Kópavogsdalur og Kópavogstún

Þessi gönguhringur, sem er um 3,5 km langur, er beggja megin Hafnarfjarðarvegar og liggur um tvö af vinsælustu útvistarsvæðum Kópavogs; Kópavogsdalinn og Kársnesstíginn. Þó má segja að á þessum stutta hring fáum við sýnishorn af svæðunum þar sem þau teygja sig bæði til austurs og vesturs. Komið er við á fjölbreyttum stöðum á leiðinni sem kynna ótrúlega fjölbreytni í náttúru, sögu og menningu á þessu litla svæði og sýnir hvernig örnefni tengjast sögu fólksins í dalnum.

Hægt er að fara þessa leið allt árið og er tiltölulega skjólgott í dalnum í flestum áttum.

Powered by Wikiloc