Barnamenningarhátíð í Kópavogi

 

Dagana 24. - 29. apríl verður Barnamenningarhátíð haldin hátíðleg í Menningarhúsunum í Kópavogi.  Boðið verður uppá dagskrá fyrir skólahópa  í Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu og Bókasafni Kópavogs. Auk þess verða myndskreytt ljóð eftir börn úr leikskólunum Álfatúni og Marbakka til sýnis á Bókasafninu en börnin tóku þátt í ljóðasmiðju með Hörpu Arnardóttur og sýningin er afrakstur þeirrar vinnu. Þá hafa unglingar í myndlistarvali í Kársnesskóla unnið gluggaverk í anda Gerðar Helgadóttur sem sýnt verður í gluggum Salarins. Magga Stína vinnur með 5. bekk Smáraskóla að þjóðlögum sem verða flutt á tónleikum í Salnum á lokadegi Barnamenningarhátíðar þann 29. apríl.