Bæjarstjóri

Ármann Kr. Ólafsson er bæjarstjóri Kópavogs. Hann hefur gengt starfi bæjarstjóra Kópavogs frá árinu 2012.

Ármann Kr. Ólafsson

Ármann er fæddur 17. júlí 1966. Hann er stjórnmálafræðingur að mennt og hefur verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi síðan 1998. Hann var forseti bæjarstjórnar á árunum 2000 til 2001 og 2005 til 2007.

Hann hefur átt sæti í bæjarráði en auk þess verið formaður skipulagsnefndar Kópavogsbæjar, skólanefndar, atvinnumálanefndar og félagsmálaráðs. Þá var hann formaður stjórnar Strætó á árunum 2006 til 2008.

Ármann var þingmaður Sjálfstæðisflokks á árunum 2007 til 2009 og starfaði eftir það við nýsköpun við útflutning sjávarafurða. Hann var áður aðstoðarmaður tveggja ráðherra í þremur ráðuneytum á ellefu ára tímabili og er stofnandi auglýsingastofunnar ENNEMM þar sem hann var framkvæmdastjóri á árunum 1991 til 1995.

Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri bæjarins, ráðinn af bæjarstjórn. Hann hefur á hendi framkvæmd ákvarðana bæjarráðs og bæjarstjórnar og fer ásamt bæjarráði með framkvæmda- og fjármálastjórn bæjarins. Bæjarstjóri er yfirmaður starfsmanna bæjarins og æðsti embættismaður.

Síðast uppfært 27. maí 2019