Meistaranemaspjall í Gerðarsafni

Sunnudaginn 21. maí kl 15 verða meistaranemar í hönnun með listamannaspjall í tengslum við útskriftarsýningu sem nú stendur yfir á Gerðarsafni. Listamannaspjallið fer fram á síðasta sýningardegi en á laugardaginn 20. maí kl. 13 mun Florence Lam, útskriftarnemi í myndlist, flytja gjörning sinn Loftsteinar. Aðgangur ókeypis.