Hrauntunga 23

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 16. ágúst 2021 var lagt fram erindi Marcos Zoles arkitekt fyrir hönd lóðarhafa Hrauntungu 23 dags. 21. maí 2021. Óskað er eftir leyfi til að byggja 21m² viðbyggingu og port í kjallarahæð til austurs við íbúðarhús. Gengið er úr alrými í kjallara aðalhúss í port. Hringstigi tengir port við verönd á efri hæð. Gengið er úr bílskúr í port og glugga hefur verið bætt við. Stoðveggur er á lóðarmörkum til austurs sem snúa að Hrauntungu 25 og utan um viðbyggingu. Viðbyggingin svipar til núverandi húss í uppbyggingu og útliti. Núverandi íbúðarhús er skráð 241m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,35. Lóðarstærð er 684m² og heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 262m² sem mun gefa nýtingarhlutfallið 0,38. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Hrauntungu 13-21 er 0,31 (minnst 0,22 og mest 0,40). Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 21. maí 2021.

 

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hrauntungu 21 og 25, Bræðratungu 7, 9 og 11.

Kynning hefst 9. september 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsdeildar Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 15:00 mánudaginn 11. október 2021. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.

Hrauntunga 23
Tímabil
9. september 2021 - 11. október 2021.