Almenn störf

Vinsamlega fyllið út upplýsingar á því umsóknarformi sem birtist þegar sótt er um starf. Það er yfirleitt beðið um að a.m.k. starfsferilskrá fylgi útfylltri umsókn.

Starfsmenn á heimili fyrir fatlað fólkUmsóknarfrestur til: 24. janúar 2018

Starfsmenn óskast á heimili fyrir fatlað fólk í Kópavogi.

Velferðarsvið Kópavogsbæjar óskar eftir starfsmönnum 20 ára eða eldri til starfa.

Starfshlutfall og ráðningartími Um er að ræða allt að 80% stöðu í vaktavinnu.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Félagsliði, stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun

· Hæfni í mannlegum samskiptum

· Íslenskukunnátta

· Framtakssemi, áreiðanleiki, heiðarleiki og jákvæðni í starfi

· Starfið getur verið líkamlega krefjandi

Helstu verkefni og ábyrgð

· Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við íbúa í þeirra daglega lífi, jafnt innan sem utan heimilis.

· Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.

Umsóknarfrestur er til 24.01.2018

Nánari upplýsingar veitir Helga Steinarsdóttir forstöðumaður í síma 564-3074 - 441-9670 eða í tölvupósti helgas@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Verkstjóri í ÖrvaUmsóknarfrestur til: 25. janúar 2018

Verkstjóri óskast til starfa í Örva starfsþjálfun

Örvi starfsþjálfun býður upp á tímabundna starfsprófun og starfsþjálfun fyrir fatlað fólk. Meginmarkmið Örva er að efla og styðja einstaklinga til starfa á almennum vinnumarkaði.

Í Örva er unnið eftir þeim meginhugmyndum sem birtast í lögum um málefni fatlaðs fólks, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að.

Starfshlutfall og ráðningartími

Um er að ræða 100% starf í dagvinnu, tímabundið í sex mánuði.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Góð almenn menntun sem nýtist í starfi.

· Reynsla af vinnu með fötluðu fólki

· Hæfni í mannlegum samskiptum

· Framtakssemi og jákvæð viðhorf í starfi

· Reynsla af umgengni og vinnu við vélar æskileg.

· Frumkvæði og skipulagshæfileikar

· Starfið getur verið líkamlega krefjandi

Helstu verkefni og ábyrgð

· Hefur umsjón og stjórn yfir vinnu verkefna í vinnusölum

· Styður einstaklinga með skerta vinnugetu í starfsprófun og starfsþjálfun

· Hefur umsjón með vélum og búnaði vegna framleiðslu plastumbúða

· Er í samskiptum við viðskiptavini Örva, sér um móttöku og skráningu pantana

· Sér um að afla verkefna, tilboðsgerð og verðlagningu verkefna í samráði við forstöðumann

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Launanefndar sveitarfélaga.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogs þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá.

Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar 2018

Nánari upplýsingar um starfið veitir Birgitta Bóasdóttir forstöðuþroskaþjálfi í síma 441-9860 og einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið birgittabo@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Forfallakennari í SmáraskólaUmsóknarfrestur til: 25. janúar 2018

Smáraskóli óskar eftir forfallakennara

Smáraskóli er heildstæður grunnskóli með um 400 nemendur. Skólinn er staðsettur neðst í Kópavogsdal í fallegu umhverfi nálægt íþróttavelli Kópavogs, Fífunni og Kópavogslæk. Skólinn leggur áherslu á Uppeldi til ábyrgðar, heilsueflingu og umhverfismennt. Skólinn er einnig þekktur fyrir útivistarátak sitt, blómlegt tónlistarlíf og öflugt skákstarf. Einkunnarorð skólans eru; virðing, vöxtur, viska og víðsýni.

Ráðningartími og starfshlutfall

Þurfum að bæta við okkur stundakennara í tilfallandi forföll (1. - 10. bekkur) í okkar frábæra og samheldna hóp starfsmanna. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Um tímabundið starf er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð:

· Annast forfallakennslu í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra.

· Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk

· Vinnur samkvæmt uppeldisstefnu skólans Uppeldi til ábyrgðar sem ætlað er að skapa góðan skólabrag og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.

Hæfniskröfur:

· Kennsluréttindi í grunnskóla

· Áhugi á að starfa með börnum og unglingum

· Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

· Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi

· Stundvísi og samviskusemi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar 2018.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri, í símum 441-4800 og 863-6810. Einnig má senda fyrirspurnir á fhk@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Þroskaþjálfi/sérkennari í ÁlfhólsskólaUmsóknarfrestur til: 26. janúar 2018

Álfhólsskóli óskar eftir þroskaþjálfa/sérkennari

Álfhólsskóli er heildstæður grunnskóli í Kópavogi. Í skólanum eru um 640 nemendur í 1. til 10. bekk og 120 starfsmenn. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunarverkefnum. Í skólanum eru námsver fyrir einhverfa nemendur og móttökudeild fyrir nýbúa. Hafin er innleiðing á notkun spjaldtölva í kennslu með markvissum hætti og öflugum stuðningi kennsluráðgjafa. Í Álfhólsskóla er skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum og nám við hæfi hvers og eins óháð menningarlegum bakgrunni.

Einkunnarorð skólans eru: menntun ? sjálfstæði - ánægja.

