Fjölskyldustund: Ratleikur í Gerðarsafni

Fjör fyrir alla fjölskylduna um málverkasýninguna Staðsetningar en listakrákur slæðast með í för. Ratleikurinn leiðir þátttakendur ekki aðeins um Gerðarsafns heldur einnig Náttúrufræðistofu. Að ratleiknum loknum munu úrslit úr nafnakeppni listakrákanna vera tilkynnt en í byrjun september fór fram samkeppni um heppileg nöfn fyrir krákurnar sem eru teiknaðar af Eddu Mac.

Að venju eru allir hjartanlega velkomnir og þátttaka í fjölskyldustundinni ókeypis.