Borgarholtsbraut 19

Kynning á byggingarleyfi  í Kópavogi.

Á fundi skipulagsráðs 15. febrúar 2021 var lagt fram erindi Hrólfs Karls Cela arkitekts dags. 16. desember 2020 fh. lóðarhafa Borgarholtsbrautar 19. Á lóðinni stendur steinsteypt 243,7 m2 íbúðar- og verslunarhús byggt 1952 auk bílgeymslu sem í dag er notuð sem lagerrými. Óskað er eftir að íbúð á efri hæð hússins verði breytt í veitingarými og sameinuð veitingastað/bakaríi á jarðhæð hússins. Eftir breytingu verður veitingarýmið 214,2 m2. Auk þess verður komið fyrir brunastiga frá svölum á suðurhlið hússins. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 16. desember 2020. 

Með vísan til 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er eftirtöldum lóðarhöfum gefinn kostur á að tjá sig um tillöguna:

Borgarholtsbrautar 17, 17a, 20-24, Melgerðis 2, 4, 6 og Urðarbrautar 9. 

Kynning hefst þann 25. febrúar 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til Skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 15:00 föstudaginn 26. mars 2021.

 

 

 

 

Borgarholtsbraut 19
Tímabil
25. febrúar 2021 - 26. mars 2021