Ráðningartími og starfshlutfall

Starfshlutfall er 100%. Ráðið verður í stöðuna sem fyrst.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Þroskaþjálfi/sérkennari eða önnur menntun sem nýtist í sérkennslu

· Mjög góð þekking á tölvum og upplýsingatækni

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

· Jákvæðni og áhuga á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi

· Stundvísi og samviskusemi

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2018

Upplýsingar gefur Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri í síma 4413800 og á netfanginu sigrunb@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Grunnskólakennari á yngsta stigiUmsóknarfrestur til: 26. janúar 2018

Kópavogsskóli óskar eftir kennara á yngsta stig

Vegna forfalla vantar okkur kennara strax. Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli með um 360 nemendur og 60 starfsmenn. Í skólanum er sérdeild fyrir nemendur á mið- og unglingastigi og dægradvöl fyrir nemendur í 1. ? 4. bekk. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og skólinn er heilsueflandi grunnskóli. Lögð er áhersla á skapandi og framsækið skólastarf og ýmis þróunarverkefni eru í gangi. Í Kópavogsskóla er allir nemendur í 5. ? 10. bekk með spjaldtölvur og mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðun náms og fjölbreytta kennsluhætti. Einkennisorð skólans er vinátta, virðing, vellíðan. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Ráðningarhlutfall og tími

Um er að ræða 84% stöðu á yngsta stigi vegna forfalla. Ráðningartími frá lokum janúar til 12. júní 2017.

Menntunar og hæfniskröfur

· Kennsluréttindi í grunnskóla

· Hæfni í mannlegum samskiptum

· Góð þekking á tölvum og upplýsingatækni

· Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu á Uppeldi til ábyrgðar

· Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður og drífandi og til í að taka þátt í þróunarstarfi

Frekari upplýsingar

Um er að ræða starf umsjónarkennara í 1. bekk. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði. Mjög viðamiklar upplýsingar um Kópavogsskóla og skólastarfið er að finna á www.kopavogsskoli.is. Einungis er hægt að sækja um starfið á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar.

Upplýsingar gefa Guðmundur Ásmundsson skólastjóri eða Guðný Sigurjónsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 441 3400. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið goa@kopavogur.is.

Karlar jafnt sem konur er hvött til að sækja um starfið.

Sækja um starf

Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi í GrænatúniUmsóknarfrestur til: 28. janúar 2018

Leikskólinn Grænatún óskar eftir leikskólasérkennara eða þroskaþjálfa í stuðning

Leikskólinn Grænatún tók til starfa 1984. Grænatún er 3ja deilda leikskóli í nálægð við Fossvogsdal sem býður upp á skemmtilega útivist allt árið. Helstu áherslur eru virkt nám barnsins þannig að barnið læri með því að framkvæma og gera tilraunir sjálft. Leikurinn er þungamiðjan en einnig er rík áhersla lögð á hinar daglegu þarfir. Þá er unnið markvisst með hreyfingu, myndlist og tónlist. Heimasíða: http://graenatun.kopavogur.is/

Einkunnarorð skólans eru: Leikur og gleði

Ráðningartími og starfshlutafall

Starfið er laust 1. febrúar 2018. Starfshlutfall er 100 %.

Menntunar og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun eða þroskaþjálfamenntun

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti

· Sjálfstæð vinnubrögð og góð íslenskukunnátta Ef ekki fæst leikskólakennari eða þroskaþjálfari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði

Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar 2018.

Upplýsingar gefur Sigríður Ólafsdóttir, leikskólastjóri, í síma 4416401. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið sigridurola@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Eftirlitsverkstjóri ÞjónustumiðstöðvarUmsóknarfrestur til: 28. janúar 2018

Eftirlitsverkstjóri Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar

Kópavogsbær óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf eftirlitsverkstjóra Þjónustumiðstöðvar. Hér er um að ræða gott tækifæri fyrir þá sem hafa reynslu af framkvæmdum í jarðvegsvinnu og/eða malbiksframkvæmdum að nýta reynslu sína til að viðhalda og bæta gatnakerfi bæjarins.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Eftirlit með verktökum.

· Staðfestir magntölur og reikninga verktaka.

· Metur og merkir viðgerðarstaði malbiks og framkvæmir magnmælingar

· Staðfestir verklok framkvæmda.

· Fylgist með að öryggisatriði og merkingar verktaka séu í lagi.

· Sinnir öðrum eftirlitsstörfum sem til falla

Menntunar- og hæfniskröfur

· Reynsla af jarðvegs- og eða malbiksframkvæmdum.

· Reynsla af eftirlitsstörfum kostur.

· Góð almenn tölvukunnátta.

· Aukin ökuréttindi og vinnuvélapróf kostur.

· Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt.

· Hæfni í mannlegum samskiptum.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar 2018.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Leifur Eiríksson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar í síma 441-9000 eða í tölvupósti leifureiriks@kopavogur.is.

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi, ofl. í MarbakkaUmsóknarfrestur til: 29. janúar 2018

Leikskólinn Marbakki óskar eftir leikskólasérkennara, þroskaþjálfa eða öðrum sérmenntuðum einstakling.

