandi hegðun ekki liðið gagnvart börnum. Ef grunur vaknar um slíkt skulu stofnanir bregðast strax við.

  Sjá nánar - Velferð barna

  Aðrar verklagsreglur/vinnuferlar

Síðast uppfært 15. apríl 2019