Mánalind 8

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 18. október 202 var lögð fram tillaga Arnars Þórs Jónssonar arkitekts dags. 8. september 2021 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á lóðinni við Mánalind 8. Í breytingunni felst að komið verði fyrir geymslu á norðausturhluta lóðarinnar ásamt palli með pottasvæði og skjólvegg að hluta með timburbitum. Stærð geymslu er áætluð 27,5 m2 og hæð skjólveggs 2,4 m. Uppdráttur og skýringarmyndir í mkv. 1:1000 og 1:250 dags. 18. október 2021.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kynning hófst 19. nóvember 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsdeildar Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 15:00 mánudaginn 10. janúar 2022.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna

 

 

Mánalind 8
Tímabil
19. nóvember 2021 - 10. janúar 2022
Kynningargögn
Mánalind 8