Leikskólinn Marbakki tók til starfa 1986 og er 5 deilda leikskóli fyrir 104 börn. Hann er staðsettur í Sæbólshverfi og er í nálægð við hafið, eins og nafnið gefur til kynna. Megináhersla er lögð á skapandi starf í öllum listgreinum, þar sem hugmyndafræði sem kennd er við borgina Reggio Emilia á Ítalíu er höfð að leiðarljósi. Hugmyndafræðin er aðlöguð að íslenskum aðstæðum og menningu. Til að börnin verði skapandi, virk og gagnrýnin er þeim kennt að skilgreina hlutina og skoða frá öllum hliðum, skynja margbreytileika þeirra, ígrunda og taka afstöðu. Mikilvægt er að börnin fái að vinna verkefnin út frá eigin forsendum. Starfsfólk leikskólans hefur mikilvægu hlutverki að gegna í öllu námi barnanna.

Einkunnarorð skólans eru sjálfstæð, glöð og skapandi börn.

Ráðningartími og starfshlutafall.

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf ekki síðar en í byrjun janúar 2018.

Starfshlutfall er 100%.

Starfið felst í umönnun og kennslu barna sem þurfa sérstakan stuðning.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólasérkennaramenntun.

· Leikskólakennaramenntun.

· Þorskaþjálfamenntun.

· Önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.

· Reynsla af starfi með börnum.

· Frumkvæði og jákvæðni í starfi.

· Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum

· Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður, skapandi og drífandi

· Stundvísi og áreiðanleiki skilyrði.

· Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagi leikskólakennara.

Nánari upplýsingar um leikskólann og starfið þar má finna á heimasíðu skólans http://marbakki.kopavogur.is/

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

karlar jafnt sem konur hvattir til þess að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Nánari upplýsingar veita Hólmfríður Sigmarsdóttir Leikskólastjóri og Irpa Sjöfn Gestsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 4415800 eða 4415801. Einnig má senda fyrirspurnir á marbakki@kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari/leiðbeinandi í AusturkórUmsóknarfrestur til: 29. janúar 2018

Leikskólinn Austurkór óskar eftir að ráða leikskólakennara

Leikskólinn Austurkór er nýlegur sex deilda leikskóli staðsettur við götuna Austurkór í Kórahverfinu í Kópavogi. Í leikskólanum eru 120 börn á aldrinum 1-6 ára og um 30 manna fjölbreytt starfslið sem er einbeitt í að byggja upp metnaðarfullt starf í fallegum skóla. Í skólanum eru góðar vinnuaðstæður og liðsheild mikil.

Hornsteinar skólastarfsins í Austurkór eru: útinám, námslotur byggðar á gildum skólans og lýðræðisleg vinnubrögð. Gildi skólans eru samvinna, lýðræði, atorka og einkunnarorð skólans eru Austurkór ? þar sem ævintýrin gerast.

Ráðningarhlutfall og tími

· Óskað er eftir að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er 100%

Menntunar og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun

· Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

· Frumkvæði í starfi

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

· Góð íslenskukunnátta

Starfskröfur

· Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingu leikskólakennara má finna á http://ki.is

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag leikskólakennara/Starfsmannafélags Kópavogs.

Upplýsingar um skólann og starfsemi hans er hægt að nálgast á heimasíðunni austurkor.kopavogur.is og á facebook síðu skólans - https://www.facebook.com/austurkor/

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Upplýsingar gefur Guðný Anna Þóreyjardóttir, leikskólastjóri, í síma 4415101/8989092 og Ragnheiður Gróa Hafsteinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 4415102. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið austurkor@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi í AusturkórUmsóknarfrestur til: 29. janúar 2018

Leikskólinn Austurkór óskar eftir að ráða leikskólasérkennara/þroskaþjálfa/iðjuþjálfa

Leikskólinn Austurkór er nýlegur sex deilda leikskóli staðsettur við götuna Austurkór í Kórahverfinu í Kópavogi. Í leikskólanum eru 120 börn á aldrinum 1-6 ára og um 30 manna fjölbreytt starfslið sem er einbeitt í að byggja upp metnaðarfullt starf í fallegum skóla. Í skólanum eru góðar vinnuaðstæður og liðsheild mikil.

Hornsteinar skólastarfsins í Austurkór eru útinám, námslotur byggðar á gildum skólans og lýðræðisleg vinnubrögð. Gildi skólans eru samvinna, lýðræði, atorka og einkennisorð skólans eru Austurkór ? þar sem ævintýrin gerast.

Ráðningarhlutfall og tími

· Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

· Starfshlutfall er 75% -100 %

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennara-, þroskaþjálfa- eða iðjuþjálfamenntun

· Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

· Frumkvæði í starfi og reynsla af sérkennslu æskileg

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

· Góð íslenskukunnátta

Starfskröfur

· Um er að ræða sérkennslu á deild fyrir börn 2 ? 5 ára. Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingu leikskólasérkennara má finna á http://ki.is

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag leikskólakennara/ Þroskaþjálfafélagi Íslands/Iðjuþjálfafélag Íslands .

Upplýsingar um skólann og starfsemihans er hægt að nálgast á heimasíðunni austurkor.kopavogur.is og á facebook síðu skólans - https://www.facebook.com/austurkor/

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Upplýsingar gefur Guðný Anna Þóreyjardóttir, leikskólastjóri, í síma 4415101/8989092 og Ragnheiður Gróa Hafsteinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 4415102. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið austurkor@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Deildarstjóri í AusturkórUmsóknarfrestur til: 29. janúar 2018

Leikskólinn Austurkór óskar eftir að ráða deildarstjóra

Leikskólinn Austurkór er nýlegur sex deilda leikskóli staðsettur við götuna Austurkór í Kórahverfinu í Kópavogi. Í leikskólanum eru 120 börn á aldrinum 1-6 ára og um 30 manna fjölbreytt starfslið sem er einbeitt í að byggja upp metnaðarfullt starf í fallegum skóla. Í skólanum eru góðar vinnuaðstæður og liðsheild mikil.

