Kársnesbraut 59

Kynning á byggingarleyfi  í Kópavogi.

Á fundi skipulagsráðs 1. mars 2021 var lagt fram erindi Sveins Ívarssonar arkitekts dags. 1. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 59. Á lóðinni stendur 133 m2 timburhús byggt 1962 auk 100 m2 bílskúrs sem byggður var síðar. Óskað er eftir að reisa 20,1 m2 garðstofu á suðurhlið hússins með útgengi út á pall við vesturhlið þess. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 1. febrúar 2021.  

Með vísan til 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er eftirtöldum lóðarhöfum gefinn kostur á að tjá sig um tillöguna:

Kársnesbrautar 57, 61, Holtagerðis 6, 8 og 10.

Kynning hefst þann 12. apríl 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til Skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 15:00 þriðjudaginn 11. maí 2021.

Kársnesbraut 59
Tímabil
12. apríl 2021 - 11. maí 2021