Vatnsendahvarf - athafnasvæði

2201223 Vatnsendahvarf – athafnasvæði. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 25. janúar 2022 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi.

Í breytingunni felst að skipulagsmörk breytast þar sem ný lega Arnarnesvegar hefur færst til austurs. Stærð skipulagssvæðisins eftir breytingu er 22 ha. Við gatnamót Vatnsendavegar og Tónahvarfs er gert ráð fyrir nýju hringtorgi í stað krossgatnamóta. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag Vatnsendahvarfs – athafnasvæði m.s.br.

Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:2000 dags. 17. janúar 2022. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

 

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 16:00 miðvikudaginn 16. mars 2022.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Vatnsendahvarf - athafnasvæði
Tímabil
29. janúar til 16. mars 2022.