Hornsteinar skólastarfsins í Austurkór eru útinám, námslotur byggðar á gildum skólans og lýðræðisleg vinnubrögð. Gildi skólans eru Samvinna, Lýðræði, Atorka og einkunnarorð leiksskólans eru?Austurkór ... þar sem ævintýrin gerast?.

Ráðningarhlutfall og tími

· Óskað er eftir að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

· Starfshlutfall er 100%

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun áskilin

· Ábyrgur og jákvæður fagmaður sem á auðvelt með mannleg samskipti

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

· Reynsla af deildarstjórnun æskileg

Starfskröfur

· Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingu deildarstjóra má finna á http://ki.is

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag leikskólakennara.

Upplýsingar um skólann og starfsemi hans er hægt að nálgast á heimasíðunni austurkor.kopavogur.is og á facebook síðu skólans - https://www.facebook.com/austurkor/

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Upplýsingar gefur Guðný Anna Þóreyjardóttir, leikskólastjóri, í síma 4415101/8989092 ogRagnheiður Gróa Hafsteinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 4415102. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið austurkor@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Leikskólakennari í MarbakkaUmsóknarfrestur til: 31. janúar 2018

Leikskólinn Marbakki óskar eftir leikskólakennara.

Leikskólinn Marbakki tók til starfa 1986 og er 5 deilda leikskóli fyrir 104 börn. Hann er staðsettur í Sæbólshverfi og er hann í nálægð við hafið, eins og nafnið gefur til kynna. Megináhersla er lögð á skapandi starf í öllum listgreinum, þar sem hugmyndafræði sem kennd er við borgina Reggio Emilia á Ítalíu er höfð að leiðarljósi. Hugmyndafræðin er aðlöguð að íslenskum aðstæðum og menningu. Til að börnin verði skapandi, virk og gagnrýnin er þeim kennt að skilgreina hlutina og skoða frá öllum hliðum, skynja margbreytileika þeirra, ígrunda og taka afstöðu. Mikilvægt er að börnin fái að vinna verkefnin út frá eigin forsendum. Starfsfólk leikskólans hefur mikilvægu hlutverki að gegna í öllu námi barnanna.

Einkunnarorð skólans eru sjálfstæð, glöð og skapandi börn.

Ráðningartími og starfshlutafall

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um er að ræða starf á yngstu deild skólans.

Starfshlutfall er 100% og vakin er athygli á að um framtíðarstarf er að ræða.

Menntunar og hæfniskröfur

Leitað er leikskólakennara, einstakling með aðra uppeldisfræðilega menntun og eða reynslu af að starfa með börnum.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til 31.jan2017

Nánari upplýsingar veita Hólmfríður K Sigmarsdóttir, leikskólastjóri, eða Irpa Sjöfn Gestdóttur aðstoðarleikskólastjóri, í síma 4415800. Einnig má senda fyrirspurnir á marbakki@kopavogur.is

Upplýsingar um leikskólann má finna hér: http://marbakki.kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Frístundaleiðbeinandi í HörðuvallaskólaUmsóknarfrestur til: 01. febrúar 2018

Hörðuvallaskóli óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinanda í Hörðuheima

Hörðuvallaskóli var stofnaður árið 2006 og starfar undir einkunnarorðunum ?það er gaman í skólanum?. Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf með framangreind einkunnarorð að leiðarljósi. Dægradvöl skólans ber nafnið Hörðuheimar og þar dvelja nemendur í 1.-4. bekk að loknum skóladegi dag hvern.

Ráðningartími og starfshlutfall

Um er að ræða 35-50% starf eftir hádegi.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Framhaldsskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi er kostur

· Reynsla og/eða áhugi á að vinna með börnum

· Hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði og umburðarlyndi

· Frumkvæði, jákvæðni og sköpunargleði

· Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði

Frekari upplýsingar

Laun eru skv. kjarasamningum Sambands ísl. sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Nánari upplýsingar um Hörðuvallaskóla má finna á heimasíðu skólans www.horduvallaskoli.is

Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2018

Upplýsingar gefa Birta Baldursdóttir forstöðumaður í síma 8463484 netfang birta.b@kopavogur.is eða Ágúst Jakobsson skólastjóri í síma 441 3600 eða gsm. 8478812 netfang agustj@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Skólaritari í KársnesskólaUmsóknarfrestur til: 01. febrúar 2018

Starf skólaritara við Kársnesskóla er laust til umsóknar

Kársnesskóli er heildstæður grunnskóli í vesturbæ Kópavogs. Í skólanum eru 570 nemendur í 1. til 10. Bekk, 95 starfsmenn og þar ríki góður starfsandi. Við skólann er starfrækt dægradvöl fyrir börn í 1. til 4. bekk. Gildi skólans eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja.

