Frístundir

Kópavogsbær býður upp á faglegt og fjölbreytilegt frístundastarf fyrir alla aldurshópa.

Frístundir starfa við alla grunnskóla þar sem börnum í 1. – 4. bekk býðst að dvelja við leik og skapandi starf eftir að skóla lýkur, í umsjá frístundaleiðbeinenda.

Frístundaklúbburinn Hrafninn er skipulagt frístundastarf fyrir börn og unglinga með fötlun í 5. – 10. bekk. Sumarstarf er í boði fyrir börn með fötlun frá 7 til 15 ára.

Félagsmiðstöðvar fyrir unglinga starfa í grunnskólum og þar fer fram fjölbreytt og faglegt tómstundastarf.

Molinn - Mistöð unga fólksins er opin fyrir ungmenni á aldrinum 16 – 25 ára. Þar gefst ungu fólki tækifæri til að nýta aðstöðuna til listsköpunar og samveru.

Höfuð-borgin er sértæk félagsmiðstöð ætluð ungmennum 16-20 ára með lögheimili í Kópavogi og er til húsa við Fannborg 2 (1.hæð).Ungmennum með miklar stuðningsþarfir stendur til boða að sækja um frístundaþjónustu eftir að skóladegi lýkur.  
Í Höfuð-borginni gefst ungu fólki tækifæri á að taka þátt í frístunda- og atvinnutengdri starfsemi eftir að skóladegi lýkur. Lögð er áhersla á að veita ungmennum öruggt, jákvætt og uppbyggilegt frístundastarf sem tekur mið af þörfum og getu hvers og eins. Starfsemi Höfuð-borgarinnar fellur undir lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Opnunartími;
Höfuð-borgin er opin alla virka daga hefst frá kl. 13:00 og lýkur kl. 17:00. Opið er í vetrarfríum, jóla- og páskaleyfi og starfsdögum framhaldsskóla frá 08:00-17:00. Ekki er opið á rauðum dögum.

Frekari upplýsingar um starfsemi Höfuð-borgar og umsóknarferli, veitir Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir forstöðumaður, netfang brynhildurbk@kopavogur.is eða í síma 441-9395/825-5913.

Leikjanámskeið eru skipulögð á sumrin á vegum frístundadeildar, íþróttafélaga bæjarins, tómstundafélaga og félagasamtaka með starfsemi í Kópavogi.

    Reglur og verklag

    Röskun vegna veðurs

    Þegar Veðurstofa Ísland varar við slæmu veðri, þá er viðvörunarkerfi notað og mikilvægt að taka það alvarlega. Sérstaklega ef varað er við miklum stormi/vindi, úrhelli, snjókomu, frostregni og/eða ofsakulda. Þegar viðvaranir eru gefnar út gefa almannavarnir út leiðbeiningar eftir aðstæðum og viðvörunum Veðurstofu Íslands.
    Sjá nánar um Óveður 

    Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar byggist á alþjóðlegum staðli sem kallast CAP (Common Alerting Protocol) og er stafrænt snið fyrir miðlun neyðartilkynninga og viðvaranna um náttúruvá. Útgefin skeyti eru á stöðluðu formi sem samræmir alla miðlun viðvaranna yfir mismunandi samskiptaleiðir og miðla. Hvert CAP skeyti inniheldur upplýsingar um þá náttúruvá sem varað er við, landshlutann sem viðvörunin nær til, gildistíma og mat á því hversu mikil áhrif umrædd vá getur haft á samfélagið.

    Sjá nánar viðvaranir í litum í samræmi við hættustig veðurs.

    Tilmæli til foreldra/forráðamanna barna í skólum, frístunda – og íþróttastarfi.
    Sjá nánar um Röskun á skólastarfi

    Í textaspá eru hugleiðingar vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
    Sjá nánari upplýsingar í Textaspá

    Athugið:
    Starfsfólk í leikskólum skal ætíð taka mið af litakóðakerfi Veðurstofu, um veðurfar, hvort ástæða sé til að börn yngri en 6 ára séu sótt fyrr en dvalartími hvern dag segir til um. Sama gildir um börn í grunnskólum, frístund og börnum sem sækja íþróttaæfingar.
    Vakin er athygli á að þetta á við um börn yngri en 12 ára.

    Nánari upplýsingar

    Allar nánari upplýsingar gefur
    deildarstjóri frístunda og deildarstjóri grunnskóladeildar 
     í síma 441 0000 

    Síðast uppfært 13. febrúar 2024