Stafræn skóladagatöl
Foreldrar og aðrir aðstandendur barna í Kópavogi geta nálgast stafrænar útgáfur af skóladagatölum leik- og grunnskóla Kópavogs.
Dagatölin eru í formi ICS-skráa sem eru samhæfðar öllum helstu dagatalsforritum á borð við Microsoft Outlook og Google Calendar.
Þetta auðveldar notendum að hafa yfirsýn yfir mikilvæga atburði skólaársins, til dæmis skipulagsdaga, frí yfir veturinn, skólaslit og annað slíkt. Einnig er hægt að nálgast dagatal fyrir félagsmiðstöðvar í Kópavogi.