Ráðningarhlutfall og tími

Um framtíðarstarf er að ræða og er staðan laus frá og með 1.mars 2018

Menntunar- og hæfniskröfur

· Stúdentspróf eða sambærileg menntun

· Góð íslensku- og enskukunnátta

· Góð tölvukunnátta auk þekkingar á skýrslugerð

· Einstaklingur sem sækir um þetta starf þarf að vera skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum

· Einlægur áhugi á að vinna með börnum og unglingum

· Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum

· Reynsla af skólastarfi er kostur

· Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði

Frekari upplýsingar

Starfs skólaritara felst meðal annars í umsjón með skrifstofu skólans, símsvörun, skráningu nýrra nemenda, fjarvistarskráningar í Mentor og aðstoð við nemendur og starfsmenn. Ritari sér einnig um innkaup er tengjast skrifstofu og kennslu. Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu skólans www.karsnesskoli.is

Umsóknarfrestur er til 1.febrúar 2018.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogsbæjar.

Upplýsingar gefur skólastjóri, Björg Baldursdóttir í síma 441-4600 og gsm 6994181 einnig má senda fyrirspurnir á netfangið bjorgb@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.

Sækja um starf

Deildarstjóri í FífusölumUmsóknarfrestur til: 01. febrúar 2018

Heilsuleikskólinn Fífusalir óskar eftir að ráða deildastjóra

Heilsuleikskólinn Fífusalir er sex deilda leikskóli í Salahverfinu í Kópavogi. Hægt er að kynna sér starf leikskólans á http://fifusalir.kopavogur.is/

Leitað er eftir áhugasömum leikskólakennara sem eru tilbúnir til að taka þátt í metnaðarfullu leikskólastarfi.

Ráðningartími.

Eftir samkomulagi.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun

· Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

· Frumkvæði í starfi

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

· Áhugi á að tileinka sér starfsaðferðir heilsustefnunar

· Góð íslenskukunnátta

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn leiðbeinandi eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2018.

Nánari upplýsingar veitir Erla Stefanía Magnúsdóttir leikskólastjóri í síma 4415200 eða í netfangið: fifusalir@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Sérfræðingur í spjaldtölvum – tæknistjórnunUmsóknarfrestur til: 01. febrúar 2018

Kópavogsbær óskar eftir tæknistjóra spjaldtölvuverkefnis grunnskóla

Kópavogsbær auglýsir laust til umsóknar starf tæknistjóra spjaldtölvuverkefnis grunnskóla. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í góðu starfsumhverfi hjá metnaðarfullu sveitarfélagi sem er í mikilli uppbyggingu. Um er að ræða átaksverkefni og því er ráðningin tímabundin til 1. jún 2019.

Helstu verkefni

· Eftirlit með skráningu og uppfærslu notendaupplýsinga

· Umsjón með úthlutun spjaldtölva til notenda

· Almenn notendaþjónusta og tækniráðgjöf

Menntunar- og hæfniskröfur

· Stúdentspróf eða sambærilegt

· Þekking á Apple hug- og vélbúnaði er nauðsynleg

· Áhugi á upplýsingatækni í skólastarfi

· Reynsla eða menntun í kerfisrekstri er kostur

· Færni í mannlegum samskiptum og skipulagsfærni er mikilvæg

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

· Jákvæðni, áreiðanleiki og traust vinnubrögð

· Kurteisi, þjónustulipurð, nákvæmni og samviskusemi

Frekari upplýsingar

· Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

· Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2018.

· Upplýsingar veitir Björn Gunnlaugsson verkefnastjóri í síma 441-0000 eða í tölvupósti bjorng@kopavogur.is

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Aðstoðarmaður í eldhús í SólhvörfumUmsóknarfrestur til: 02. febrúar 2018

Leikskólinn Sólhvörf óskar eftir aðstoðarmanni í eldhús .

Um er að ræða tímabundna afleysingu vegna fæðingarorlofs.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Aðstoðarmaður matráðs aðstoðar matráð við matseld, sér um uppþvott, þvottaog frágang, þrif í eldhúsi og þvottahúsi og fleira sem matráður felur viðkomandi.

Í forföllum matráðs sér aðstoðarmaður um matseld o.fl.

Hæfniskröfur

Við leitum að samstarfsaðila sem getur unnið sjálfstætt, er ábyrgur, duglegur, skipulagður og með metnað í starfi. Við leggjum áherslu á góða samvinnu og fagmennsku. Reynsla af sambærilegur starfi æskileg. Áhugi og þekking á hollustu, heilbrigði og hreinlæti.

Góð Íslensku kunnátta

Nánari upplýsingar Upplýsingar gefur Bjarney Magnúsdóttir leikskólastjóri í síma 4417700 Einnig má senda fyrirspurnir á solhvorf@kopavogur.is

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

http://www.kopavogur.is

Umsóknarfrestur er til og með 02. Febrúar 2018

Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða gefa heimild til að þess sé aflað.

Sækja um starf

Matráður við leikskólann SólhvörfUmsóknarfrestur til: 02. febrúar 2018

Afleysingarstaða matráðar er laus við leikskólann Sólhvörf.

Leikskólinn Sólhvörf er 6 deildar leikskóli þar sem starfa 33. starfsmenn. Unnið er í anda Hugsmíðahyggju og er lögð rík áhersla á sjálfræði, siðferði og samvinnu.

Ráðningartími og starfshlutafall

Um er að ræða afleysingu vegna fæðingarorlofs og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall 100%

Menntunar og hæfniskröfur

· Hafi reynslu af fjölbreyttri matreiðslu fyrir stóra hópa.

