Stafræn skóladagatöl
Foreldrar og aðrir aðstandendur barna í Kópavogi geta nálgast stafrænar útgáfur af skóladagatölum leik- og grunnskóla Kópavogs.
Dagatölin eru í formi ICS-skráa sem eru samhæfðar öllum helstu dagatalsforritum á borð við Microsoft Outlook og Google Calendar.
Þetta auðveldar notendum að hafa yfirsýn yfir mikilvæga atburði skólaársins, til dæmis skipulagsdaga, frí yfir veturinn, skólaslit og annað slíkt.