· Hafi reynslu af að semja matseðla og kunni á sérfæði.

· Hafi reynslu í að skipuleggja innkaup.

· Hafi góða hæfni í mannlegum samskiptum.

· Hafi lokið námi í matreiðslu, matartækninámi eða öðru sem nýtist í starfi.

Leitað er að einstaklingi sem hefur frumkvæði, skipulagshæfileika og getur unnið sjálfstætt.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 02. febrúar

Upplýsingar gefur Bjarney Magnúsdóttir, leikskólastjóri, í síma 570-4900. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið bjarneym@kopavogur.is og solhvorf@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari í SólhvörfumUmsóknarfrestur til: 02. febrúar 2018

Lausar stöður leikskólakennara á leikskólanum Sólhvörfum.

Leikskólinn Sólhvörf er 6 deildar leikskóli þar sem starfa 35. starfsmenn. Unnið er í anda Hugsmíðahyggju og er lögð rík áhersla á sjálfræði, siðferði og samvinnu.

Lausar eru stöður leikskólakennara á leikskólanum Sólhvörfum skólaárið 2017-2018.

Um er að ræða 100% stöður og hluta stöður.

Ráðningartími.

Viðkomandi þarf að hefja störf sem fyrst eða eftir nánari samkomulagi.

Menntunar og hæfniskröfur

· Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun.

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum.

· Áhugi á að tileinka sér starfsaðferðir Hugsmíðakennara.

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 02. Febrúar. 2018

Upplýsingar gefur Bjarney Magnúsdóttir, leikskólastjóri, í síma 4417700. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið solhvorf@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Deildarstjóri í SólhvörfumUmsóknarfrestur til: 02. febrúar 2018

Laus staða deildastjóra á leikskólanum Sólhvörfum fyrir skólaárið 2017-2018.

Leikskólinn Sólhvörf er 6 deildar leikskóli þar sem starfa 33. starfsmenn. Unnið er í anda Hugsmíðahyggju og er lögð rík áhersla á sjálfræði, siðferði og samvinnu.

Laus er til umsóknar deildastjórastaða á leikskólanum Sólhvörfum.

Ráðningartími.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en sem fyrst

Menntunar og hæfniskröfur

· Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun.

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum.

· Áhugi á að tileinka sér starfsaðferðir Hugsmíðakennara.

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 02. febrúar.2018

Upplýsingar gefur Bjarney Magnúsdóttir, leikskólastjóri, í síma 4417700. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið bjarneym@kopavogur.is og solhvorf@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Deildarstjóri óskast á heimili fyrir fatlað fólkUmsóknarfrestur til: 02. febrúar 2018

Deildarstjóri óskast á áfangaheimili fyrir fatlað fólk í KópavogiVelferðarsvið Kópavogs óskar eftir deildarstjóra til starfa á áfangaheimili fyrir fatlað fólk í Kópavogi. Á heimilinu sækja tíu einstaklingar þjónustu, fimm í einu, og þar er lögð áhersla á að þjónustunotendur búi sig undir flutninga að heiman. Starfið felst í því að veita aðstoð og leiðbeiningar við allt er lýtur að daglegu lífi þjónustunotenda bæði inni á heimilinu og utan þess.

Starfshlutfall og ráðningartími Um er að ræða 90% starf í vaktavinnu þar sem er unnið er á morgun- og kvöldvöktum og eina helgi í mánuði. Um tímabundið starf er að ræða frá febrúar 2018 ? desember 2018 með möguleika á áframhaldandi starfi. Starfið er laust nú þegar.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Háskólamenntun sem nýtist í starfi.

· Hæfni í mannlegum samskiptum.

· Framtakssemi og frumkvæði.

· Sjálfstæð vinnubrögð.

· Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi.

· Geta unnið vel með öðrum.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við þjónustunotendur.

· Miðla þekkingu til annarra starfsmanna.

· Gæta þess að réttindi þjónustunotenda séu virt.

· Leggja fram og setja upp alls kyns gögn sem stuðla að auknu sjálfstæði þjónustunotenda.

· Vera þjónustunotendum góð fyrirmynd.

· Almennt heimilishald.

· Samvinna við starfsmenn og aðstandendur.

· Sjá um pantanir og fleiri tilfallandi verkefni.

· Leysa forstöðumann af.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og stéttarfélagi viðkomandi.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.

Umsóknarfrestur er til og með 02.02.2018.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Berglind Ósk Guðnadóttir forstöðumaður í síma 554-3414 eða í tölvupósti, berglindo@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Starfsmenn óskast við þjónustu við fatlað fólkUmsóknarfrestur til: 04. febrúar 2018

Kópavogsbær auglýsir eftir hressu fólki, 18 ára og eldra, til starfa við liðveislu með fötluðum bæði börnum, ungmennum og fullorðnum. Tímafjöldi á mánuði er einstaklingsbundinn og er á bilinu 8 til 16 tímar, oft er unnið seinniparts dags og um helgur.

Félagslegri liðveislu er ætlað að rjúfa félagslega einangrun og efla og styrkja einstaklinginn í félags- og tómstundarstarfi, aðsoð við daglegt líf og léttri aðstoð inn á heimili, í samræmi við óskir og þarfir þjónustuþegans. Um er að ræða skemmilegt og fjölbreytt starf

Reynsla og hæfni:

· Færni í samskiptum

· Frumkvæði í starfi

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

· Reynsla og kunnátta í störfum með fötluðu fólki er æskileg en ekki skilyrði

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs. Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá Velferðarsviði Kópavogsbæjar þurfa að veita heimildtil að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagný Björk Pjetursdóttir dagny@kopavogur.is og í síma 441000 á mánudögum og fimmtudögum.

Umsóknarfrestur er til og með 4.febrúar 2018.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Sækja um starf

Deildarstjóri í LækUmsóknarfrestur til: 05. febrúar 2018

Leikskólinn Lækur óskar eftir deildarstjóra. Á deildinni eru börn á aldinum 2 til 4 ára.

Lækur er 6 deilda leikskóli, í leikskólanum eru 130 börn og 40 starfsmenn. Deildir skólans eru aldursskiptar, eldri börnin eru í Stóra-Læk og yngri börnin í Litla-Læk.

Leikskólinn er staðsettur í Kópavogsdal, þar sem er veðursæld og stutt í skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum. Leikskólinn hefur haft afnot af Lækjavelli, fyrrum gæsluvelli þar sem vinsælt er að fara og nýtist okkur vel sem útiskóli. Við leggjum upp með lýðræðislega nálgun í starfi með börnunum og starfsfólki. Með samræðum og mati hafa börn og starfsfólk áhrif á starfið.

Upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðu hans http://laekur.kopavogur.is/

Einkunnarorð leikskólans eru sjálfræði, hlýja og virðing

Ráðningartími og starfshlutfall

Um framtíðarstarf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 90 til 100%.

Hæfniskröfur:

Leikskólakennaramenntun.

Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti og er sjálfstæður í vinnubrögðum.

Góð íslenskukunnátta skilyrði.

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun.

Nánari upplýsingar

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara, sjá http://fl.ki.is/

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Upplýsingar um starfið gefur María Vilborg Hauksdóttir leikskólastjóri í síma 441 5900 eða 840 2685. Einnig má senda fyrirspurnir á laekur@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar http://www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari/Þroskaþjálfi í LækUmsóknarfrestur til: 05. febrúar 2018

Leikskólakennari/Þroskaþjálfi í sérkennslu á leikskólann Læk

Lækur er 6 deilda leikskóli, í skólanum eru 128 börn og 40 starfsmenn. Deildir skólans eru aldursskiptar, eldri börnin eru í Stóra-Læk og yngri börnin í Litla-Læk.

Leikskólinn er staðsettur í Kópavogsdal, þar sem stutt er í góð og skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum. Skólinn hefur afnot af Lækjavelli, fyrrum gæsluvelli, sem nýtist sem útiskóli.

Í Læk er lagt upp með lýðræðislega nálgun í starfi með börnunum og starfsfólki. Sérkennsla er unnin í teymisvinnu þar sem sjónarmið fjölbreyttra fagstétta mætast í góðu og skemmtilegu samstarfi. Í teyminu eru til dæmis sérkennslustjóri með leikskólakennara og iðjuþjálfamenntun, þroskaþjálfi, og starfsmaður með B.A í sálfræði. Sérkennari kemur að kennslu hjá fleiri en einu barni hverju sinni en hefur aukna ábyrgð varðandi skipulagningu hjá einu til tveimur börnum í senn. Það er því mikilvægt að viðkomandi geti bæði unnið í teymisvinnu og hafi góð sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði. Upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðu hans http://laekur.kopavogur.is/

Einkunnarorð leikskólans eru sjálfræði, hlýja og virðing

Ráðningartími og starfshlutfall

Staðan er laus nú þegar. Starfshlutfall er 80 til 100%.

Hæfniskröfur:

þroskaþjálfi/ Leikskólakennnari eða önnur menntun sem nýtist í sérkennslu.

Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem er með góða færni í samskiptum og er sjálfstæður í vinnubrögðum.

Færni og vilji til að vinna samkvæmt einstaklingsnámskrám í teymisvinnu.

Hæfni til að beita lausnamiðaðri nálgun við úrvinnslu verkefna.

Góð íslenskukunnátta skilyrði.

Ef ekki fæst þroskaþjálfi /leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Nánari upplýsingar

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar 2018.

Upplýsingar um starfið gefa María Vilborg Hauksdóttir leikskólastjóri og Daðey Arnborg Sigþórsdóttir sérkennslustjóri í síma 441-5900. Einnig má senda fyrirspurnir á laekur@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar http://www.kopavogur.is

Sækja um starf

Félagsráðgjafi í ráðgjafa- og íbúðardeildUmsóknarfrestur til: 05. febrúar 2018

Laus er til umsóknar 100% staða félagsráðgjafa í ráðgjafa- og íbúðadeild hjá velferðarsviði Kópavogsbæjar.

Meginverkefni félagsráðgjafa er að vinna með einstaklingum og fjölskyldum sem leita til velferðarsviðs vegna félagslegs eða fjárhagslegs vanda. Vinnan felst í upplýsingagjöf, leiðsögn, ráðgjöf og hvatningu, og eftir því sem við á, fjárhagsaðstoð og / eða öðrum stuðningi sem miðar að því að bæta stöðu viðkomandi í félagslegu og fjárhagslegu tilliti.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Starfsréttindi í félagsráðgjöf.

· Reynsla af einstaklingsviðtölum með færni í viðtalstækni.

· Góð færni í mannlegum samskiptum.

· Góð íslenskukunnátta og færni í textaskrifum.

· Góð enskukunnátta.

· Góð þekking á Excel og reynsla af hugbúnaðarkerfum fyrir málaskrár.

· Sjálfstæði í vinnubrögðum.

Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af sambærilegu starfi í félagsþjónustu.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands.

Umsóknarfrestur er til með 5. febrúar 2018.

Sótt er um starfið á www.kopavogur.is. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Athugið að einungis er tekið ámóti rafrænum umsóknum á heimasíðu Kópavogsbæjar: www.kopavogur.is

Nánari upplýsingar um starfið gefur Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri í síma 441-0000 eða í tölvupósti rannveig@kopavogur.is.

Sækja um starf

Leikskólakennari í EfstahjallaUmsóknarfrestur til: 06. febrúar 2018

Leikskólinn Efstihjalli óskar eftir leikskólakennara

Leikskólinn Efstihjalli tók til starfa 1982. Haustið 2002 var tveimur deildum bætt við leikskólann þannig að í dag er hann 5 deilda. Leikskólinn er í grónu hverfi í göngufæri við Fossvogsdal, Kópavogsdal og Digraneshæð. Leikurinn, í allri sinni fjölbreytni, er kjarninn í uppeldisstarfinu. Einnig er unnið í litlum hópum að hinum ýmsu verkefnum sem örva félagsfærni barnanna, styrkja sjálfsmynd þeirra og auka skynreynslu. Skipulögð hreyfing fer fram í aldursskiptum hópum tvisvar í viku. Heimasíða: http://efstihjalli.is/

Ráðningartími og starfshlutafall

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er 100% starf.

Menntunar og hæfniskröfur

Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.

Viðkomandi þarf að vera ábyrgur, jákvæður og eiga auðvelt með mannleg samskipti.

Ef ekki fæst fagmenntaður starfsmaður mun verða ráðinn leiðbeinandi.

Viðkomandi þarf að hafa góða íslenskukunnáttu.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar 2018.

Nánari upplýsingar veita Hafdís Hafsteinsdóttir leikskólastjóri og Margrét Lárusdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 441 6100. Einnig má senda fyrirspurnir á efstihjalli@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Deildarstjóri á heimili fyrir fatlað fólkUmsóknarfrestur til: 08. febrúar 2018

Óskað er eftir Deildarstjóra til starfa á heimili fyrir fatlað fólk. Velferðarsvið Kópavogs óskar eftir Deildarstjóra til starfa á heimili fyrir fatlað fólk í Kópavogi. Starfið felst í að taka þátt í og stýra faglegu starfi á vöktum ásamt því að veita persónulegan stuðning til íbúa á heimilinu.

Starfshlutfall og ráðningartími

Um er að ræða allt að 80% starfshlutfall í vaktavinnu og er starfið laust nú þegar.

Um framtíðarstarf er að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Háskólamenntun sem nýtist í starfi

· Reynsla og þekking á starfi með fötluðu fólki nauðsynleg

· Hæfni í mannlegum samskiptum

· Framtakssemi og jákvæðni í starfi

· Starfið getur verið líkamlega og andlega krefjandi

Helstu verkefniog ábyrgð

· Ábyrgð á faglegu starfi í samvinnu við forstöðumann

· Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við íbúa í þeirra daglega lífi, jafnt innan sem utan heimilis.

· Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.

Umsóknarfrestur er til og með 08. Febrúar 2018

Nánari upplýsingar veita Helga Steinarsdóttir, forstöðumaður í síma 441-9570 eða í tölvupósti helgas@kopavogur.is og Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri, þjónustudeild fatlaðra sími 4411851eða í tölvupósti gudlaugo@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari í KópasteiniUmsóknarfrestur til: 15. febrúar 2018

Laus staða leikskólakennara í leikskólanum Kópasteini.

Leikskólinn Kópasteinn er 4. deilda leikskóli þar sem starfa 24 starfsmenn.

Við störfum samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, með áherslu á lífsleikni/samskipti, tónlist, skapandi starf, útiveru, upplifun og gleði. Kjörorð skólans eru ?gaman saman?. Kópasteinn er umhverfisvænn skóli. Við skólann starfar samstíga og reynslumikill hópur kennara og starfsmanna sem leggur áherslu á að gera góðan skóla betri, alla daga. Það eru fjórar deildir með börn á aldrinum 1 árs til 5 ára, alls 73 börn. Kópasteinn hóf starfsemi sína 1964 og er því elsti leikskóli Kópavogs. Skólinn er staðsettur í Borgarholtinu, við Hábraut 5. Stutt í allar helstu menningarstofnanir bæjarins sem við nýtum okkur í starfinu.

Heimasíða: http://kopasteinn.kopavogur.is

Menntunar- og hæfniskröfur, ráðningartími :

· Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun.

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum.

· Starfshlutfall: 100%

· Ráðningartími: sem fyrst

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

· Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

· Umsóknarfrestur er til 15. febrúar. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Upplýsingar gefa í síma 441-5700, Heiða Björk Rúnarsdóttir leikskólastjóri og Guðdís Guðjónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri.

Einnig má senda fyrirspurnir á kopasteinn@kopavogur.is

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf